Erlent

Niinistö virðist eiga sigurinn vísan

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 69 ára Sauli Niinistö tók við embætti forseta árið 2012.
Hinn 69 ára Sauli Niinistö tók við embætti forseta árið 2012. Vísir/AFP
Stuðningur við finnska forsetann Sauli Niinistö heldur áfram að aukast eftir því sem nær dregur forsetakosningum í Finnlandi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun YLE.

Stuðningur Niinistö mælist nú í kringum 80 prósent, fjórum prósentum meira en í síðustu könnun sem gerð var í síðasta mánuði.

Helsti andstæðingur forsetans, Græninginn Pekka Haavisto, mælist með um tíu prósent stuðning, um fjórum prósentum minna en í október. Þannig mælist Niinistö einnig með meiri stuðning en Haavisto meðal þeirra sem kjósa Græningja. Alls tóku um 1.400 manns þátt í könnuninni.

Forsetakosningar fara fram í Finnlandi þann 28. janúar næstkomandi. Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í þeim kosningum verður kosið milli tveggja efstu í síðari umferð, sem fram færi 11. febrúar.

Hinn 69 ára Niinistö tók við embætti forseta árið 2012. Í haust var greint frá því að Niinistö og eiginkona hans, Jenni Haukio, ættu von á barni í febrúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×