Hlustið, skiljið, styðjið Ellert B. Schram skrifar 23. maí 2017 07:00 Ég horfði á sjónvarpið, núna um daginn, þegar 68 ára kennari í framhaldsskóla í Reykjavík sagði hreint vafningalaust að hann vildi halda áfram að kenna, svo lengi sem hann sjálfur taldi sig hæfan til kennslu. Aldur á ekki að skipta máli. Sem er auðvitað kjarni málsins. Hvers vegna þarf að ýta fólki á sjötugs- eða áttræðisaldri út af vinnumarkaðnum, bara út af því einu, að það fólk hafi náð tilsettum aldri? Það sama gildir um ferðaþjónustuna og almenna vinnu. Hvers vegna er verið að skerða hlut eldri borgara í almannatryggingum, þegar þeir þiggja laun í þjónustu við samfélagið allt og greiða skatta af þeim tekjum? Til hvers var þetta kerfi almannatrygginga sett á laggirnar, nema til að styrkja eldri borgara til að eiga í sig og á, þótt sú fátæktargreiðsla frá samfélaginu, sem er tvö hundruð og áttatíu þúsund krónur á mánuði, sé hvergi nálægt útgjöldum frá degi til dags? Og skattlagt að auki.Eiga ekki fyrir sjálfum sér Svo berast upplýsingar um að makar hafi ekki efni á að standa fyrir útförum, að dánarbætur fari eftir efnahag, að styrkir séu felldir niður ef hinn látni skilur eitthvað eftir sig. Það er með öðrum orðum sífellt verið að passa upp á að eldri borgarar, sem eftir lifa, eigi ekki fyrir sjálfum sér og útgjöldum sínum, eins og einhvers konar sveitarómagar upp á náð hins opinbera. Sem er nánast engin. Bið eftir dvöl á þjónustuheimilum fyrir aldraða getur staðið yfir í tvö, þrjú ár, bið eftir hjúkrun getur tekið jafn langan tíma, húsnæði fyrir aldrað fólk er takmarkað. Það er ekkert hlustað á þá kröfu, að eldri borgarar njóti vals um tilveru sína og stolt, hvar og hvernig þeir geti lokið ævi sinni með reisn. Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra sem ráða för, og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara. Ég sé enga leið, sem fara má með málefni eldri borgara gagnvart stjórnvöldum, meðan skilningur og undirtektir eru litlar sem engar. Af hálfu stjórnvalda eru þau viðfangsefni höfð í fjármálaáætlunum ríkisins til fimm ára, og málið er dautt. Framkvæmdasjóður aldraðra er nánast tómur, af því að hann hefur verið notaður til annarra hluta. Grunnlífeyrir er felldur niður. Ríkið skuldar átta hundruð milljónir vegna þess að afslætti til aldraðra er ekki sinnt. Bannað er að afla viðbótartekna nema með lækkun á tryggingabótum.Afgangsstærð í þjóðfélaginu Eldri borgarar eru afgangsstærð í samfélaginu, skertir með fáránlegum frítekjumörkum og hundsaðir þegar tilraunir og tillögur eru lagðar fram af talsmönnum eldri borgara. Kerfi almannatrygginga er nánast ölmusan ein. Það er með ólíkindum hversu stjórnvöld hafa lítið sinnt þessum málaflokki. Þjóðin eldist, ævin lengist og fleiri og fleiri kjósendur (Íslendinga) upplifa þá eftirsóknarverðu framlengingu á lífstíma sínum að njóta aldurs, reynslu og gleði, eftir því sem ævin líður. Hópurinn stækkar sem eldist og það er verkefni stjórnmálanna, ríkisvaldsins og okkar allra, á næstu árum, að gæta hagsmuna eldri borgara. Það er áskorun um hlustun, undirtektir og skilning á þeim vanköntum sem kerfið felur í sér gagnvart eldra fólki. Ég skora á stjórnvöld, ríkisstjórn og flokkana alla að taka til í þessum málaflokki. Hlustið, skiljið, styðjið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég horfði á sjónvarpið, núna um daginn, þegar 68 ára kennari í framhaldsskóla í Reykjavík sagði hreint vafningalaust að hann vildi halda áfram að kenna, svo lengi sem hann sjálfur taldi sig hæfan til kennslu. Aldur á ekki að skipta máli. Sem er auðvitað kjarni málsins. Hvers vegna þarf að ýta fólki á sjötugs- eða áttræðisaldri út af vinnumarkaðnum, bara út af því einu, að það fólk hafi náð tilsettum aldri? Það sama gildir um ferðaþjónustuna og almenna vinnu. Hvers vegna er verið að skerða hlut eldri borgara í almannatryggingum, þegar þeir þiggja laun í þjónustu við samfélagið allt og greiða skatta af þeim tekjum? Til hvers var þetta kerfi almannatrygginga sett á laggirnar, nema til að styrkja eldri borgara til að eiga í sig og á, þótt sú fátæktargreiðsla frá samfélaginu, sem er tvö hundruð og áttatíu þúsund krónur á mánuði, sé hvergi nálægt útgjöldum frá degi til dags? Og skattlagt að auki.Eiga ekki fyrir sjálfum sér Svo berast upplýsingar um að makar hafi ekki efni á að standa fyrir útförum, að dánarbætur fari eftir efnahag, að styrkir séu felldir niður ef hinn látni skilur eitthvað eftir sig. Það er með öðrum orðum sífellt verið að passa upp á að eldri borgarar, sem eftir lifa, eigi ekki fyrir sjálfum sér og útgjöldum sínum, eins og einhvers konar sveitarómagar upp á náð hins opinbera. Sem er nánast engin. Bið eftir dvöl á þjónustuheimilum fyrir aldraða getur staðið yfir í tvö, þrjú ár, bið eftir hjúkrun getur tekið jafn langan tíma, húsnæði fyrir aldrað fólk er takmarkað. Það er ekkert hlustað á þá kröfu, að eldri borgarar njóti vals um tilveru sína og stolt, hvar og hvernig þeir geti lokið ævi sinni með reisn. Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra sem ráða för, og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara. Ég sé enga leið, sem fara má með málefni eldri borgara gagnvart stjórnvöldum, meðan skilningur og undirtektir eru litlar sem engar. Af hálfu stjórnvalda eru þau viðfangsefni höfð í fjármálaáætlunum ríkisins til fimm ára, og málið er dautt. Framkvæmdasjóður aldraðra er nánast tómur, af því að hann hefur verið notaður til annarra hluta. Grunnlífeyrir er felldur niður. Ríkið skuldar átta hundruð milljónir vegna þess að afslætti til aldraðra er ekki sinnt. Bannað er að afla viðbótartekna nema með lækkun á tryggingabótum.Afgangsstærð í þjóðfélaginu Eldri borgarar eru afgangsstærð í samfélaginu, skertir með fáránlegum frítekjumörkum og hundsaðir þegar tilraunir og tillögur eru lagðar fram af talsmönnum eldri borgara. Kerfi almannatrygginga er nánast ölmusan ein. Það er með ólíkindum hversu stjórnvöld hafa lítið sinnt þessum málaflokki. Þjóðin eldist, ævin lengist og fleiri og fleiri kjósendur (Íslendinga) upplifa þá eftirsóknarverðu framlengingu á lífstíma sínum að njóta aldurs, reynslu og gleði, eftir því sem ævin líður. Hópurinn stækkar sem eldist og það er verkefni stjórnmálanna, ríkisvaldsins og okkar allra, á næstu árum, að gæta hagsmuna eldri borgara. Það er áskorun um hlustun, undirtektir og skilning á þeim vanköntum sem kerfið felur í sér gagnvart eldra fólki. Ég skora á stjórnvöld, ríkisstjórn og flokkana alla að taka til í þessum málaflokki. Hlustið, skiljið, styðjið.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun