Umboðssvik Kári Stefánsson skrifar 29. maí 2017 07:00 Á öldunum áður í Kína var litið svo á að keisarar stjórnuðu í umboði guðanna. Þegar fólkið í landinu fékk það á tilfinninguna að keisarinn hefði glatað umboðinu gerði það uppreisn. Ein slík átti sér stað í kringum 1850 og létu fimmtíu milljón manns lífið í henni. Alþingi stjórnar Íslandi í umboði fólksins í landinu, sem er endurnýjað á fjögurra ára fresti. Alþingi framselur svo hluta af þessu valdi til ríkisstjórnar sem það getur þó tekið til baka án nokkurs fyrirvara. Ísland er lýðveldi og í lýðveldinu hvílir valdið hjá fólkinu, lýðnum. Á Íslandi veitir fólkið Alþingi heimild til þess að stjórna í sínu umboði. Þetta umboð er mismunandi skilyrt og fer það eftir því hvað var sagt í kosningabaráttunni bæði af kjósendum og frambjóðendum og hverju var lofað af þeim síðarnefndu. Í aðdraganda kosninga á hausti tjáði þjóðin skýrt þá skoðun sína að heilbrigðiskerfi landsins væri laskað og krafðist þess af Alþingi að það yrði endurreist á myndarlegan máta. Frambjóðendur allra flokka hétu því að verða við kröfunni. Nú er ríkisstjórnin sem Alþingi bauð þjóðinni upp á eftir kosningar búin að leggja fram fimm ára áætlun ríkisfjármála sem sýnir fram á að hún ætli ekki að fara að kröfu þjóðarinnar um myndarlega endurreisn heilbrigðiskerfisins og þar með svíkja loforð sem frambjóðendur allra flokka veittu fyrir kosningar. Ef Alþingi samþykkir áætlunina væri um að ræða umboðssvik af þess hálfu. Það er nokkuð ljóst að kjósendur, fólkið í landinu, veittu þeim umboð til þess að stjórna sem þeir höfðu ástæðu til þess að ætla að sæju til þess að heilbrigðiskerfið yrði endurreist. Umboð þeirra til þess að stjórna var skilyrt því. Þess vegna má leiða að því rök að ef Alþingi samþykkir áætlunina hafi það glatað umboðinu. Ef svo fer væri það í samræmi við hugmyndir okkar um lýðræði að rjúfa þing og efna til kosninga. Ef Alþingi gerir það ekki af sjálfsdáðum finnur þjóðin leið til þess að sannfæra kjörna fulltrúa sína um að það gerist víðar stórtíðindi en í Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á öldunum áður í Kína var litið svo á að keisarar stjórnuðu í umboði guðanna. Þegar fólkið í landinu fékk það á tilfinninguna að keisarinn hefði glatað umboðinu gerði það uppreisn. Ein slík átti sér stað í kringum 1850 og létu fimmtíu milljón manns lífið í henni. Alþingi stjórnar Íslandi í umboði fólksins í landinu, sem er endurnýjað á fjögurra ára fresti. Alþingi framselur svo hluta af þessu valdi til ríkisstjórnar sem það getur þó tekið til baka án nokkurs fyrirvara. Ísland er lýðveldi og í lýðveldinu hvílir valdið hjá fólkinu, lýðnum. Á Íslandi veitir fólkið Alþingi heimild til þess að stjórna í sínu umboði. Þetta umboð er mismunandi skilyrt og fer það eftir því hvað var sagt í kosningabaráttunni bæði af kjósendum og frambjóðendum og hverju var lofað af þeim síðarnefndu. Í aðdraganda kosninga á hausti tjáði þjóðin skýrt þá skoðun sína að heilbrigðiskerfi landsins væri laskað og krafðist þess af Alþingi að það yrði endurreist á myndarlegan máta. Frambjóðendur allra flokka hétu því að verða við kröfunni. Nú er ríkisstjórnin sem Alþingi bauð þjóðinni upp á eftir kosningar búin að leggja fram fimm ára áætlun ríkisfjármála sem sýnir fram á að hún ætli ekki að fara að kröfu þjóðarinnar um myndarlega endurreisn heilbrigðiskerfisins og þar með svíkja loforð sem frambjóðendur allra flokka veittu fyrir kosningar. Ef Alþingi samþykkir áætlunina væri um að ræða umboðssvik af þess hálfu. Það er nokkuð ljóst að kjósendur, fólkið í landinu, veittu þeim umboð til þess að stjórna sem þeir höfðu ástæðu til þess að ætla að sæju til þess að heilbrigðiskerfið yrði endurreist. Umboð þeirra til þess að stjórna var skilyrt því. Þess vegna má leiða að því rök að ef Alþingi samþykkir áætlunina hafi það glatað umboðinu. Ef svo fer væri það í samræmi við hugmyndir okkar um lýðræði að rjúfa þing og efna til kosninga. Ef Alþingi gerir það ekki af sjálfsdáðum finnur þjóðin leið til þess að sannfæra kjörna fulltrúa sína um að það gerist víðar stórtíðindi en í Kína.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar