Feigðarflan og frjáls vilji Árni Páll Árnason skrifar 9. mars 2017 07:00 Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki. Það var til dæmis engin lagaskylda á neinum þingmanni að leggja til eða styðja ákæru á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir brot í starfi, án nokkurrar undangenginnar rannsóknar. Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna. Þingmannanefnd sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna var falið að gera tillögur til Alþingis um viðbrögð þingsins við skýrslunni. Meirihluti nefndarmanna ákvað að leggja til ákærur á hendur ráðherrum fyrir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækslu í aðdraganda hruns. Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma. Allt réttsýnt fólk hefði við þær aðstæður átt að geta komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimildir um Landsdóm ættu einfaldlega ekki við um þá atburðarás sem þarna átti sér stað. Til þess hafði þingmannanefndin og allir þingmenn fulla heimild, þrátt fyrir lögin um Landsdóm. Sumir þingmenn kusu að komast að annarri niðurstöðu.Mikilvægara að biðjast afsökunar Í Rannsóknarskýrslunni var gagnrýnd harkalega sú lagahyggja að telja að það sem með einhverjum hætti sé að hægt að færa undir lagabókstaf sé siðferðilega gott og rétt, óháð öllu siðferðilegu mati. Það er í þeim anda að hengja ábyrgð á Landsdómsmálinu á forn og úrelt lagaákvæði um Landsdóm. Í Landsdómsmálinu tók meirihluti þingmannanefndar og margir þingmenn þvert á móti ákvörðun um að meta atburðarás með röngum hætti, finna sök þar sem engin var og beita ákæruvaldi án fullnægjandi rannsóknar. Enginn getur skotið sér á bak við lagabókstaf til að réttlæta það óréttlæti. Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýringu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Landsdómur Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki. Það var til dæmis engin lagaskylda á neinum þingmanni að leggja til eða styðja ákæru á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir brot í starfi, án nokkurrar undangenginnar rannsóknar. Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna. Þingmannanefnd sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna var falið að gera tillögur til Alþingis um viðbrögð þingsins við skýrslunni. Meirihluti nefndarmanna ákvað að leggja til ákærur á hendur ráðherrum fyrir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækslu í aðdraganda hruns. Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma. Allt réttsýnt fólk hefði við þær aðstæður átt að geta komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimildir um Landsdóm ættu einfaldlega ekki við um þá atburðarás sem þarna átti sér stað. Til þess hafði þingmannanefndin og allir þingmenn fulla heimild, þrátt fyrir lögin um Landsdóm. Sumir þingmenn kusu að komast að annarri niðurstöðu.Mikilvægara að biðjast afsökunar Í Rannsóknarskýrslunni var gagnrýnd harkalega sú lagahyggja að telja að það sem með einhverjum hætti sé að hægt að færa undir lagabókstaf sé siðferðilega gott og rétt, óháð öllu siðferðilegu mati. Það er í þeim anda að hengja ábyrgð á Landsdómsmálinu á forn og úrelt lagaákvæði um Landsdóm. Í Landsdómsmálinu tók meirihluti þingmannanefndar og margir þingmenn þvert á móti ákvörðun um að meta atburðarás með röngum hætti, finna sök þar sem engin var og beita ákæruvaldi án fullnægjandi rannsóknar. Enginn getur skotið sér á bak við lagabókstaf til að réttlæta það óréttlæti. Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýringu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun