Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2017 06:00 graf/fréttablaðið Kristján Arason, einn af þremur leikmönnum sem hafa skorað þúsund mörk fyrir Ísland, hefur sterka skoðun á því hver næstu skref eiga vera hjá Geir Sveinssyni landsliðsþjálfara eftir að Ísland endaði í 14. sæti á HM í Frakklandi. Kristján vill frekari endurnýjun á íslenska liðinu. „Þó að það sé verið að byggja upp nýtt lið þá má metnaðurinn ekki minnka. Það er ekki stíll okkar Íslendinga að sætta okkur við fjórtánda sæti. Þetta eru blendnar tilfinningar en margt jákvætt átti sér samt stað,“ segir Kristján í samtali við íþróttadeild 365. Hann hrósar sérstaklega þremur bestu leikmönnum Íslands í einkunnagjöf 365. „Rúnar Kárason er búinn að vinna sér inn fyrsta sætið en við erum búin að leita lengi að leikmanni í þessa stöðu eftir að Ólafur Stefánsson hætti. Þó að þeir séu mjög ólíkir leikmenn þá var Rúnar klárlega okkar besti leikmaður í þessari keppni,“ segir Kristján en Rúnar var með næsthæstu einkunnina. „Bjarki Elísson kemur inn og slær í gegn. Ég er á því að hann gæti orðið fyrsti maður í vinstra horninu sem er búið að vera einangrað í tuttugu ár af einum besta hornamanni heims,“ segir Kristján um Bjarka Má Elísson og hrósar einnig nafna hans í vörninni. „Bjarki Már Gunnarsson kom mjög á óvart og leið mjög vel þarna aftar í vörninni. 6:0 vörnin var okkar sterkasta vopn í mótinu,“ segir Kristján.Þurfa að taka stórar ákvarðanir „Núna eru stórar ákvarðanir sem þjálfararnir verða að taka. Við erum með Guðjón Val, Arnór Atla, Ásgeir Örn og Kára. Ég er á því að fá bara unga leikmenn inn fyrir alla þessa fjóra leikmenn. Ég held að það sé kominn tími á að liðið hans Arons Pálmarssonar taki við. Við vorum með liðið hans Ólafs Stef og svo með liðið hans Guðjóns Vals. Mér finnst kominn tími á að gefa þessum yngri mönnum allt sviðið,“ segir hann. Kristján segir að það sé nóg af ungum mönnum til að taka við en verði þessi ákvörðun tekin þá þurfi jafnframt að huga vel að liðinu á næstu misserum. „Það er ekki nóg að gera þetta. Það þarf að færa margar fórnir. HSÍ og landsliðsþjálfararnir þurfa, ef þeir taka þessa ákvörðun, að sjá til að liðið komi saman í hvert skipti sem einhver möguleiki er á því. Liðið þyrfti þá að æfa saman meira en hinar þjóðirnar. HSÍ þarf að vera tilbúið að eyða peningum í þetta og þjálfararnir þurfa að vera frekir að fá leikmenn saman þrátt fyrir að tímabilið sé búið. Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ segir Kristján Arason. Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan.graf/fréttablaðið HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HM gefur okkur von um bjartari tíma Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið. 23. janúar 2017 06:00 Ómar með fullkomna vítanýtingu á HM Ómar Ingi Magnússon þreytti frumraun sína á stórmóti á HM í Frakklandi sem nú stendur yfir. 23. janúar 2017 15:30 Sverre vill að dansk-íslensku markverðirnir fái að sýna sig með landsliðinu Tveir Danir með íslenskt ríkisfang spila í Olís-deild karla í handbolta. 23. janúar 2017 18:15 HBStatz: Rúnar bestur í sókn og Bjarki Már bestur í vörn Rúnar Kárason var besti sóknarmaður Íslands á HM í Frakklandi og Bjarki Már Gunnarsson besti varnarmaðurinn samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. 23. janúar 2017 14:30 Þetta eru ofboðslega flottir drengir Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri. 23. janúar 2017 06:30 Eina liðið sem Ísland vann á HM í Frakklandi er lélegasta liðið á HM Landslið Angóla endaði í 24. og neðsta sæti á HM í handbolta í Frakklandi eftir sex marka tap á móti Barein, 26-32, í leiknum um 23. sæti sætið sem var upp á það að forðast júmbósæti keppninnar. 23. janúar 2017 13:33 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
graf/fréttablaðið Kristján Arason, einn af þremur leikmönnum sem hafa skorað þúsund mörk fyrir Ísland, hefur sterka skoðun á því hver næstu skref eiga vera hjá Geir Sveinssyni landsliðsþjálfara eftir að Ísland endaði í 14. sæti á HM í Frakklandi. Kristján vill frekari endurnýjun á íslenska liðinu. „Þó að það sé verið að byggja upp nýtt lið þá má metnaðurinn ekki minnka. Það er ekki stíll okkar Íslendinga að sætta okkur við fjórtánda sæti. Þetta eru blendnar tilfinningar en margt jákvætt átti sér samt stað,“ segir Kristján í samtali við íþróttadeild 365. Hann hrósar sérstaklega þremur bestu leikmönnum Íslands í einkunnagjöf 365. „Rúnar Kárason er búinn að vinna sér inn fyrsta sætið en við erum búin að leita lengi að leikmanni í þessa stöðu eftir að Ólafur Stefánsson hætti. Þó að þeir séu mjög ólíkir leikmenn þá var Rúnar klárlega okkar besti leikmaður í þessari keppni,“ segir Kristján en Rúnar var með næsthæstu einkunnina. „Bjarki Elísson kemur inn og slær í gegn. Ég er á því að hann gæti orðið fyrsti maður í vinstra horninu sem er búið að vera einangrað í tuttugu ár af einum besta hornamanni heims,“ segir Kristján um Bjarka Má Elísson og hrósar einnig nafna hans í vörninni. „Bjarki Már Gunnarsson kom mjög á óvart og leið mjög vel þarna aftar í vörninni. 6:0 vörnin var okkar sterkasta vopn í mótinu,“ segir Kristján.Þurfa að taka stórar ákvarðanir „Núna eru stórar ákvarðanir sem þjálfararnir verða að taka. Við erum með Guðjón Val, Arnór Atla, Ásgeir Örn og Kára. Ég er á því að fá bara unga leikmenn inn fyrir alla þessa fjóra leikmenn. Ég held að það sé kominn tími á að liðið hans Arons Pálmarssonar taki við. Við vorum með liðið hans Ólafs Stef og svo með liðið hans Guðjóns Vals. Mér finnst kominn tími á að gefa þessum yngri mönnum allt sviðið,“ segir hann. Kristján segir að það sé nóg af ungum mönnum til að taka við en verði þessi ákvörðun tekin þá þurfi jafnframt að huga vel að liðinu á næstu misserum. „Það er ekki nóg að gera þetta. Það þarf að færa margar fórnir. HSÍ og landsliðsþjálfararnir þurfa, ef þeir taka þessa ákvörðun, að sjá til að liðið komi saman í hvert skipti sem einhver möguleiki er á því. Liðið þyrfti þá að æfa saman meira en hinar þjóðirnar. HSÍ þarf að vera tilbúið að eyða peningum í þetta og þjálfararnir þurfa að vera frekir að fá leikmenn saman þrátt fyrir að tímabilið sé búið. Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ segir Kristján Arason. Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan.graf/fréttablaðið
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HM gefur okkur von um bjartari tíma Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið. 23. janúar 2017 06:00 Ómar með fullkomna vítanýtingu á HM Ómar Ingi Magnússon þreytti frumraun sína á stórmóti á HM í Frakklandi sem nú stendur yfir. 23. janúar 2017 15:30 Sverre vill að dansk-íslensku markverðirnir fái að sýna sig með landsliðinu Tveir Danir með íslenskt ríkisfang spila í Olís-deild karla í handbolta. 23. janúar 2017 18:15 HBStatz: Rúnar bestur í sókn og Bjarki Már bestur í vörn Rúnar Kárason var besti sóknarmaður Íslands á HM í Frakklandi og Bjarki Már Gunnarsson besti varnarmaðurinn samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. 23. janúar 2017 14:30 Þetta eru ofboðslega flottir drengir Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri. 23. janúar 2017 06:30 Eina liðið sem Ísland vann á HM í Frakklandi er lélegasta liðið á HM Landslið Angóla endaði í 24. og neðsta sæti á HM í handbolta í Frakklandi eftir sex marka tap á móti Barein, 26-32, í leiknum um 23. sæti sætið sem var upp á það að forðast júmbósæti keppninnar. 23. janúar 2017 13:33 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
HM gefur okkur von um bjartari tíma Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið. 23. janúar 2017 06:00
Ómar með fullkomna vítanýtingu á HM Ómar Ingi Magnússon þreytti frumraun sína á stórmóti á HM í Frakklandi sem nú stendur yfir. 23. janúar 2017 15:30
Sverre vill að dansk-íslensku markverðirnir fái að sýna sig með landsliðinu Tveir Danir með íslenskt ríkisfang spila í Olís-deild karla í handbolta. 23. janúar 2017 18:15
HBStatz: Rúnar bestur í sókn og Bjarki Már bestur í vörn Rúnar Kárason var besti sóknarmaður Íslands á HM í Frakklandi og Bjarki Már Gunnarsson besti varnarmaðurinn samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. 23. janúar 2017 14:30
Þetta eru ofboðslega flottir drengir Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri. 23. janúar 2017 06:30
Eina liðið sem Ísland vann á HM í Frakklandi er lélegasta liðið á HM Landslið Angóla endaði í 24. og neðsta sæti á HM í handbolta í Frakklandi eftir sex marka tap á móti Barein, 26-32, í leiknum um 23. sæti sætið sem var upp á það að forðast júmbósæti keppninnar. 23. janúar 2017 13:33