Guðmundur hafði betur í æsispennandi Íslendingaslag Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 21:23 Guðmundur Guðmundsson gat fagnað í kvöld. vísir/afp Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Ólympíumeistaraliði Danmerkur unnu sigur á Svíþjóð, 27-25, í æsispennandi og skemmtilegum Íslendingaslag í D-riðli HM 2017 í handbolta í kvöld. Kristján Andrésson þjálfar sænska liðið en þetta er fyrsti leikurinn sem hann tapar síðan hann tók við Svíum. Jafnt var á með liðunum framan af en um miðjan fyrri hálfleikinn settu Danir í gírinn og komust mest sex mörkum yfir, 14-8. Svíar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og staðan 14-10 eftir 30 mínútur. Kristján Andrésson geymdi fyrirliðann og hornamanninn Niclas Ekberg á bekknum í fyrri hálfleiknum en hann kom sjóðandi heitur inn í þann síðari og skoraði sjö mörk í tólf skotum. Hann var markahæstur í sænsk liðinu. Með hornamanninn í þessu stuði minnkaði Svíþjóð muninn nokkrum sinnum niður í eitt mark en Danir höfðu alltaf frumkvæðið og leikurinn var aldrei jafn í seinni hálfleiknum. Jim Gottfridson minnkaði muninn í 26-25 þegar rúm mínúta var eftir en Danir fengu síðustu sóknina, marki yfir. Þegar allt stefndi í leiktöf og að Svíar myndu fá tækifæri til að jafna metin barst boltinn út í hornið á íslenska Danann Hans Óttar Lindberg sem innsiglaði sigur Ólympíumeistaranna, 27-25. Mikkel Hansen var markahæstur eins og svo oft áður í danska liðinu með átta mörk en Kasper Söndergaard skoraði fjögur mörk. Niklas Landin var geggjaður í markinu með 23 varin skot eða 48 prósent hlutfallsmarkvörslu. Danir eru í efsta sæti D-riðils með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki en Svíar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Ólympíumeistaraliði Danmerkur unnu sigur á Svíþjóð, 27-25, í æsispennandi og skemmtilegum Íslendingaslag í D-riðli HM 2017 í handbolta í kvöld. Kristján Andrésson þjálfar sænska liðið en þetta er fyrsti leikurinn sem hann tapar síðan hann tók við Svíum. Jafnt var á með liðunum framan af en um miðjan fyrri hálfleikinn settu Danir í gírinn og komust mest sex mörkum yfir, 14-8. Svíar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og staðan 14-10 eftir 30 mínútur. Kristján Andrésson geymdi fyrirliðann og hornamanninn Niclas Ekberg á bekknum í fyrri hálfleiknum en hann kom sjóðandi heitur inn í þann síðari og skoraði sjö mörk í tólf skotum. Hann var markahæstur í sænsk liðinu. Með hornamanninn í þessu stuði minnkaði Svíþjóð muninn nokkrum sinnum niður í eitt mark en Danir höfðu alltaf frumkvæðið og leikurinn var aldrei jafn í seinni hálfleiknum. Jim Gottfridson minnkaði muninn í 26-25 þegar rúm mínúta var eftir en Danir fengu síðustu sóknina, marki yfir. Þegar allt stefndi í leiktöf og að Svíar myndu fá tækifæri til að jafna metin barst boltinn út í hornið á íslenska Danann Hans Óttar Lindberg sem innsiglaði sigur Ólympíumeistaranna, 27-25. Mikkel Hansen var markahæstur eins og svo oft áður í danska liðinu með átta mörk en Kasper Söndergaard skoraði fjögur mörk. Niklas Landin var geggjaður í markinu með 23 varin skot eða 48 prósent hlutfallsmarkvörslu. Danir eru í efsta sæti D-riðils með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki en Svíar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira