Aldamótakynslóðin vill fá tækifærin í hendurnar Kristján Freyr Kristjánsson skrifar 22. nóvember 2017 10:00 Aldamótakynslóðin er heiti yfir þann hóp af fólki sem er fætt á árunum 1981-1999. Hópurinn er að mörgu leyti ólíkur fyrirrennurum sínum. Hann er talinn hafa mikla þörf fyrir tilgang í starfi, hefur yfirburði í tæknikunnáttu og á í erfiðleikum með að skuldbinda sig til langs tíma á hverjum vinnustað. Hópurinn tengir ekki alltaf við eldri samborgara sína. Á kaffistofum þar sem umræður snúast um innlendar fréttir gærdagsins eða sjónvarpsþætti vikunnar tengir aldamótakynslóðin ekki við - enda fylgist stór hópur hennar með hvorugu. Í stað þess að lesa dagblöð fylgist hann með fréttum sem einsleitur hópur vina deilir á samfélagsmiðlum. Þá hafa streymisþjónustur á borð við Netflix, gert hópnum kleift að fylgjast með því efni sem hann langar að fylgjast með á hverjum tíma, í stað þess að fylgja auglýstri sjónvarpsdagskrá. Það eru einkum tvær skilvirkar leiðir sem duga til að ná til hinnar nýju kynslóðar. Í fyrsta lagi með því að útbúa og greiða fyrir sérsniðnar auglýsingar, sem settar eru í rétt form, fyrir rétt snjalltæki og birtast á réttum tíma. Í annan stað með því að fá vini, kunningja og fyrirmyndir, sem viðkomandi treystir, til að deila áhugaverðu efni á þeim samfélagsmiðlum sem viðkomandi notar. Í því tækniumhverfi sem aldamótakynslóðin hefur alist upp við er hægt að fá stöðugt mat á frammistöðu og hugmyndum í rauntíma frá vinum og kunningjum. Ef skilaboðin eru nægilega áhugaverð, getur hver sem er tekið þátt í umræðunni, einungis mínútum eftir að hún hófst. Aldamótakynslóðin vill ekki sækja um störf og eiga í hættu á að vera hafnað. Hún vill heyra af tækifærum. Hún vill að vinir og kunningjar láti sig vita þegar störf losna. Hún vill eiga umræður um tækifærin og fá endurgjöf frá fólki sem hún treystir og vill vita hvort tækifærið sé þess virði að sækjast eftir því. Hún vill vita hvort framtíðarvinnustaðurinn standi ekki örugglega fyrir rétt gildi - sem viðkomandi samsvarar sig við - og að þar ríki sterk vinnustaðarmenning þar sem starfsfólk er ánægt og geti vaxið í starfi. Fyrirtæki víða um heim eru farin að bregðast við þessum nýja veruleika. Framtíðin er þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá 50skills sem sérhæfir sig í nýrri nálgun við ráðningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Aldamótakynslóðin er heiti yfir þann hóp af fólki sem er fætt á árunum 1981-1999. Hópurinn er að mörgu leyti ólíkur fyrirrennurum sínum. Hann er talinn hafa mikla þörf fyrir tilgang í starfi, hefur yfirburði í tæknikunnáttu og á í erfiðleikum með að skuldbinda sig til langs tíma á hverjum vinnustað. Hópurinn tengir ekki alltaf við eldri samborgara sína. Á kaffistofum þar sem umræður snúast um innlendar fréttir gærdagsins eða sjónvarpsþætti vikunnar tengir aldamótakynslóðin ekki við - enda fylgist stór hópur hennar með hvorugu. Í stað þess að lesa dagblöð fylgist hann með fréttum sem einsleitur hópur vina deilir á samfélagsmiðlum. Þá hafa streymisþjónustur á borð við Netflix, gert hópnum kleift að fylgjast með því efni sem hann langar að fylgjast með á hverjum tíma, í stað þess að fylgja auglýstri sjónvarpsdagskrá. Það eru einkum tvær skilvirkar leiðir sem duga til að ná til hinnar nýju kynslóðar. Í fyrsta lagi með því að útbúa og greiða fyrir sérsniðnar auglýsingar, sem settar eru í rétt form, fyrir rétt snjalltæki og birtast á réttum tíma. Í annan stað með því að fá vini, kunningja og fyrirmyndir, sem viðkomandi treystir, til að deila áhugaverðu efni á þeim samfélagsmiðlum sem viðkomandi notar. Í því tækniumhverfi sem aldamótakynslóðin hefur alist upp við er hægt að fá stöðugt mat á frammistöðu og hugmyndum í rauntíma frá vinum og kunningjum. Ef skilaboðin eru nægilega áhugaverð, getur hver sem er tekið þátt í umræðunni, einungis mínútum eftir að hún hófst. Aldamótakynslóðin vill ekki sækja um störf og eiga í hættu á að vera hafnað. Hún vill heyra af tækifærum. Hún vill að vinir og kunningjar láti sig vita þegar störf losna. Hún vill eiga umræður um tækifærin og fá endurgjöf frá fólki sem hún treystir og vill vita hvort tækifærið sé þess virði að sækjast eftir því. Hún vill vita hvort framtíðarvinnustaðurinn standi ekki örugglega fyrir rétt gildi - sem viðkomandi samsvarar sig við - og að þar ríki sterk vinnustaðarmenning þar sem starfsfólk er ánægt og geti vaxið í starfi. Fyrirtæki víða um heim eru farin að bregðast við þessum nýja veruleika. Framtíðin er þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá 50skills sem sérhæfir sig í nýrri nálgun við ráðningar