Vandi leikskólanna er atvinnulífið – ekki öfugt Sindri Þór Sigríðarson skrifar 20. október 2017 08:45 Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að skilningur á stjórnun og hugtakinu „mannauður“ sé hvort um sig af skornum skammti hér á landi. Í rannsókn sem ég vann að við Háskólann í Reykjavík, undir stjórn Dr. Páls Ríkharðssonar, var litið til notkunar innan íslenskra fyrirtækja á stjórnkerfum og stjórnarháttum (e. Management control). Kom í ljós að stjórnendur íslenskra fyrirtækja höfðu margir hverjir einungis grundvallar þekkingu á stjórnkerfum og stjórnunaraðferðum sem þekkst hafa í nágrannalöndum okkar um árabil. Fyrir þessu eru sögulegar skýringar. Smæð, fámenni og nánd eru sumar þeirra. Landlæg frændhygli, hagsmunapot og skipulagsleysi eru aðrar. Ein sú veigamesta, að mínu mati, er þó hve ný af nálinni öll fjölbreytni er á íslenskum vinnumarkaði. Það eru ekki nema fáeinir áratugir síðan atvinna á Íslandi var fyrst og fremst verkamannavinna. Störf þar sem lausnin við öllum vanda var ýmist að lengja vinnudaginn eða fjölga starfsfólki. Þetta viðhorf virðist svo brennimerkt í atvinnulífið að það lifir enn góðu lífi í nútíma þar sem það á ekki við. Niðurstaðan er mælanlega lægri framleiðni en í okkar samanburðarlöndum sem aftur rýrir samkeppnishæfni Íslands á ýmsum sviðum. Samkvæmt Íslandsskýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey árið 2012 er framleiðni hér á landi um tuttugu prósentustigum lægri en í nágrannalöndum okkar. Þegar Viðskiptaráð uppfærði útreikningana árið 2016 kom í ljós óbreytt niðurstaða. Starfskraftur á Íslandi framleiðir sem sagt tuttugu prósentustigum minna á hverri klukkustund að meðaltali en starfsbróðir hans í Noregi, Svíþjóð eða Danmörku. Hvernig bregst atvinnulífið svo við þessu ástandi? Jú, það kallar á lengri vinnudaga og fleira fólk. Ef eina verkfæri manns er hamar þá eru allar hindranirnar nagli. Hvað hefur þetta allt að gera með leikskólana? Jú, þessi aukna viðvera fullorðins fólks kallar á stóraukinn „geymslutíma“ barna. Leikskólarnir eru ekki lengur stofnun þroska og lærdóms heldur opinber barnapössun og þjónusta við atvinnulífið. Viðhorf sem Samtök Atvinnulífsins hafa ítrekað viðrað og viðhorf sem sýnir sig leynt og ljóst í launum og aðbúnaði leikskólakennara sem og þeirri staðreynd að leikskólakerfið er fyrir löngu komið að þolmörkum. Þessu verður að breyta! Ef ekki fyrir okkur sjálf þá fyrir börnin okkar. Björt framtíð vill beita sér fyrir marghliða alsherjarátaki með það fyrir augum að sem flestir geti unnið við það sem þeir gera best, með góðum afköstum á fjölskylduvænum vinnutíma. Svo í stað þess að breyta leikskólum landsins í einhverskonar dvalarheimili aldraðra hvar amma og afi geta dregið fram lífið með barnapössun; í stað þess að draga úr vægi frummenntunar barna; í stað þess að geyma börnin meira og lengur svo mamma og pabbi geti unnið meira og lengur og plástrað þannig höfuð íslensks atvinnulífs svo því megi áfram berja við steininn... ráðast þá að rót vandans. Gerum skólakerfið aðlaðandi vinnustað í augum komandi kynslóða og gerum atvinnulífið almennt mannúðlegra og fjölskylduvænna með styttri vinnuviku og sveigjanlegri vinnutíma. Drögum það inn í 21. öldina líkt og gert hefur verið í okkar nágrannalöndum og sláum þannig tvær flugur í einu höggi: Bætum umhverfi leikskóla og aukum framleiðni sem aftur bætir afkomu og samkeppnisstöðu Íslands. Fjölskyldu- og barnvænni framtíð er Björt framtíð.Höfundur er pabbi, viðskiptafræðingur og á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að skilningur á stjórnun og hugtakinu „mannauður“ sé hvort um sig af skornum skammti hér á landi. Í rannsókn sem ég vann að við Háskólann í Reykjavík, undir stjórn Dr. Páls Ríkharðssonar, var litið til notkunar innan íslenskra fyrirtækja á stjórnkerfum og stjórnarháttum (e. Management control). Kom í ljós að stjórnendur íslenskra fyrirtækja höfðu margir hverjir einungis grundvallar þekkingu á stjórnkerfum og stjórnunaraðferðum sem þekkst hafa í nágrannalöndum okkar um árabil. Fyrir þessu eru sögulegar skýringar. Smæð, fámenni og nánd eru sumar þeirra. Landlæg frændhygli, hagsmunapot og skipulagsleysi eru aðrar. Ein sú veigamesta, að mínu mati, er þó hve ný af nálinni öll fjölbreytni er á íslenskum vinnumarkaði. Það eru ekki nema fáeinir áratugir síðan atvinna á Íslandi var fyrst og fremst verkamannavinna. Störf þar sem lausnin við öllum vanda var ýmist að lengja vinnudaginn eða fjölga starfsfólki. Þetta viðhorf virðist svo brennimerkt í atvinnulífið að það lifir enn góðu lífi í nútíma þar sem það á ekki við. Niðurstaðan er mælanlega lægri framleiðni en í okkar samanburðarlöndum sem aftur rýrir samkeppnishæfni Íslands á ýmsum sviðum. Samkvæmt Íslandsskýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey árið 2012 er framleiðni hér á landi um tuttugu prósentustigum lægri en í nágrannalöndum okkar. Þegar Viðskiptaráð uppfærði útreikningana árið 2016 kom í ljós óbreytt niðurstaða. Starfskraftur á Íslandi framleiðir sem sagt tuttugu prósentustigum minna á hverri klukkustund að meðaltali en starfsbróðir hans í Noregi, Svíþjóð eða Danmörku. Hvernig bregst atvinnulífið svo við þessu ástandi? Jú, það kallar á lengri vinnudaga og fleira fólk. Ef eina verkfæri manns er hamar þá eru allar hindranirnar nagli. Hvað hefur þetta allt að gera með leikskólana? Jú, þessi aukna viðvera fullorðins fólks kallar á stóraukinn „geymslutíma“ barna. Leikskólarnir eru ekki lengur stofnun þroska og lærdóms heldur opinber barnapössun og þjónusta við atvinnulífið. Viðhorf sem Samtök Atvinnulífsins hafa ítrekað viðrað og viðhorf sem sýnir sig leynt og ljóst í launum og aðbúnaði leikskólakennara sem og þeirri staðreynd að leikskólakerfið er fyrir löngu komið að þolmörkum. Þessu verður að breyta! Ef ekki fyrir okkur sjálf þá fyrir börnin okkar. Björt framtíð vill beita sér fyrir marghliða alsherjarátaki með það fyrir augum að sem flestir geti unnið við það sem þeir gera best, með góðum afköstum á fjölskylduvænum vinnutíma. Svo í stað þess að breyta leikskólum landsins í einhverskonar dvalarheimili aldraðra hvar amma og afi geta dregið fram lífið með barnapössun; í stað þess að draga úr vægi frummenntunar barna; í stað þess að geyma börnin meira og lengur svo mamma og pabbi geti unnið meira og lengur og plástrað þannig höfuð íslensks atvinnulífs svo því megi áfram berja við steininn... ráðast þá að rót vandans. Gerum skólakerfið aðlaðandi vinnustað í augum komandi kynslóða og gerum atvinnulífið almennt mannúðlegra og fjölskylduvænna með styttri vinnuviku og sveigjanlegri vinnutíma. Drögum það inn í 21. öldina líkt og gert hefur verið í okkar nágrannalöndum og sláum þannig tvær flugur í einu höggi: Bætum umhverfi leikskóla og aukum framleiðni sem aftur bætir afkomu og samkeppnisstöðu Íslands. Fjölskyldu- og barnvænni framtíð er Björt framtíð.Höfundur er pabbi, viðskiptafræðingur og á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Norður
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun