Björgvin Þór Hólmgeirsson, stórskytta ÍR, lék ekki með liðinu í sigrinum á Víkingi í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld.
„Hann er meiddur í baki. Hann kenndi sér meins eftir leikinn á móti Haukum. Svo skánaði hann ekkert og var bara svipaður, spilaði aðeins á móti Gróttu en svo er bara óvissa. Hann er allavega ekki leikfær,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi í kvöld.
Hann segir að ekki sé vitað hvað hrjái Björgvin.
„Við erum bíða eftir tíma hjá sérfræðingi. Það á eftir að koma í ljós. Þetta er einhvers konar klemmd taug eða eitthvað,“ sagði Bjarni sem veit ekki hvenær Björgvin getur byrjað að spila á nýjan leik.
„Hann gæti allt eins spilað á móti Fjölni og allt eins verið frá í nokkrar vikur.“
Björgvin kom aftur til ÍR í sumar eftir tveggja ára dvöl í Dúbaí.
Björgvin meiddur í baki

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍR 24-32 | Öruggur ÍR-sigur
Víkingur og ÍR mættust í Olís deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Víkinni.