Erlent

Óttast um níu ára stúlku sem hvarf sporlaust úr brúðkaupi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögregla óskar eftir ábendingum frá almenningi í tengslum við leitina af níu ára Maëlys.
Lögregla óskar eftir ábendingum frá almenningi í tengslum við leitina af níu ára Maëlys. Skjáskot
Skjáskot
Níu ára stúlka hvart úr brúðkaupi um helgina og rannsakar lögregla málið sem mannrán. Stúlkan sem heitir Maëlys De Araujo var gestur í brúðkaupi í Isère í Frakklandi ásamt foreldrum sínum og  eldri systur. Hún er litla frænka brúðarinnar og sást síðast í barnaherbergi á staðnum um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags.

Í frétt á vef BBC kemur fram að einn brúðkaupsgestur hafi sagt í viðtali við Le Parisien að plötusnúðurinn hafi skyndilega slökkt á tónlistinni í veislusalnum og tilkynnt að barn hefði horfið. Í fyrstu var talið að hún hefði verið í feluleik og sofnað einhvers staðar í húsinu en eftir klukkutíma leit var haft samband við lögreglu. „Þetta var hrein angist,“ sagði gesturinn um hvarf stúlkunnar.  

Slökkvilið, björgunarsveit og sjálfboðaliðar hafa hjálpað lögreglu við leit á svæðinu í kringum salinn íPont-de-Beauvoisin . Lögregla hefur nú þegar yfirheyrt alla 180 brúðkaupsgestina en er engu nær um hvarf stúlkunnar. Lögregla útilokar ekki að henni hafi verið rænt og óskar eftir ábendingum frá almenningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×