Viðhorf til íslenskrar framleiðslu almennt jákvætt Daníel Freyr Birkisson skrifar 7. desember 2017 09:48 Bryndís Skúladóttir. SI Viðhorf til íslenskrar framleiðslu er almennt jákvætt á meðal Íslendinga. Þetta kom fram í erindi Bryndísar Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins. Samtökin héldu í gær framleiðsluþing sem fram fór í Hörpu. Niðurstöðurnar eru byggðar á Gallup-könnun en samkvæmt henni eru 81 prósent jákvæðir fyrir íslenskum framleiðsluvörum og 77 prósent jákvæðir gagnvart íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Þegar spurt var hvað væri það fyrsta sem viðkomandi dytti í hug þegar hugsað væri um íslensk framleiðslufyrirtæki og íslenskar framleiðsluvörur sýndu niðurstöðurnar að flestir nefndu eitthvað jákvætt og voru nokkur orð sem voru oftar nefnd en önnur líkt og íslenskt já takk, gæði, fiskur, atvinna, skyr, hreinleiki, mjólkurvörur, hrein orka, góðar vörur, sjávarútvegur, matvörur o.s.frv. Þó nokkrir nefndu orðið dýrt en Bryndís sagði að það þyrfti ekki endilega að vera neikvætt því yfirleitt fylgdi gæðum að vera á hærra verði.Uppruni og gæði eiga stóran þáttÞegar spurt var hvers vegna íslenskar vörur væru valdar voru flestir sammála því að það væri vegna upprunans og gæðanna. Færri voru sammála þeim fullyrðingum að íslensk framleiðslufyrirtæki væru samfélagslega ábyrg og að íslenskar framleiðsluvörur væru frumlegar. Þá voru 61 prósent sammála því að geta hugsað sér að vinna hjá íslensku framleiðslufyrirtæki. Í máli sínu vék Bryndís einnig að mikilvægi nýsköpunar fyrir framleiðsluiðnaðinn og sagði að stjórnvöld þyrftu að gera betur í að hvetja til rannsókna og þróunar. Hún sagði að lönd sem væru leiðandi í framleiðslu væru í stöðugri nýsköpun og fjárfestu í rannsóknum og þróun. Almennt væri framlag til rannsókna og þróunar ekki hátt hér á landi í alþjóðlegum samanburði en um helmingur fyrirtækja í framleiðsluiðnaði hér á landi stundaði nýsköpun 2014-2016. Bryndís sagði að það hlutfall þyrfti að hækka.Vísir var með beina útsendingu frá Framleiðsluþingi SI í gær en hana má nálgast hér. Erindi Bryndísar hefst á mínútu 29:17. Tengdar fréttir Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri. 6. desember 2017 07:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Viðhorf til íslenskrar framleiðslu er almennt jákvætt á meðal Íslendinga. Þetta kom fram í erindi Bryndísar Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins. Samtökin héldu í gær framleiðsluþing sem fram fór í Hörpu. Niðurstöðurnar eru byggðar á Gallup-könnun en samkvæmt henni eru 81 prósent jákvæðir fyrir íslenskum framleiðsluvörum og 77 prósent jákvæðir gagnvart íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Þegar spurt var hvað væri það fyrsta sem viðkomandi dytti í hug þegar hugsað væri um íslensk framleiðslufyrirtæki og íslenskar framleiðsluvörur sýndu niðurstöðurnar að flestir nefndu eitthvað jákvætt og voru nokkur orð sem voru oftar nefnd en önnur líkt og íslenskt já takk, gæði, fiskur, atvinna, skyr, hreinleiki, mjólkurvörur, hrein orka, góðar vörur, sjávarútvegur, matvörur o.s.frv. Þó nokkrir nefndu orðið dýrt en Bryndís sagði að það þyrfti ekki endilega að vera neikvætt því yfirleitt fylgdi gæðum að vera á hærra verði.Uppruni og gæði eiga stóran þáttÞegar spurt var hvers vegna íslenskar vörur væru valdar voru flestir sammála því að það væri vegna upprunans og gæðanna. Færri voru sammála þeim fullyrðingum að íslensk framleiðslufyrirtæki væru samfélagslega ábyrg og að íslenskar framleiðsluvörur væru frumlegar. Þá voru 61 prósent sammála því að geta hugsað sér að vinna hjá íslensku framleiðslufyrirtæki. Í máli sínu vék Bryndís einnig að mikilvægi nýsköpunar fyrir framleiðsluiðnaðinn og sagði að stjórnvöld þyrftu að gera betur í að hvetja til rannsókna og þróunar. Hún sagði að lönd sem væru leiðandi í framleiðslu væru í stöðugri nýsköpun og fjárfestu í rannsóknum og þróun. Almennt væri framlag til rannsókna og þróunar ekki hátt hér á landi í alþjóðlegum samanburði en um helmingur fyrirtækja í framleiðsluiðnaði hér á landi stundaði nýsköpun 2014-2016. Bryndís sagði að það hlutfall þyrfti að hækka.Vísir var með beina útsendingu frá Framleiðsluþingi SI í gær en hana má nálgast hér. Erindi Bryndísar hefst á mínútu 29:17.
Tengdar fréttir Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri. 6. desember 2017 07:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri. 6. desember 2017 07:30
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent