Ólafía Þórunn kom í hús á tveimur höggum undir pari Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. febrúar 2017 01:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur byrjað tímabilið í LPGA af krafti. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék stöðugt og gott golf og kom í hús á 71 höggi, tveimur höggum undir pari á þriðja hring ISPS Handa mótsins í Ástralíu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Eftir að hafa tapað samtals sjö höggum fyrstu tvo dagana tapaði hún aðeins einu höggi í dag og fékk þrjá fugla. Er þetta annað mót Ólafíu á þessari sterkustu mótaröð heimsins í kvennagolfi. Komst hún í gegnum niðurskurðinn í gær með ótrúlegum lokasprett með því að setja niður stutt innáhögg á lokabrautinni. Ólafía byrjaði hringinn vel en eftir par á fyrstu tveimur holunum kom fugl á þriðju holu. Því fylgdu níu pör í röð en tapað högg á þrettándu holu kom henni aftur á parið á mótinu. Annar dagurinn í röð sem Ólafía tapaði höggi á þrettándu braut. Hún var þó fljót að svara fyrir það, á fimmtándu holu sem er par 5 hola krækti hún í fugl og komst undir parið á ný en hún tapaði einmitt höggi á sömu braut deginum áður. Ólafía fylgdi því eftir með fugli á sautjándu braut og pari á sextándu og átjándu og lauk því leik á tveimur höggum undir pari á deginum með þrjá fugla og einn skolla, alls tveimur höggum undir parinu á mótinu sömuleiðis. Eftir að hafa byrjað daginn í 64. sæti endaði hún hringinn í 35. sæti þegar þetta er skrifað en það áttu þó margir kylfingar eftir að klára þriðja hringinn á þessu sterka móti. Ólafía var þegar búin að tryggja sér verðlaunasæti á mótinu fyrir þriðja hringinn er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Hefur hún því fengið verðlaunafé í báðum mótum sínum á LPGA-mótaröðinni en í samtali við Vísi fyrr í dag sagðist hún ætla að njóta þess að spila seinustu hringina í Ástralíu. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék stöðugt og gott golf og kom í hús á 71 höggi, tveimur höggum undir pari á þriðja hring ISPS Handa mótsins í Ástralíu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Eftir að hafa tapað samtals sjö höggum fyrstu tvo dagana tapaði hún aðeins einu höggi í dag og fékk þrjá fugla. Er þetta annað mót Ólafíu á þessari sterkustu mótaröð heimsins í kvennagolfi. Komst hún í gegnum niðurskurðinn í gær með ótrúlegum lokasprett með því að setja niður stutt innáhögg á lokabrautinni. Ólafía byrjaði hringinn vel en eftir par á fyrstu tveimur holunum kom fugl á þriðju holu. Því fylgdu níu pör í röð en tapað högg á þrettándu holu kom henni aftur á parið á mótinu. Annar dagurinn í röð sem Ólafía tapaði höggi á þrettándu braut. Hún var þó fljót að svara fyrir það, á fimmtándu holu sem er par 5 hola krækti hún í fugl og komst undir parið á ný en hún tapaði einmitt höggi á sömu braut deginum áður. Ólafía fylgdi því eftir með fugli á sautjándu braut og pari á sextándu og átjándu og lauk því leik á tveimur höggum undir pari á deginum með þrjá fugla og einn skolla, alls tveimur höggum undir parinu á mótinu sömuleiðis. Eftir að hafa byrjað daginn í 64. sæti endaði hún hringinn í 35. sæti þegar þetta er skrifað en það áttu þó margir kylfingar eftir að klára þriðja hringinn á þessu sterka móti. Ólafía var þegar búin að tryggja sér verðlaunasæti á mótinu fyrir þriðja hringinn er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Hefur hún því fengið verðlaunafé í báðum mótum sínum á LPGA-mótaröðinni en í samtali við Vísi fyrr í dag sagðist hún ætla að njóta þess að spila seinustu hringina í Ástralíu.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira