Sérhagsmunaliðið Steingrímur J. Sigfússon skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Í kosningabaráttunni síðastliðið haust og oft endranær í stjórnmálumræðunni krýna margir sig iðulega með slagorðum sem eiga að undirstrika gæði eða yfirburði hlutaðeigandi sem fulltrúa almennings. Einna vinsælast er að segja að viðkomandi sé; „fulltrúi almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum“. Síðan hljómar auðvitað vel að vera „umbótasinnaður“, vilja „kerfisbreytingar“ vera „faglegur“, afburða „frjálslyndur“ og þar fram eftir götunum. Ef þú vilt vera alveg klár á hlutunum og hafa umbúðirnar eins söluvænar og nokkur kostur er þá er vænlegt að slá þessu öllu saman og segjast vera; „umbótasinnaður, frjálslyndur, faglegur, lýðræðislegur, kerfisbreytinga-miðjuflokkur eða miðjumaður“. En hvað stendur stjórnmálamaður eða flokkur raunverulega fyrir og hvenær og hvernig birtist það? Jú, það birtist í verkunum. Verkin sýna merkin eins og sagt er. Það birtist í afstöðu til mála, t.d. þegar þingmenn greiða atkvæði og þegar þingmenn flytja mál. Tökum sem dæmi þingmannahópinn sem enn á ný flytur þingmálið um brennivín í búðir og þá sem hyggjast styðja það. Gæti vera þingmanna í þeim hópi, eða eftir atvikum afstaða flokka, að því marki sem þeir skipa sér í fylkingar með eða á móti, verið betri mælikvarði en fallegar nafngiftir sem menn velja sér sjálfum. Lítum aðeins nánar á það.1. Byggir frumvarpið um brennivín í búðir á faglegi nálgun? Nei, varla verður það sagt þegar allir helstu fagaðilar sem gerst til þekkja, uppeldis-, fræðslu-, forvarna- og heilbrigðisfagfólk með landlækni í broddi fylkingar leggjast alfarið gegn málinu.2. Byggir málið á sterkum lýðræðislegum grunni? Er ástæða til að ætla að meirihluti kjósenda, uppspretta valdsins, vilji þessa breytingu? Svarið er nei. Allar nýlegustu mælingar hafa sýnt að meirihluti landsmanna er á móti málinu. Fólk vill þetta almennt ekki.3. Er þetta augljóst, jákvætt kerfisbreytinga-umbótamál og í hverju felast þá umbæturnar? Engar umbætur eru sjáanlegar. Er ekki staðreyndin sú að fyrirkomulagið í dag er skilvirkt og tryggir jafnræði í þeim skilningi að varan stendur landsmönnum til boða á sama verði hvar sem er á landinu? Almenningur er ánægður með þjónustuna samanber ítrekaðar mælingar samkvæmt svonefndri ánægjuvog.4. Er eitthvað sérstaklega frjálslynt við það að hundsa lýðheilsurök? Svari því hver fyrir sig.5. Er þetta mál í þágu almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum? Nei, svo vill til að það er akkúrat öfugt. Almenningur biður ekki um þessar breytingar og þvert á móti er almenn hneykslun í samfélaginu á því að þetta skuli vera í þvílíkum forgangi sem raun ber vitni hjá þeim sem að málinu standa. Það eru eigendur stórverslunarinnar í landinu sem vilja þessar breytingar. Það eru þeirra hagsmunir sem drífa þetta mál áfram og það er þeirra sérhagsmunum sem hér er verið að þjóna. Aðstandendur málsins eru því sérhagsmunalið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni síðastliðið haust og oft endranær í stjórnmálumræðunni krýna margir sig iðulega með slagorðum sem eiga að undirstrika gæði eða yfirburði hlutaðeigandi sem fulltrúa almennings. Einna vinsælast er að segja að viðkomandi sé; „fulltrúi almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum“. Síðan hljómar auðvitað vel að vera „umbótasinnaður“, vilja „kerfisbreytingar“ vera „faglegur“, afburða „frjálslyndur“ og þar fram eftir götunum. Ef þú vilt vera alveg klár á hlutunum og hafa umbúðirnar eins söluvænar og nokkur kostur er þá er vænlegt að slá þessu öllu saman og segjast vera; „umbótasinnaður, frjálslyndur, faglegur, lýðræðislegur, kerfisbreytinga-miðjuflokkur eða miðjumaður“. En hvað stendur stjórnmálamaður eða flokkur raunverulega fyrir og hvenær og hvernig birtist það? Jú, það birtist í verkunum. Verkin sýna merkin eins og sagt er. Það birtist í afstöðu til mála, t.d. þegar þingmenn greiða atkvæði og þegar þingmenn flytja mál. Tökum sem dæmi þingmannahópinn sem enn á ný flytur þingmálið um brennivín í búðir og þá sem hyggjast styðja það. Gæti vera þingmanna í þeim hópi, eða eftir atvikum afstaða flokka, að því marki sem þeir skipa sér í fylkingar með eða á móti, verið betri mælikvarði en fallegar nafngiftir sem menn velja sér sjálfum. Lítum aðeins nánar á það.1. Byggir frumvarpið um brennivín í búðir á faglegi nálgun? Nei, varla verður það sagt þegar allir helstu fagaðilar sem gerst til þekkja, uppeldis-, fræðslu-, forvarna- og heilbrigðisfagfólk með landlækni í broddi fylkingar leggjast alfarið gegn málinu.2. Byggir málið á sterkum lýðræðislegum grunni? Er ástæða til að ætla að meirihluti kjósenda, uppspretta valdsins, vilji þessa breytingu? Svarið er nei. Allar nýlegustu mælingar hafa sýnt að meirihluti landsmanna er á móti málinu. Fólk vill þetta almennt ekki.3. Er þetta augljóst, jákvætt kerfisbreytinga-umbótamál og í hverju felast þá umbæturnar? Engar umbætur eru sjáanlegar. Er ekki staðreyndin sú að fyrirkomulagið í dag er skilvirkt og tryggir jafnræði í þeim skilningi að varan stendur landsmönnum til boða á sama verði hvar sem er á landinu? Almenningur er ánægður með þjónustuna samanber ítrekaðar mælingar samkvæmt svonefndri ánægjuvog.4. Er eitthvað sérstaklega frjálslynt við það að hundsa lýðheilsurök? Svari því hver fyrir sig.5. Er þetta mál í þágu almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum? Nei, svo vill til að það er akkúrat öfugt. Almenningur biður ekki um þessar breytingar og þvert á móti er almenn hneykslun í samfélaginu á því að þetta skuli vera í þvílíkum forgangi sem raun ber vitni hjá þeim sem að málinu standa. Það eru eigendur stórverslunarinnar í landinu sem vilja þessar breytingar. Það eru þeirra hagsmunir sem drífa þetta mál áfram og það er þeirra sérhagsmunum sem hér er verið að þjóna. Aðstandendur málsins eru því sérhagsmunalið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun