Veiðigjöldin hækka yfir 100% í þorsk og ýsu Sigurður Páll Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 10:04 Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss. Það er vissulega mikilvægt að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem fyrst, ríkisstjórn sem getur tekið samhent á verkefnum með skýra stefnu og sýn á verkefnin, því mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Eitt þeirra er einmitt tilefni þessa pistils. Veiðigjöldin voru sett á fyrir um fimm árum, var það gert án tillits til stærðar eða smæðar útgerða. Fljótlega gerðu menn sér grein fyrir því að litlar og meðal stórar og oftast skuldsettar útgerðir mundu sigla í gjaldþrot ef ekkert væri að gert. Sett var inn þrepaskipting í gjaldtöku með tilliti til kvótaminni útgerða og eins gátu skuldsett útgerðarfyrirtæki sótt um vaxtaafslátt árlega. Við þessar aðgerðir björguðust margir frá gjaldþroti. Ekki var þó og er ekki enn, tekið til tillit til þess hvort útgerðir eru eingöngu með bát og eða fiskvinnslu heldur er tekin ein niðurstaða út úr greininni í heild og sú krónutala dreifð á allar útgerðir. Þá eru veiðigjöldin sem greidd eru í dag reiknuð út frá afkomu greinarinnar árið 2015 til 2016, sem sagt eftir-á skattur. Afkoma sjávarútvegsins á þeim tíma var prýðilegur en á þessu ári alls ekki góð. Aðferðin býður því upp á skekkju sem getur valdið alvarlegum vanda, sérstaklega fyrir minni og meðalstórar útgerðir. Á nýju fiskveiðiári nú í haust er búið að fella niður allan afslátt. Álagning veiðigjalda t.d þorsks og ýsu hafa hækkað yfir 107% og 127% á milli ára. Veiðigjald af hverju lönduðu þorskkílói fer úr 11,09 kr pr kg í 22,98 kr og ýsan úr 11,53 kr í 26,20 kr pr kg miðað við óslægðan afla, og munar því um minna. Algengt er að gjaldið sé á milli 8,5 til 9 % af aflaverðmæti. Einn smábátaeigandi orðaði það svo.”Við erum tveir um borð, það hefur fjölgað um einn og hálfan háseta sem ekki láta sjá sig, en þiggja fulla greiðslu.” Það gefur auga leið að við svo búið verður ekki unað, sérstaklega fyrir litlar og meðalstórar útgerðir, aðgerða er þörf. Undirritaður hefur rætt við ýmsa aðila og hafa menn viðrað hugmyndir í þá átt að koma á þannig gjaldtöku að sem flestir geti við unað. Lagfæringar á veiðigjaldakerfinu eru því bráðnauðsynlegar enda hefur skattlagning sem kemur verst niður á minni og meðalstórum útgerðum langmest áhrif á smærri sjávarbyggðir landsins þar sem þær eru gjarnan mikilvægur stólpi í atvinnulífi í byggðarlaginu. Því hefur gallað kerfi ekki bara óæskileg áhrif á atvinnugreinina sjálfa heldur allt nærumhverfi hennar líka, t.d. þá sem atvinnu hafa af tengdum greinum og í viðkomandi byggðum. Það er því ákaflega mikilvægt að skynsamleg lausn náist á þessum vanda sem fyrstHöfundur er þingmaður Norðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð er á teikniborðinu hugmynd um ríkisstjórn frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ég er ekki viss. Það er vissulega mikilvægt að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem fyrst, ríkisstjórn sem getur tekið samhent á verkefnum með skýra stefnu og sýn á verkefnin, því mörg brýn verkefni bíða úrlausna. Eitt þeirra er einmitt tilefni þessa pistils. Veiðigjöldin voru sett á fyrir um fimm árum, var það gert án tillits til stærðar eða smæðar útgerða. Fljótlega gerðu menn sér grein fyrir því að litlar og meðal stórar og oftast skuldsettar útgerðir mundu sigla í gjaldþrot ef ekkert væri að gert. Sett var inn þrepaskipting í gjaldtöku með tilliti til kvótaminni útgerða og eins gátu skuldsett útgerðarfyrirtæki sótt um vaxtaafslátt árlega. Við þessar aðgerðir björguðust margir frá gjaldþroti. Ekki var þó og er ekki enn, tekið til tillit til þess hvort útgerðir eru eingöngu með bát og eða fiskvinnslu heldur er tekin ein niðurstaða út úr greininni í heild og sú krónutala dreifð á allar útgerðir. Þá eru veiðigjöldin sem greidd eru í dag reiknuð út frá afkomu greinarinnar árið 2015 til 2016, sem sagt eftir-á skattur. Afkoma sjávarútvegsins á þeim tíma var prýðilegur en á þessu ári alls ekki góð. Aðferðin býður því upp á skekkju sem getur valdið alvarlegum vanda, sérstaklega fyrir minni og meðalstórar útgerðir. Á nýju fiskveiðiári nú í haust er búið að fella niður allan afslátt. Álagning veiðigjalda t.d þorsks og ýsu hafa hækkað yfir 107% og 127% á milli ára. Veiðigjald af hverju lönduðu þorskkílói fer úr 11,09 kr pr kg í 22,98 kr og ýsan úr 11,53 kr í 26,20 kr pr kg miðað við óslægðan afla, og munar því um minna. Algengt er að gjaldið sé á milli 8,5 til 9 % af aflaverðmæti. Einn smábátaeigandi orðaði það svo.”Við erum tveir um borð, það hefur fjölgað um einn og hálfan háseta sem ekki láta sjá sig, en þiggja fulla greiðslu.” Það gefur auga leið að við svo búið verður ekki unað, sérstaklega fyrir litlar og meðalstórar útgerðir, aðgerða er þörf. Undirritaður hefur rætt við ýmsa aðila og hafa menn viðrað hugmyndir í þá átt að koma á þannig gjaldtöku að sem flestir geti við unað. Lagfæringar á veiðigjaldakerfinu eru því bráðnauðsynlegar enda hefur skattlagning sem kemur verst niður á minni og meðalstórum útgerðum langmest áhrif á smærri sjávarbyggðir landsins þar sem þær eru gjarnan mikilvægur stólpi í atvinnulífi í byggðarlaginu. Því hefur gallað kerfi ekki bara óæskileg áhrif á atvinnugreinina sjálfa heldur allt nærumhverfi hennar líka, t.d. þá sem atvinnu hafa af tengdum greinum og í viðkomandi byggðum. Það er því ákaflega mikilvægt að skynsamleg lausn náist á þessum vanda sem fyrstHöfundur er þingmaður Norðvesturkjördæmi fyrir Miðflokkinn.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun