Himnesk heilbrigðisþjónusta Guðjón S. Brjánsson skrifar 13. júlí 2017 07:00 Draumaferð fyrrverandi þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til Svíþjóðar varð að fjölmiðlaefni fyrir skömmu. Þangað fór hún í fimm manna hópi í liðskiptaaðgerð. Svo vildi til að Klíníkin skipulagði ferðina en þar er forstjóri og aðaleigandi gömul samstarfskona og flokkssystir ferðalangsins. Meðeigendur fyrirtækisins eru úr fjölskyldu forsætisráðherra. Allir farþegarnir voru af biðlista Klíníkurinnar, enginn hafði verið á bið hjá Landspítala, á Akureyri eða Akranesi. Stofa þessi hefur verið að reyna að brjóta sér leið að opinberum sjóðum til að veita heilbrigðisþjónustu. Sérkennilegt hvernig þetta ber allt að, kannski óheppileg tilviljun í samhengi hlutanna. Ferðinni lýsti ráðherrann fyrrverandi af tilfinningamóð í viðtölum. Hámarki sælunnar virtist náð þegar rennt var í hlað spítalans góða og henni tjáð að þetta væri einkarekið sjúkrahús sem að eigin sögn kom algjörlega flatt upp á hana. Allt voru þetta mikil undur og dásemdin ein. Ferðin var farin á grundvelli EES-tilskipunar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Sú heimild er ein afurð þess ágæta samstarfs sem jafnaðarmenn knúðu í gegn fyrir 25 árum. Draga þurfti Sjálfstæðisflokkinn með, bæði tregan og klofinn. Það er ánægjulegt að flokksmaðurinn skuli hafa fengið að upplifa kosti þessa sambands svo jákvætt á eigin skinni. Hún rakti himinlifandi í viðtölum að ríkið greiddi allan kostnað. Um þessar ferðir gilda ákvæði reglugerðar nr. 484/2016 sem Sjúkratryggingar Íslands framfylgja skv. settum skilyrðum. Það er skömm að bið eftir brýnum aðgerðum skuli vera svo löng á Íslandi, og ástæðan er mannanna verk. Ráðandi öfl í samfélaginu úr hópi Svíþjóðarfarans hafa ljóst og leynt svelt opinberar heilbrigðisstofnanir en alið við brjóst sér einkareknar heilbrigðisstofur sem leika lausum hala á kostnað annarra þátta. Samfylkingin er með fullbúnar tillögur um stóraukið fé til heilbrigðisþjónustunnar, einkum Landspítala og annarra sjúkrahúsa og nálgast þar með Norðurlönd. Með því yrði hægt að taka á biðlistum og draga úr greiðslum fyrir dýrar aðgerðir erlendis.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Draumaferð fyrrverandi þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til Svíþjóðar varð að fjölmiðlaefni fyrir skömmu. Þangað fór hún í fimm manna hópi í liðskiptaaðgerð. Svo vildi til að Klíníkin skipulagði ferðina en þar er forstjóri og aðaleigandi gömul samstarfskona og flokkssystir ferðalangsins. Meðeigendur fyrirtækisins eru úr fjölskyldu forsætisráðherra. Allir farþegarnir voru af biðlista Klíníkurinnar, enginn hafði verið á bið hjá Landspítala, á Akureyri eða Akranesi. Stofa þessi hefur verið að reyna að brjóta sér leið að opinberum sjóðum til að veita heilbrigðisþjónustu. Sérkennilegt hvernig þetta ber allt að, kannski óheppileg tilviljun í samhengi hlutanna. Ferðinni lýsti ráðherrann fyrrverandi af tilfinningamóð í viðtölum. Hámarki sælunnar virtist náð þegar rennt var í hlað spítalans góða og henni tjáð að þetta væri einkarekið sjúkrahús sem að eigin sögn kom algjörlega flatt upp á hana. Allt voru þetta mikil undur og dásemdin ein. Ferðin var farin á grundvelli EES-tilskipunar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Sú heimild er ein afurð þess ágæta samstarfs sem jafnaðarmenn knúðu í gegn fyrir 25 árum. Draga þurfti Sjálfstæðisflokkinn með, bæði tregan og klofinn. Það er ánægjulegt að flokksmaðurinn skuli hafa fengið að upplifa kosti þessa sambands svo jákvætt á eigin skinni. Hún rakti himinlifandi í viðtölum að ríkið greiddi allan kostnað. Um þessar ferðir gilda ákvæði reglugerðar nr. 484/2016 sem Sjúkratryggingar Íslands framfylgja skv. settum skilyrðum. Það er skömm að bið eftir brýnum aðgerðum skuli vera svo löng á Íslandi, og ástæðan er mannanna verk. Ráðandi öfl í samfélaginu úr hópi Svíþjóðarfarans hafa ljóst og leynt svelt opinberar heilbrigðisstofnanir en alið við brjóst sér einkareknar heilbrigðisstofur sem leika lausum hala á kostnað annarra þátta. Samfylkingin er með fullbúnar tillögur um stóraukið fé til heilbrigðisþjónustunnar, einkum Landspítala og annarra sjúkrahúsa og nálgast þar með Norðurlönd. Með því yrði hægt að taka á biðlistum og draga úr greiðslum fyrir dýrar aðgerðir erlendis.Höfundur er alþingismaður.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun