Frakkar segjast þurfa að skipta um gír frá því í Íslandsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2017 12:00 Frakkinn Cedric Sorhaindo fær hér alvöru móttökur hjá íslensku varnarmönnunum Bjarki Má Gunnarssyni, Gunnari Steini Jónssyni og Arnari Frey Arnarssyni. Vísir/Getty Frakkland sendi Ísland heim af HM í handbolta á laugardaginn og í kvöld geta þeir sent annan Íslending heim þegar þeir mæta Svíum í átta liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fer fram fyrir framan 28 þúsund manns á Pierre Mauroy leikvanginum í Lille eða sama stað og Frakkar og Svíar unnu sína leiki í sextán liða úrslitunum. Kristján Andrésson þjálfar sænska landsliðið og er sá eini af fjórum íslenskum þjálfurum á heimsmeistaramótinu sem er enn með í keppninni. Geir Sveinsson (Ísland), Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) töpuðu allir með liðum sínum í sextán liða úrslitunum. „Þetta verður risastór leikur fyrir framan alla þessa áhorfendur, alvöru viðburður. Ef við spilum okkar leik, með okkar sterku vörn og okkar öflugu hraðaupphlaup þá eigum við kannski möguleika á því að komast í undanúrslitin,“ sagði markvörðurinn Andreas Palicka í viðtali við heimsmeistaramótssíðu Frakka en hann hefur varið mark Svía af sinni alkunnu snilld í keppninni. Frakkar taka Svía alvarlega enda að fara að mæta liði sem vann 19 marka sigur á Hvít-Rússum í sextán liða úrslitunum. „Svíar eru mjög sterkir og þeir áttu skilið að vinna Dani í riðlakeppninni og hefðu unnið ef Landin hefði ekki átt þennan klikkaði leik sinn. Við þurfum að skipta um gír frá því í Íslandsleiknum i sextán liða úrslitunum,“ sagði franski landsliðsmaðurinn Valentin Porte í samtalið við heimasíðu keppninnar. Leikur Frakka og Svía hefst klukkan 18.00 í kvöld. Öll átta liða úrslitin eru á dagskrá í dag. Noregur og Ungverjaland mætast klukkan 16.00 og klukkan 19.45 fara síðan fram tveir síðustu leikirnir sem eru Slóvenía-Katar og Spánn-Króatía. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Frakkland sendi Ísland heim af HM í handbolta á laugardaginn og í kvöld geta þeir sent annan Íslending heim þegar þeir mæta Svíum í átta liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fer fram fyrir framan 28 þúsund manns á Pierre Mauroy leikvanginum í Lille eða sama stað og Frakkar og Svíar unnu sína leiki í sextán liða úrslitunum. Kristján Andrésson þjálfar sænska landsliðið og er sá eini af fjórum íslenskum þjálfurum á heimsmeistaramótinu sem er enn með í keppninni. Geir Sveinsson (Ísland), Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) töpuðu allir með liðum sínum í sextán liða úrslitunum. „Þetta verður risastór leikur fyrir framan alla þessa áhorfendur, alvöru viðburður. Ef við spilum okkar leik, með okkar sterku vörn og okkar öflugu hraðaupphlaup þá eigum við kannski möguleika á því að komast í undanúrslitin,“ sagði markvörðurinn Andreas Palicka í viðtali við heimsmeistaramótssíðu Frakka en hann hefur varið mark Svía af sinni alkunnu snilld í keppninni. Frakkar taka Svía alvarlega enda að fara að mæta liði sem vann 19 marka sigur á Hvít-Rússum í sextán liða úrslitunum. „Svíar eru mjög sterkir og þeir áttu skilið að vinna Dani í riðlakeppninni og hefðu unnið ef Landin hefði ekki átt þennan klikkaði leik sinn. Við þurfum að skipta um gír frá því í Íslandsleiknum i sextán liða úrslitunum,“ sagði franski landsliðsmaðurinn Valentin Porte í samtalið við heimasíðu keppninnar. Leikur Frakka og Svía hefst klukkan 18.00 í kvöld. Öll átta liða úrslitin eru á dagskrá í dag. Noregur og Ungverjaland mætast klukkan 16.00 og klukkan 19.45 fara síðan fram tveir síðustu leikirnir sem eru Slóvenía-Katar og Spánn-Króatía.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira