Viðhorf til íslenskrar framleiðslu almennt jákvætt Daníel Freyr Birkisson skrifar 7. desember 2017 09:48 Bryndís Skúladóttir. SI Viðhorf til íslenskrar framleiðslu er almennt jákvætt á meðal Íslendinga. Þetta kom fram í erindi Bryndísar Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins. Samtökin héldu í gær framleiðsluþing sem fram fór í Hörpu. Niðurstöðurnar eru byggðar á Gallup-könnun en samkvæmt henni eru 81 prósent jákvæðir fyrir íslenskum framleiðsluvörum og 77 prósent jákvæðir gagnvart íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Þegar spurt var hvað væri það fyrsta sem viðkomandi dytti í hug þegar hugsað væri um íslensk framleiðslufyrirtæki og íslenskar framleiðsluvörur sýndu niðurstöðurnar að flestir nefndu eitthvað jákvætt og voru nokkur orð sem voru oftar nefnd en önnur líkt og íslenskt já takk, gæði, fiskur, atvinna, skyr, hreinleiki, mjólkurvörur, hrein orka, góðar vörur, sjávarútvegur, matvörur o.s.frv. Þó nokkrir nefndu orðið dýrt en Bryndís sagði að það þyrfti ekki endilega að vera neikvætt því yfirleitt fylgdi gæðum að vera á hærra verði.Uppruni og gæði eiga stóran þáttÞegar spurt var hvers vegna íslenskar vörur væru valdar voru flestir sammála því að það væri vegna upprunans og gæðanna. Færri voru sammála þeim fullyrðingum að íslensk framleiðslufyrirtæki væru samfélagslega ábyrg og að íslenskar framleiðsluvörur væru frumlegar. Þá voru 61 prósent sammála því að geta hugsað sér að vinna hjá íslensku framleiðslufyrirtæki. Í máli sínu vék Bryndís einnig að mikilvægi nýsköpunar fyrir framleiðsluiðnaðinn og sagði að stjórnvöld þyrftu að gera betur í að hvetja til rannsókna og þróunar. Hún sagði að lönd sem væru leiðandi í framleiðslu væru í stöðugri nýsköpun og fjárfestu í rannsóknum og þróun. Almennt væri framlag til rannsókna og þróunar ekki hátt hér á landi í alþjóðlegum samanburði en um helmingur fyrirtækja í framleiðsluiðnaði hér á landi stundaði nýsköpun 2014-2016. Bryndís sagði að það hlutfall þyrfti að hækka.Vísir var með beina útsendingu frá Framleiðsluþingi SI í gær en hana má nálgast hér. Erindi Bryndísar hefst á mínútu 29:17. Tengdar fréttir Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri. 6. desember 2017 07:30 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðhorf til íslenskrar framleiðslu er almennt jákvætt á meðal Íslendinga. Þetta kom fram í erindi Bryndísar Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins. Samtökin héldu í gær framleiðsluþing sem fram fór í Hörpu. Niðurstöðurnar eru byggðar á Gallup-könnun en samkvæmt henni eru 81 prósent jákvæðir fyrir íslenskum framleiðsluvörum og 77 prósent jákvæðir gagnvart íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Þegar spurt var hvað væri það fyrsta sem viðkomandi dytti í hug þegar hugsað væri um íslensk framleiðslufyrirtæki og íslenskar framleiðsluvörur sýndu niðurstöðurnar að flestir nefndu eitthvað jákvætt og voru nokkur orð sem voru oftar nefnd en önnur líkt og íslenskt já takk, gæði, fiskur, atvinna, skyr, hreinleiki, mjólkurvörur, hrein orka, góðar vörur, sjávarútvegur, matvörur o.s.frv. Þó nokkrir nefndu orðið dýrt en Bryndís sagði að það þyrfti ekki endilega að vera neikvætt því yfirleitt fylgdi gæðum að vera á hærra verði.Uppruni og gæði eiga stóran þáttÞegar spurt var hvers vegna íslenskar vörur væru valdar voru flestir sammála því að það væri vegna upprunans og gæðanna. Færri voru sammála þeim fullyrðingum að íslensk framleiðslufyrirtæki væru samfélagslega ábyrg og að íslenskar framleiðsluvörur væru frumlegar. Þá voru 61 prósent sammála því að geta hugsað sér að vinna hjá íslensku framleiðslufyrirtæki. Í máli sínu vék Bryndís einnig að mikilvægi nýsköpunar fyrir framleiðsluiðnaðinn og sagði að stjórnvöld þyrftu að gera betur í að hvetja til rannsókna og þróunar. Hún sagði að lönd sem væru leiðandi í framleiðslu væru í stöðugri nýsköpun og fjárfestu í rannsóknum og þróun. Almennt væri framlag til rannsókna og þróunar ekki hátt hér á landi í alþjóðlegum samanburði en um helmingur fyrirtækja í framleiðsluiðnaði hér á landi stundaði nýsköpun 2014-2016. Bryndís sagði að það hlutfall þyrfti að hækka.Vísir var með beina útsendingu frá Framleiðsluþingi SI í gær en hana má nálgast hér. Erindi Bryndísar hefst á mínútu 29:17.
Tengdar fréttir Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri. 6. desember 2017 07:30 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri. 6. desember 2017 07:30
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent