Við látum verkin tala Þorsteinn Víglundsson skrifar 9. október 2017 14:47 Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi. Við lögðum áherslu á að lækka vaxtastigið í landinu, setja velferðina í forgang á grundvelli traustrar hagstjórnar og grípa aðgerða til að eyða kynbundnum launamun með jafnlaunavottun svo dæmi séu tekin. Við töluðum fyrir hagsmunum almennings í landbúnaðarmálum. Þó svo stjórnarsamstarfið hafi ekki reynst langlíft erum við stolt af því sem við komum í verk. Á aðeins 9 mánuðum náðum við aðGreiða skuldir ríkissjóðs niður um 200 milljarða og lækka vaxtakostnað um 20%. Þeir fjármunir nýtast vel í önnur verkefni svo sem velferðarmál.Lögbinda jafnlaunavottun, eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið til að útrýma kynbundnum launamun. Aðgerðin vakti heimsathygli enda Ísland fyrsta landið til að grípa til svo róttækra aðgerða.Setja velferðina í forgang. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar voru útgjöld til velferðar og menntamála aukin um 106 milljarða á föstu verðlagi. Það eru ¾ hlutar áætlaðrar útgjaldaaukningar til 2022.Húsnæðismálin voru tekin föstum tökum. Hér vantar um 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sér í lagi vantar litlar og ódýrar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og tekjulága. Undir forystu Viðreisnar tóku fjögur ráðuneyti og öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höndum saman um aðgerðir til að leysa þennan vanda með auknu lóðaframboði, lækkun byggingarkostnaðar og samræmingu á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Unnið er af krafti að framkvæmd þessarar áætlunar.Við hófum endurskoðun peningastefnunnar. Vextir hér á landi eru allt of háir. Stjórnmálamenn hafa bölvað afleiðingum peningastefnunnar undafarna tvo áratugi án þess að ráðast að rót vandans. Tillögur um mögulegar leiðir til endurskoðunar peningastefnunnar með lækkun vaxta að markmiði munu liggja fyrir í upphafi næsta árs.Vinna við endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og upptöku starfsgetumats í stað örorkumats var sett á fulla ferð. Hvoru tveggja er nauðsynlegt til að stuðla að auknum tækifærum öryrkja á vinnumarkaði og bættum lífsgæðum.Við lukum afnámi hafta. Í kjölfarið hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A, sú hæsta frá hruni.Við þrefölduðum fjárveitingar til móttöku kvótaflóttamanna.Við opnuðum reikninga ríkisins til að auka gagnsæi.Við settum hagsmuni neytenda í forgang í landbúnaðarmálum. Allt þetta og fleira til náðum við að gera á þessum stutta tíma. Hugsaðu þér hvað við gætum gert á heilu kjörtímabili. Kosningarnar framundan snúast um orð og efnir stjórnmálamanna. Þær snúast um vilja og kjark til verka. Síðast en ekki síst snúast þær að tryggja að frjálslynt og umburðarlynt samfélag þar sem lífskjör verða eins og best verður á kosið í samanburði við nágrannalönd okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi. Við lögðum áherslu á að lækka vaxtastigið í landinu, setja velferðina í forgang á grundvelli traustrar hagstjórnar og grípa aðgerða til að eyða kynbundnum launamun með jafnlaunavottun svo dæmi séu tekin. Við töluðum fyrir hagsmunum almennings í landbúnaðarmálum. Þó svo stjórnarsamstarfið hafi ekki reynst langlíft erum við stolt af því sem við komum í verk. Á aðeins 9 mánuðum náðum við aðGreiða skuldir ríkissjóðs niður um 200 milljarða og lækka vaxtakostnað um 20%. Þeir fjármunir nýtast vel í önnur verkefni svo sem velferðarmál.Lögbinda jafnlaunavottun, eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið til að útrýma kynbundnum launamun. Aðgerðin vakti heimsathygli enda Ísland fyrsta landið til að grípa til svo róttækra aðgerða.Setja velferðina í forgang. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar voru útgjöld til velferðar og menntamála aukin um 106 milljarða á föstu verðlagi. Það eru ¾ hlutar áætlaðrar útgjaldaaukningar til 2022.Húsnæðismálin voru tekin föstum tökum. Hér vantar um 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sér í lagi vantar litlar og ódýrar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og tekjulága. Undir forystu Viðreisnar tóku fjögur ráðuneyti og öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höndum saman um aðgerðir til að leysa þennan vanda með auknu lóðaframboði, lækkun byggingarkostnaðar og samræmingu á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Unnið er af krafti að framkvæmd þessarar áætlunar.Við hófum endurskoðun peningastefnunnar. Vextir hér á landi eru allt of háir. Stjórnmálamenn hafa bölvað afleiðingum peningastefnunnar undafarna tvo áratugi án þess að ráðast að rót vandans. Tillögur um mögulegar leiðir til endurskoðunar peningastefnunnar með lækkun vaxta að markmiði munu liggja fyrir í upphafi næsta árs.Vinna við endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og upptöku starfsgetumats í stað örorkumats var sett á fulla ferð. Hvoru tveggja er nauðsynlegt til að stuðla að auknum tækifærum öryrkja á vinnumarkaði og bættum lífsgæðum.Við lukum afnámi hafta. Í kjölfarið hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A, sú hæsta frá hruni.Við þrefölduðum fjárveitingar til móttöku kvótaflóttamanna.Við opnuðum reikninga ríkisins til að auka gagnsæi.Við settum hagsmuni neytenda í forgang í landbúnaðarmálum. Allt þetta og fleira til náðum við að gera á þessum stutta tíma. Hugsaðu þér hvað við gætum gert á heilu kjörtímabili. Kosningarnar framundan snúast um orð og efnir stjórnmálamanna. Þær snúast um vilja og kjark til verka. Síðast en ekki síst snúast þær að tryggja að frjálslynt og umburðarlynt samfélag þar sem lífskjör verða eins og best verður á kosið í samanburði við nágrannalönd okkar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun