Ógreiðasemi Sjálfstæðisflokksins við skattgreiðendur – Fyrri hluti Gunnar Árnason skrifar 3. júlí 2017 09:45 Sjálfstæðisflokkurinn fer geyst í að útbreiða hið margtuggna um að ríkið eigi ekki að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur. Á einhver að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur? Umræddum predikunum fylgja þau rök að losa þurfi ríkið og skattgreiðendur undan þeirri áþján sem felst í því að ríkið standi að rekstri sem er svo óarðbær að Sjálfstæðisflokkurinn óskar tæpast sínum verstu andstæðingum að lenda í slíkum hremmingum. Sé tekið mið af framansögðu ættu ríkisstjórnarflokkarnir að forgangsraða björgunaraðgerðum og skera óarðbæru einingarnar af fyrst. En því fer víðs fjarri. Rekstur Áfengisverslunar ríkisins er ekki óarðbær, og slíkur business er það reyndar hvergi á byggðu bóli. Rekstur flugvallarins á Reykjanesskaga, eina alvöru flugvallarins hér á landi, er ekki heldur óarðbær og íþyngjandi – hann bara vex og dafnar eins og áhugi fjármála- og forsætisráðherra á að selja hann. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, sem er í aðstöðu til að velja sér arðbær verkefni en nýtur engu að síður fallhlífar frá opinbera kerfinu, er fjarri því að vera glórulaus fjárfesting, að ógleymdri fyrirhugaðri sölu bankanna – á nýjan leik. Hvað gengur Sjálfstæðisflokknum til? – hvernig er forgangsröðuninni háttað? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að búið er að forgangsraða röngum lista – listanum yfir fýsilegustu kaupendurna hefur verið raðað upp samviskusamlega og áherslur þeirra og kröfur eru með þeim hætti, að listi hins opinbera yfir fyrirtæki sem mikið ríður á að losa sig við, er listi arðbærra fyrirtækja í eigu almennings. Sjálfstæðisflokkurinn vill sem sagt selja frá hinu opinbera rekstur og fyrirtæki sem eru arðvænleg, sýna stöðuga framlegð, eru með sterka markaðsstöðu og eru jafnvel í töluverðum vexti.Níski karlinn í Spaugstofunni Og hverjir fylla listann, sem búið er að forgangsraða kaupendamegin? Hvaða áhættufælnu athafnamenn hafa áður farið fremst í flokki þegar seldir hafa verið hlutir í arðbærum fyrirtækjum í eigu hins opinbera undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, á allt of lágu verði og með greiðsluskilmálum sem líkjast meira greiðslufyrirkomulagi fyrir vinningshafa hjá Íslenskri getspá en hefðbundnum samningsskilmálum – ekki væri verra ef hægt er að greiða með fjármunum sem fylgja með í kaupunum, taka við hinu selda, greiða sér út arð áður en kemur að greiðslu kaupverðs, svona eins og níski karlinn í Spaugstofunni gerði í viðskiptaerindum forðum daga. En hann var að svindla og svíkja, það er ágreiningslaust. Þurfum við að rifja upp nýafstaðin viðskipti hins opinbera, þar sem hlutum í Borgun var úthlutað til valinna aðila, eða hvernig mál atvikuðust varðandi einkavæðingu bankanna á sínum tíma undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Er almenningur vaknaður af rotinu í fyrstu lotu, enn hálf rænulaus, en tilbúinn fyrir lotu tvö? Vildarvinir Sjálfstæðisflokksins eiga náttúrlega ekkert að vera að vasast í því sem almenningur á, nema sitja við sama borð og aðrir, greiða fullt verð fyrir og fjármagna kaupin með eðlilegum hætti. Og auðvitað á hið opinbera ekki að vera að vasast í rekstri sem er íþyngjandi og óarðbær og aðrir geta sinnt betur, er það eitthvert vafamál? Hvort um er að ræða bjarnargreiða við þjóðina eða bjarnargreiða við útvalda skal ósagt látið, en hvorugt er af hinu góða. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fer geyst í að útbreiða hið margtuggna um að ríkið eigi ekki að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur. Á einhver að vera að vasast í rekstri sem aðrir geta sinnt betur? Umræddum predikunum fylgja þau rök að losa þurfi ríkið og skattgreiðendur undan þeirri áþján sem felst í því að ríkið standi að rekstri sem er svo óarðbær að Sjálfstæðisflokkurinn óskar tæpast sínum verstu andstæðingum að lenda í slíkum hremmingum. Sé tekið mið af framansögðu ættu ríkisstjórnarflokkarnir að forgangsraða björgunaraðgerðum og skera óarðbæru einingarnar af fyrst. En því fer víðs fjarri. Rekstur Áfengisverslunar ríkisins er ekki óarðbær, og slíkur business er það reyndar hvergi á byggðu bóli. Rekstur flugvallarins á Reykjanesskaga, eina alvöru flugvallarins hér á landi, er ekki heldur óarðbær og íþyngjandi – hann bara vex og dafnar eins og áhugi fjármála- og forsætisráðherra á að selja hann. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, sem er í aðstöðu til að velja sér arðbær verkefni en nýtur engu að síður fallhlífar frá opinbera kerfinu, er fjarri því að vera glórulaus fjárfesting, að ógleymdri fyrirhugaðri sölu bankanna – á nýjan leik. Hvað gengur Sjálfstæðisflokknum til? – hvernig er forgangsröðuninni háttað? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að búið er að forgangsraða röngum lista – listanum yfir fýsilegustu kaupendurna hefur verið raðað upp samviskusamlega og áherslur þeirra og kröfur eru með þeim hætti, að listi hins opinbera yfir fyrirtæki sem mikið ríður á að losa sig við, er listi arðbærra fyrirtækja í eigu almennings. Sjálfstæðisflokkurinn vill sem sagt selja frá hinu opinbera rekstur og fyrirtæki sem eru arðvænleg, sýna stöðuga framlegð, eru með sterka markaðsstöðu og eru jafnvel í töluverðum vexti.Níski karlinn í Spaugstofunni Og hverjir fylla listann, sem búið er að forgangsraða kaupendamegin? Hvaða áhættufælnu athafnamenn hafa áður farið fremst í flokki þegar seldir hafa verið hlutir í arðbærum fyrirtækjum í eigu hins opinbera undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, á allt of lágu verði og með greiðsluskilmálum sem líkjast meira greiðslufyrirkomulagi fyrir vinningshafa hjá Íslenskri getspá en hefðbundnum samningsskilmálum – ekki væri verra ef hægt er að greiða með fjármunum sem fylgja með í kaupunum, taka við hinu selda, greiða sér út arð áður en kemur að greiðslu kaupverðs, svona eins og níski karlinn í Spaugstofunni gerði í viðskiptaerindum forðum daga. En hann var að svindla og svíkja, það er ágreiningslaust. Þurfum við að rifja upp nýafstaðin viðskipti hins opinbera, þar sem hlutum í Borgun var úthlutað til valinna aðila, eða hvernig mál atvikuðust varðandi einkavæðingu bankanna á sínum tíma undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Er almenningur vaknaður af rotinu í fyrstu lotu, enn hálf rænulaus, en tilbúinn fyrir lotu tvö? Vildarvinir Sjálfstæðisflokksins eiga náttúrlega ekkert að vera að vasast í því sem almenningur á, nema sitja við sama borð og aðrir, greiða fullt verð fyrir og fjármagna kaupin með eðlilegum hætti. Og auðvitað á hið opinbera ekki að vera að vasast í rekstri sem er íþyngjandi og óarðbær og aðrir geta sinnt betur, er það eitthvert vafamál? Hvort um er að ræða bjarnargreiða við þjóðina eða bjarnargreiða við útvalda skal ósagt látið, en hvorugt er af hinu góða. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun