Skrefin í vínbúðina Sæunn Kjartansdóttir skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að viðra skoðun sína á hversu skynsamlegt það sé að selja áfengi í matvörubúðum. Engu að síður leyfi ég mér að gera það fyrir hönd barna sem búa við áfengisvanda og eru of ung til að geta látið í sér heyra. Það er vægast sagt hæpið að halda því fram að aðgengi að áfengi sé erfitt á Íslandi. Hér eru yfir 50 verslanir með fjölbreytt vöruúrval, rúman opnunartíma og þjónustu sem viðskiptavinir gefa árlega hæstu einkunn. Samt liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fyrirséð er að muni auka áfengisdrykkju umtalsvert með auknum útgjöldum fyrir samfélagið að ekki sé minnst á vanlíðan og heilsutjón stórra hópa fólks. En málið snýst auðvitað ekki um skynsemi. Það snýst um löngun manna í meiri þægindi og það viðhorf að það heyri til lífsgæða, ef ekki beinlínis mannréttinda, að geta keypt áfengi og matvöru á einum og sama staðnum. Margir nota áfengi eins og krydd í lífið sem þeir geta ýmist notið eða sleppt. Aðrir heyja daglega baráttu gegn því. Þetta þekkja börnin þeirra. Þau eru viðkvæmur hópur sem myndi líða verulega fyrir aukin þægindi þeirra sem finnst of mikið mál að taka á sig krók í vínbúðina. Verði áfengisfrumvarpið samþykkt mun streita þessara barna stigmagnast, ekki aðeins vegna aukinnar áfengisneyslu foreldranna, heldur mun sá hversdagslegi atburður að fjölskyldan kaupi í matinn verða kvíðavekjandi. Hvernig skapi eru pabbi og mamma í þegar þau fara í búðina? Virka þau í góðu jafnvægi? Eða eru þau líkleg til að grípa með sér bjórkippu eða vínflösku? Þegar kemur að þörfum þeirra sem minna mega sín, hvort sem þeir heita sjúklingar, fangar, aldraðir eða börn erum við sem samfélag alltaf staurblönk. En höfnun áfengisfrumvarpsins kostar ekki krónu. Afstaða til þess snýst um gildismat. Finnst okkur einhvers virði að taka tillit til þeirra sem þjást vegna áfengisneyslu, sem meðal annarra eru börn, eða er mikilvægara að dekra við þá sem finnst áfengisdrykkja of fyrirhafnarsöm? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að viðra skoðun sína á hversu skynsamlegt það sé að selja áfengi í matvörubúðum. Engu að síður leyfi ég mér að gera það fyrir hönd barna sem búa við áfengisvanda og eru of ung til að geta látið í sér heyra. Það er vægast sagt hæpið að halda því fram að aðgengi að áfengi sé erfitt á Íslandi. Hér eru yfir 50 verslanir með fjölbreytt vöruúrval, rúman opnunartíma og þjónustu sem viðskiptavinir gefa árlega hæstu einkunn. Samt liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fyrirséð er að muni auka áfengisdrykkju umtalsvert með auknum útgjöldum fyrir samfélagið að ekki sé minnst á vanlíðan og heilsutjón stórra hópa fólks. En málið snýst auðvitað ekki um skynsemi. Það snýst um löngun manna í meiri þægindi og það viðhorf að það heyri til lífsgæða, ef ekki beinlínis mannréttinda, að geta keypt áfengi og matvöru á einum og sama staðnum. Margir nota áfengi eins og krydd í lífið sem þeir geta ýmist notið eða sleppt. Aðrir heyja daglega baráttu gegn því. Þetta þekkja börnin þeirra. Þau eru viðkvæmur hópur sem myndi líða verulega fyrir aukin þægindi þeirra sem finnst of mikið mál að taka á sig krók í vínbúðina. Verði áfengisfrumvarpið samþykkt mun streita þessara barna stigmagnast, ekki aðeins vegna aukinnar áfengisneyslu foreldranna, heldur mun sá hversdagslegi atburður að fjölskyldan kaupi í matinn verða kvíðavekjandi. Hvernig skapi eru pabbi og mamma í þegar þau fara í búðina? Virka þau í góðu jafnvægi? Eða eru þau líkleg til að grípa með sér bjórkippu eða vínflösku? Þegar kemur að þörfum þeirra sem minna mega sín, hvort sem þeir heita sjúklingar, fangar, aldraðir eða börn erum við sem samfélag alltaf staurblönk. En höfnun áfengisfrumvarpsins kostar ekki krónu. Afstaða til þess snýst um gildismat. Finnst okkur einhvers virði að taka tillit til þeirra sem þjást vegna áfengisneyslu, sem meðal annarra eru börn, eða er mikilvægara að dekra við þá sem finnst áfengisdrykkja of fyrirhafnarsöm? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar