Vill draumaúrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra sem spila í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Talið frá vinstri: Solveig Lára Kjærnested frá Stjörnunni, María Karlsdóttir frá Haukum, Margrét Katrín Jónsdóttir frá Selfossi og Steinunn Björnsdóttir frá Fram. vísir/anton Handboltahátíðin í Höllinni um helgina hefst í kvöld þegar fara fram undanúrslitaleikirnir í Coca Cola bikar kvenna. Fyrst taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Selfossi klukkan 17.15 en klukkan 19.30 mætast síðan Haukar og Fram. Hrafnhildur Skúladóttir varð bikarmeistari þrjú ár í röð frá 2012 til 2014 og lék alls fimm bikarúrslitaleiki í röð frá 2010 til 2014. Hrafnhildur þjálfar nú ÍBV-liðið og þekkir vel til liðanna fjögurra sem mætast í kvöld.Eiga að njóta og hafa gaman „Stelpurnar eiga bara að njóta þess að fá að spila svona leiki, hafa gaman og berjast eins og enginn sé morgundagurinn. Það er hrikalega skemmtilegt að spila svona leiki og þetta er mjög skemmtileg helgi,“ segir Hrafnhildur. „Þetta verða hörkuleikir báðir leikirnir og brjáluð barátta. Ég held að það verði lítið skorað í þessum leikjum því það er yfirleitt þannig í Höllinni. Varnarleikurinn verður alltaf mikið betri en oft áður. Spennustigið er líka hátt og þetta verða þannig leikir,“ segir Hrafnhildur. Stjörnukonur unnu bikarinn í fyrra eftir 20-16 sigur á Gróttu í úrslitaleiknum.Hafa unnið sjö leiki í röð Stjarnan mætir liði Selfoss í undanúrslitunum í ár en Selfossliðið er fimm sætum og 19 stigum neðar í töflunni. Stjörnukonur eru líka búnar að vinna sjö deildarleiki í röð og hafa ekki tapað síðan í nóvember. „Stjarnan er ótrúlega vel sett í þessum leik bara út af reynslu. Þær eru búnar að vera lengi með sama lið og bara búnar að styrkja sig miðað við síðustu ár. Þarna er bara lið sem er búið að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn fjögur síðustu ár,“ segir Hrafnhildur en hún talar samt vel um Selfossliðið. „Ég var að spila við Selfoss um daginn og mér fannst þær spila frábærlega fyrir utan að þær hrynja síðustu tólf mínúturnar. Annars eru þær komnar með rosalega flott lið og eru líka búnar að sýna mjög stöðuga og góða markvörslu undanfarið sem skiptir rosalega miklu máli. Þær eru svo sem til alls líklegar og geta alveg unnið. Ég held bara að reynslan sé að fara að vega of mikið þarna,“ segir Hrafnhildur.Allt annað Haukalið Fyrirfram á seinni leikurinn að vera meira spennandi ekki síst þar sem Haukaliðið í dag er allt annað lið en tapaði sex af sjö leikjum sínum frá október fram í janúar. Liðið er búið að endurheimta Ramune Pekarskyte sem hefur verið í frábæru formi í síðustu leikjum. Haukakonur unnu þriggja marka sigur á Fram á dögunum og misstu síðan frá sér góða stöðu á móti Stjörnunni um síðustu helgi. Þær hafa því sýnt að þær gefa efstu liðum Olís-deildarinnar ekkert eftir. Haukakonur hafa tapað í undanúrslitum þrjú undanfarin ár en Framkonur eru aftur á móti loksins komnar í Höllina eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég spái því að Fram og Stjarnan fari í úrslitaleikinn því þetta eru bestu liðin, bæði með reynslumikla leikmenn og eru bæði búin að vera langstöðugustu liðin í vetur,“ segir Hrafnhildur sem er viss um að tapið á móti Haukum hjálpi Framliðinu í þessum leik sem og að hafa tapað úti í Eyjum í leiknum á undan.Höfðu gott að því að tapa „Þær höfðu bara gott að því að tapa þessum leikjum. Maður þarf stundum að fá spark í rassinn til að halda áfram. „Þær voru að vinna Gróttu með tíu mörkum og hafa greinilega átt mjög góðan leik þar. Þær verða alltaf tilbúnar í þetta og svo töpuðu þær fyrir Haukum um daginn og ég held að þær séu ekki að gera það aftur,“ segir Hrafnhildur. Stjarnan og Fram eru bæði með 27 stig og 13 sigra í Olís-deildinni í vetur og það munar aðeins einu marki í nettó markatölu. Það er því ekkert skrýtið að Hrafnhildur sé spennt fyrir mögulegum úrslitaleik milli þessara liða.Hnífjafnir leikir „Mér finnst Fram og Stjarnan vera klárlega með bestu liðin í dag. Það væri draumaúrslitaleikur því leikirnir á milli þeirra eru búnir að vera hnífjafnir og verða það áfram. Það væri geðveikur úrslitaleikur,“ segir Hrafnhildur. Olís-deild kvenna Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Handboltahátíðin í Höllinni um helgina hefst í kvöld þegar fara fram undanúrslitaleikirnir í Coca Cola bikar kvenna. Fyrst taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Selfossi klukkan 17.15 en klukkan 19.30 mætast síðan Haukar og Fram. Hrafnhildur Skúladóttir varð bikarmeistari þrjú ár í röð frá 2012 til 2014 og lék alls fimm bikarúrslitaleiki í röð frá 2010 til 2014. Hrafnhildur þjálfar nú ÍBV-liðið og þekkir vel til liðanna fjögurra sem mætast í kvöld.Eiga að njóta og hafa gaman „Stelpurnar eiga bara að njóta þess að fá að spila svona leiki, hafa gaman og berjast eins og enginn sé morgundagurinn. Það er hrikalega skemmtilegt að spila svona leiki og þetta er mjög skemmtileg helgi,“ segir Hrafnhildur. „Þetta verða hörkuleikir báðir leikirnir og brjáluð barátta. Ég held að það verði lítið skorað í þessum leikjum því það er yfirleitt þannig í Höllinni. Varnarleikurinn verður alltaf mikið betri en oft áður. Spennustigið er líka hátt og þetta verða þannig leikir,“ segir Hrafnhildur. Stjörnukonur unnu bikarinn í fyrra eftir 20-16 sigur á Gróttu í úrslitaleiknum.Hafa unnið sjö leiki í röð Stjarnan mætir liði Selfoss í undanúrslitunum í ár en Selfossliðið er fimm sætum og 19 stigum neðar í töflunni. Stjörnukonur eru líka búnar að vinna sjö deildarleiki í röð og hafa ekki tapað síðan í nóvember. „Stjarnan er ótrúlega vel sett í þessum leik bara út af reynslu. Þær eru búnar að vera lengi með sama lið og bara búnar að styrkja sig miðað við síðustu ár. Þarna er bara lið sem er búið að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn fjögur síðustu ár,“ segir Hrafnhildur en hún talar samt vel um Selfossliðið. „Ég var að spila við Selfoss um daginn og mér fannst þær spila frábærlega fyrir utan að þær hrynja síðustu tólf mínúturnar. Annars eru þær komnar með rosalega flott lið og eru líka búnar að sýna mjög stöðuga og góða markvörslu undanfarið sem skiptir rosalega miklu máli. Þær eru svo sem til alls líklegar og geta alveg unnið. Ég held bara að reynslan sé að fara að vega of mikið þarna,“ segir Hrafnhildur.Allt annað Haukalið Fyrirfram á seinni leikurinn að vera meira spennandi ekki síst þar sem Haukaliðið í dag er allt annað lið en tapaði sex af sjö leikjum sínum frá október fram í janúar. Liðið er búið að endurheimta Ramune Pekarskyte sem hefur verið í frábæru formi í síðustu leikjum. Haukakonur unnu þriggja marka sigur á Fram á dögunum og misstu síðan frá sér góða stöðu á móti Stjörnunni um síðustu helgi. Þær hafa því sýnt að þær gefa efstu liðum Olís-deildarinnar ekkert eftir. Haukakonur hafa tapað í undanúrslitum þrjú undanfarin ár en Framkonur eru aftur á móti loksins komnar í Höllina eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég spái því að Fram og Stjarnan fari í úrslitaleikinn því þetta eru bestu liðin, bæði með reynslumikla leikmenn og eru bæði búin að vera langstöðugustu liðin í vetur,“ segir Hrafnhildur sem er viss um að tapið á móti Haukum hjálpi Framliðinu í þessum leik sem og að hafa tapað úti í Eyjum í leiknum á undan.Höfðu gott að því að tapa „Þær höfðu bara gott að því að tapa þessum leikjum. Maður þarf stundum að fá spark í rassinn til að halda áfram. „Þær voru að vinna Gróttu með tíu mörkum og hafa greinilega átt mjög góðan leik þar. Þær verða alltaf tilbúnar í þetta og svo töpuðu þær fyrir Haukum um daginn og ég held að þær séu ekki að gera það aftur,“ segir Hrafnhildur. Stjarnan og Fram eru bæði með 27 stig og 13 sigra í Olís-deildinni í vetur og það munar aðeins einu marki í nettó markatölu. Það er því ekkert skrýtið að Hrafnhildur sé spennt fyrir mögulegum úrslitaleik milli þessara liða.Hnífjafnir leikir „Mér finnst Fram og Stjarnan vera klárlega með bestu liðin í dag. Það væri draumaúrslitaleikur því leikirnir á milli þeirra eru búnir að vera hnífjafnir og verða það áfram. Það væri geðveikur úrslitaleikur,“ segir Hrafnhildur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira