Viðskiptaforskot með smörtustu píunni Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 14. júní 2017 09:00 Danir hafa verið sérlega sniðugir og framsýnir þegar kemur að stuðningi við skapandi greinar. Þannig lýsti Mads Mikkelsen í viðtali við Fréttablaðið fyrir stuttu hve dönsk yfirvöld hafa stutt við danskar kvikmyndir með markvissum hætti, að sá stuðningur sé enn til staðar og haldist stöðugur. „Fyrir vikið eru danskar kvikmyndir gríðarlega sterkar á alþjóðlegum mörkuðum og þó það sé munur á milli ára þá eru þetta einfaldlega öflug viðskipti.“ En stuðningurinn á ekki bara við um kvikmyndir því danska ríkið hefur einnig lagt töluverða fjármuni í fyrirtæki sem taka hönnun inn í stefnu sína og viðskiptamódel. Þannig þróaði danska hönnunarmiðstöðin árið 2001 Hönnunarstigann, fjögur þrep af hönnunarnotkun, en hann mælir hvernig dönsk fyrirtæki nýta sér hönnun til fjárhagslegs árangurs. Fyrsta þrepið merkir að engin hönnun sé sýnileg í fyrirtækinu, enginn faglærður hönnuður með í vöruþróun eða annarri þróun innan fyrirtækisins. Öðru þrepi er náð þegar hönnun er tekin inn í lokaútgáfu vöru eða þjónustu, til dæmis þar sem grafískur hönnuður kemur að markaðsvinnunni. Þriðja þrepinu nær það fyrirtæki sem nýtir hönnun frá fyrstu stigum þróunarferlisins þar sem lausnin snýst um að leysa vandamál viðskiptavinarins sem hefur í för með sér aðkomu allra fagaðila. Fjórða þrepinu ná hins vegar þau fyrirtæki sem hafa mótað sér hönnunarstefnu þar sem hönnuðir vinna með eigendum og framkvæmdastjórn að viðskiptamódelinu frá upphafi eða eru þátttakendur í að endurhugsa það frá grunni. Hér er einblínt á aðferðafræði hönnunar og að hún sé hluti af sýn fyrirtækisins og markmiðasetningu – jafnt á við aðra hlekki í virðiskeðju fyrirtækisins. Niðurstaða rannsóknar um efnahagsleg áhrif hönnunar sýnir að þau fyrirtæki sem fjárfesta kerfisbundið í hönnun ná meiri fjárhagslegum árangri að meðaltali, vaxa hraðar, flytja meira út og hagnast meira en þau sem ekki nýta sér aðferðafræði hönnunar. Þess vegna settu Danir fjármagn í að aðstoða fyrirtæki sem nýttu sér hönnun, svo þau kæmust upp um þrep í hönnunarstiganum og skiluðu meiri hagnaði. Einföld og öflug viðskipti. Hönnun er nefnilega smartasta pían á ballinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Danir hafa verið sérlega sniðugir og framsýnir þegar kemur að stuðningi við skapandi greinar. Þannig lýsti Mads Mikkelsen í viðtali við Fréttablaðið fyrir stuttu hve dönsk yfirvöld hafa stutt við danskar kvikmyndir með markvissum hætti, að sá stuðningur sé enn til staðar og haldist stöðugur. „Fyrir vikið eru danskar kvikmyndir gríðarlega sterkar á alþjóðlegum mörkuðum og þó það sé munur á milli ára þá eru þetta einfaldlega öflug viðskipti.“ En stuðningurinn á ekki bara við um kvikmyndir því danska ríkið hefur einnig lagt töluverða fjármuni í fyrirtæki sem taka hönnun inn í stefnu sína og viðskiptamódel. Þannig þróaði danska hönnunarmiðstöðin árið 2001 Hönnunarstigann, fjögur þrep af hönnunarnotkun, en hann mælir hvernig dönsk fyrirtæki nýta sér hönnun til fjárhagslegs árangurs. Fyrsta þrepið merkir að engin hönnun sé sýnileg í fyrirtækinu, enginn faglærður hönnuður með í vöruþróun eða annarri þróun innan fyrirtækisins. Öðru þrepi er náð þegar hönnun er tekin inn í lokaútgáfu vöru eða þjónustu, til dæmis þar sem grafískur hönnuður kemur að markaðsvinnunni. Þriðja þrepinu nær það fyrirtæki sem nýtir hönnun frá fyrstu stigum þróunarferlisins þar sem lausnin snýst um að leysa vandamál viðskiptavinarins sem hefur í för með sér aðkomu allra fagaðila. Fjórða þrepinu ná hins vegar þau fyrirtæki sem hafa mótað sér hönnunarstefnu þar sem hönnuðir vinna með eigendum og framkvæmdastjórn að viðskiptamódelinu frá upphafi eða eru þátttakendur í að endurhugsa það frá grunni. Hér er einblínt á aðferðafræði hönnunar og að hún sé hluti af sýn fyrirtækisins og markmiðasetningu – jafnt á við aðra hlekki í virðiskeðju fyrirtækisins. Niðurstaða rannsóknar um efnahagsleg áhrif hönnunar sýnir að þau fyrirtæki sem fjárfesta kerfisbundið í hönnun ná meiri fjárhagslegum árangri að meðaltali, vaxa hraðar, flytja meira út og hagnast meira en þau sem ekki nýta sér aðferðafræði hönnunar. Þess vegna settu Danir fjármagn í að aðstoða fyrirtæki sem nýttu sér hönnun, svo þau kæmust upp um þrep í hönnunarstiganum og skiluðu meiri hagnaði. Einföld og öflug viðskipti. Hönnun er nefnilega smartasta pían á ballinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar