Börnin okkar Oddný G. Harðardóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Á Íslandi ætti ekkert barn að þurfa að búa við efnislegan skort. En því miður er það þó raunin að hér finnast dæmi um sárafátækt og þúsundir barna geta ekki tekið þátt í tómstunda- og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Þau börn tengjast oft ekki jafnöldrum sínum félagslega, verða út undan og líður illa. Þessa stöðu má bæta með því að nota jöfnunartækin sem ríkið á og hafa sýnt sig að virka best; barnabætur, vaxtabætur og annan húsnæðisstuðning. Jöfnunartækin hafa illu heilli verið veikt mjög mikið vegna aðgerða síðustu ríkisstjórnar og sú sem nú heldur um stjórnartaumana hefur sýnt á spilin í fimm ára fjármálaáætlun og ætlar greinilega að veikja þau enn frekar. Á meðan mun staða margra barna versna. Húsnæðismál efnaminni fjölskyldna eru í miklum ólestri og verður ekki komið í lag nema með aðkomu hins opinbera. Ríkið getur ekki bara varpað vandanum á sveitarfélögin. Vandann þarf að leysa af hinu opinbera hratt og vel því staðan mun ekki lagast af sjálfri sér. Forgangsröðun stjórnvalda hvort sem er ríkisins eða sveitarfélaga skiptir börn miklu máli, þ.e. að málefnum barna og ungra fjölskyldna sé raðað framar. Staða efnaminni fjölskyldna er óásættanleg hér á landi. Við erum rík þjóð og eigum að gæta að lífsgæðum allra barna. Það er hægt og við höfum efni á því! Við eigum jafnframt að gera allt sem við getum til að vernda börn gegn fólki sem beitir þau ofbeldi, nauðgar og misnotar með ýmsum hætti. Þar skiptir máli að lögreglan hafi fjármagn og þekkingu til að sinna slíkum málum af myndugleika og að með sálgæslu og umhyggju sé málunum fylgt fast eftir. Öll börn eru okkar börn og okkur ber að tryggja þeim öllum gott líf. En til þess þarf vilja og stjórnvöld með hjartað á réttum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ætti ekkert barn að þurfa að búa við efnislegan skort. En því miður er það þó raunin að hér finnast dæmi um sárafátækt og þúsundir barna geta ekki tekið þátt í tómstunda- og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Þau börn tengjast oft ekki jafnöldrum sínum félagslega, verða út undan og líður illa. Þessa stöðu má bæta með því að nota jöfnunartækin sem ríkið á og hafa sýnt sig að virka best; barnabætur, vaxtabætur og annan húsnæðisstuðning. Jöfnunartækin hafa illu heilli verið veikt mjög mikið vegna aðgerða síðustu ríkisstjórnar og sú sem nú heldur um stjórnartaumana hefur sýnt á spilin í fimm ára fjármálaáætlun og ætlar greinilega að veikja þau enn frekar. Á meðan mun staða margra barna versna. Húsnæðismál efnaminni fjölskyldna eru í miklum ólestri og verður ekki komið í lag nema með aðkomu hins opinbera. Ríkið getur ekki bara varpað vandanum á sveitarfélögin. Vandann þarf að leysa af hinu opinbera hratt og vel því staðan mun ekki lagast af sjálfri sér. Forgangsröðun stjórnvalda hvort sem er ríkisins eða sveitarfélaga skiptir börn miklu máli, þ.e. að málefnum barna og ungra fjölskyldna sé raðað framar. Staða efnaminni fjölskyldna er óásættanleg hér á landi. Við erum rík þjóð og eigum að gæta að lífsgæðum allra barna. Það er hægt og við höfum efni á því! Við eigum jafnframt að gera allt sem við getum til að vernda börn gegn fólki sem beitir þau ofbeldi, nauðgar og misnotar með ýmsum hætti. Þar skiptir máli að lögreglan hafi fjármagn og þekkingu til að sinna slíkum málum af myndugleika og að með sálgæslu og umhyggju sé málunum fylgt fast eftir. Öll börn eru okkar börn og okkur ber að tryggja þeim öllum gott líf. En til þess þarf vilja og stjórnvöld með hjartað á réttum stað.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun