Framsókn í utanríkismálum Sigurður Þórðarson skrifar 22. nóvember 2017 10:52 Það var ljótur leikur þegar embættismenn í Brussel plötuðu ungan og óreyndan utanríkisráðherra Íslands til að taka þátt í viðskiptabanni á Rússland sem sögulega er eitt allra mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Sú sorglega saga verður ekki rakin hér en full ástæða væri til að gera henni skil síðar. Í nýafstöðnum kosningum voru þrjú framboð þar af tvö ný þ.e. Miðflokkur og Flokkur fólksins, með svipaða málefnaafstöðu og Framsóknarflokkurinn í mjög mörgum málum má þar af handahófi nefna einföldun bankakerfis, afstaða til ESB, afnám verðtryggingar, spítali á nýjum og betri stað, kjör eldri borgara og svo mætti lengi telja. Úrslit kosninganna voru tvímælalaust sigur fyrir þessi málefni. Varnarsigur Framsóknarflokksins er áhugaverður, heldur 8 þingmönnum og er nær örugglega á leið í ríkisstjórn annað hvort þá sem nú er verið að mynda eða aðra. Þessu ber að fagna m.a. vegna þess að Framsóknarflokkurinn er líklega einarðastur í afstöðu gegn viðskiptabanninu á Rússland, sem skaðar íslenska hagsmuni. Vil ég nefna tvö skýr dæmi þess: Á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem háð var að Vogum á Vatnsleysuströnd 20-21. nóvember 2015; bar Frosti Sigurjónsson fram ályktun um afnám viðskiptabannsins og var hún samþykkt með þorra atkvæða. Einungis þáverandi utanríkisráðherra talaði gegn tillögunni og einungis tveir eða þrír einstaklingar sem gengnir eru úr flokknum sátu hjá. Á flokksþingi framsóknarmanna í Háskólabíó sem haldið var 1-2. október 2016. Var samþykkt tillaga utanríkismálanefndar þingsins um að einungis væri heimilt að taka þátt í viðskiptaþvingunum sem Sameinuðu þjóðirnar hlutuðust til um. Þessi skynsamlega tillaga var samþykkt samhljóma með öllum greiddum atkvæðum á þinginu. Vonandi fáum við framsókn í utanríkismálin með hækkandi sól. Höfundur var stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í þorskastríðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það var ljótur leikur þegar embættismenn í Brussel plötuðu ungan og óreyndan utanríkisráðherra Íslands til að taka þátt í viðskiptabanni á Rússland sem sögulega er eitt allra mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Sú sorglega saga verður ekki rakin hér en full ástæða væri til að gera henni skil síðar. Í nýafstöðnum kosningum voru þrjú framboð þar af tvö ný þ.e. Miðflokkur og Flokkur fólksins, með svipaða málefnaafstöðu og Framsóknarflokkurinn í mjög mörgum málum má þar af handahófi nefna einföldun bankakerfis, afstaða til ESB, afnám verðtryggingar, spítali á nýjum og betri stað, kjör eldri borgara og svo mætti lengi telja. Úrslit kosninganna voru tvímælalaust sigur fyrir þessi málefni. Varnarsigur Framsóknarflokksins er áhugaverður, heldur 8 þingmönnum og er nær örugglega á leið í ríkisstjórn annað hvort þá sem nú er verið að mynda eða aðra. Þessu ber að fagna m.a. vegna þess að Framsóknarflokkurinn er líklega einarðastur í afstöðu gegn viðskiptabanninu á Rússland, sem skaðar íslenska hagsmuni. Vil ég nefna tvö skýr dæmi þess: Á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem háð var að Vogum á Vatnsleysuströnd 20-21. nóvember 2015; bar Frosti Sigurjónsson fram ályktun um afnám viðskiptabannsins og var hún samþykkt með þorra atkvæða. Einungis þáverandi utanríkisráðherra talaði gegn tillögunni og einungis tveir eða þrír einstaklingar sem gengnir eru úr flokknum sátu hjá. Á flokksþingi framsóknarmanna í Háskólabíó sem haldið var 1-2. október 2016. Var samþykkt tillaga utanríkismálanefndar þingsins um að einungis væri heimilt að taka þátt í viðskiptaþvingunum sem Sameinuðu þjóðirnar hlutuðust til um. Þessi skynsamlega tillaga var samþykkt samhljóma með öllum greiddum atkvæðum á þinginu. Vonandi fáum við framsókn í utanríkismálin með hækkandi sól. Höfundur var stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í þorskastríðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar