Erlent

Tveir látnir eftir skothríð manns í Nýju-Mexíkó

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er vitað hvað manninum stóð til með árásinni.
Ekki er vitað hvað manninum stóð til með árásinni. Vísir/Getty
Tveir eru látnir og fjórir særðir eftir að ungur maður hóf skothríð á bókasafni í smábænum Clovis í Nýju Mexíkó í gær. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu.

Maðurinn hóf árásina um klukkan 16 að staðartíma, um klukkan 22 að íslenskum tíma, en hann var fljótt yfirbugaður og handtekinn af lögreglu.

Ekki er vitað hvað manninum stóð til með árásinni.

Um 40 þúsund manns búa í bænum Clovis sem er um 300 kílómetrum austur af Albuquerque.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×