Þessi er sneggri en Tesla Roadster Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2017 09:29 XING Mobility rafmagnsbíllinn er hlaðinn orku, raforku. Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent