Við látum verkin tala Þorsteinn Víglundsson skrifar 9. október 2017 14:47 Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi. Við lögðum áherslu á að lækka vaxtastigið í landinu, setja velferðina í forgang á grundvelli traustrar hagstjórnar og grípa aðgerða til að eyða kynbundnum launamun með jafnlaunavottun svo dæmi séu tekin. Við töluðum fyrir hagsmunum almennings í landbúnaðarmálum. Þó svo stjórnarsamstarfið hafi ekki reynst langlíft erum við stolt af því sem við komum í verk. Á aðeins 9 mánuðum náðum við aðGreiða skuldir ríkissjóðs niður um 200 milljarða og lækka vaxtakostnað um 20%. Þeir fjármunir nýtast vel í önnur verkefni svo sem velferðarmál.Lögbinda jafnlaunavottun, eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið til að útrýma kynbundnum launamun. Aðgerðin vakti heimsathygli enda Ísland fyrsta landið til að grípa til svo róttækra aðgerða.Setja velferðina í forgang. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar voru útgjöld til velferðar og menntamála aukin um 106 milljarða á föstu verðlagi. Það eru ¾ hlutar áætlaðrar útgjaldaaukningar til 2022.Húsnæðismálin voru tekin föstum tökum. Hér vantar um 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sér í lagi vantar litlar og ódýrar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og tekjulága. Undir forystu Viðreisnar tóku fjögur ráðuneyti og öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höndum saman um aðgerðir til að leysa þennan vanda með auknu lóðaframboði, lækkun byggingarkostnaðar og samræmingu á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Unnið er af krafti að framkvæmd þessarar áætlunar.Við hófum endurskoðun peningastefnunnar. Vextir hér á landi eru allt of háir. Stjórnmálamenn hafa bölvað afleiðingum peningastefnunnar undafarna tvo áratugi án þess að ráðast að rót vandans. Tillögur um mögulegar leiðir til endurskoðunar peningastefnunnar með lækkun vaxta að markmiði munu liggja fyrir í upphafi næsta árs.Vinna við endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og upptöku starfsgetumats í stað örorkumats var sett á fulla ferð. Hvoru tveggja er nauðsynlegt til að stuðla að auknum tækifærum öryrkja á vinnumarkaði og bættum lífsgæðum.Við lukum afnámi hafta. Í kjölfarið hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A, sú hæsta frá hruni.Við þrefölduðum fjárveitingar til móttöku kvótaflóttamanna.Við opnuðum reikninga ríkisins til að auka gagnsæi.Við settum hagsmuni neytenda í forgang í landbúnaðarmálum. Allt þetta og fleira til náðum við að gera á þessum stutta tíma. Hugsaðu þér hvað við gætum gert á heilu kjörtímabili. Kosningarnar framundan snúast um orð og efnir stjórnmálamanna. Þær snúast um vilja og kjark til verka. Síðast en ekki síst snúast þær að tryggja að frjálslynt og umburðarlynt samfélag þar sem lífskjör verða eins og best verður á kosið í samanburði við nágrannalönd okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi. Við lögðum áherslu á að lækka vaxtastigið í landinu, setja velferðina í forgang á grundvelli traustrar hagstjórnar og grípa aðgerða til að eyða kynbundnum launamun með jafnlaunavottun svo dæmi séu tekin. Við töluðum fyrir hagsmunum almennings í landbúnaðarmálum. Þó svo stjórnarsamstarfið hafi ekki reynst langlíft erum við stolt af því sem við komum í verk. Á aðeins 9 mánuðum náðum við aðGreiða skuldir ríkissjóðs niður um 200 milljarða og lækka vaxtakostnað um 20%. Þeir fjármunir nýtast vel í önnur verkefni svo sem velferðarmál.Lögbinda jafnlaunavottun, eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið til að útrýma kynbundnum launamun. Aðgerðin vakti heimsathygli enda Ísland fyrsta landið til að grípa til svo róttækra aðgerða.Setja velferðina í forgang. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar voru útgjöld til velferðar og menntamála aukin um 106 milljarða á föstu verðlagi. Það eru ¾ hlutar áætlaðrar útgjaldaaukningar til 2022.Húsnæðismálin voru tekin föstum tökum. Hér vantar um 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sér í lagi vantar litlar og ódýrar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og tekjulága. Undir forystu Viðreisnar tóku fjögur ráðuneyti og öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höndum saman um aðgerðir til að leysa þennan vanda með auknu lóðaframboði, lækkun byggingarkostnaðar og samræmingu á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Unnið er af krafti að framkvæmd þessarar áætlunar.Við hófum endurskoðun peningastefnunnar. Vextir hér á landi eru allt of háir. Stjórnmálamenn hafa bölvað afleiðingum peningastefnunnar undafarna tvo áratugi án þess að ráðast að rót vandans. Tillögur um mögulegar leiðir til endurskoðunar peningastefnunnar með lækkun vaxta að markmiði munu liggja fyrir í upphafi næsta árs.Vinna við endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og upptöku starfsgetumats í stað örorkumats var sett á fulla ferð. Hvoru tveggja er nauðsynlegt til að stuðla að auknum tækifærum öryrkja á vinnumarkaði og bættum lífsgæðum.Við lukum afnámi hafta. Í kjölfarið hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A, sú hæsta frá hruni.Við þrefölduðum fjárveitingar til móttöku kvótaflóttamanna.Við opnuðum reikninga ríkisins til að auka gagnsæi.Við settum hagsmuni neytenda í forgang í landbúnaðarmálum. Allt þetta og fleira til náðum við að gera á þessum stutta tíma. Hugsaðu þér hvað við gætum gert á heilu kjörtímabili. Kosningarnar framundan snúast um orð og efnir stjórnmálamanna. Þær snúast um vilja og kjark til verka. Síðast en ekki síst snúast þær að tryggja að frjálslynt og umburðarlynt samfélag þar sem lífskjör verða eins og best verður á kosið í samanburði við nágrannalönd okkar.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun