Um húsnæðismál Úrsúla Jünemann skrifar 28. apríl 2017 07:00 1973 varð eldgos í Vestmannaeyjum og fleiri þúsund manns sem höfðu búið í Heimaey urðu húsnæðislaus. Á mjög stuttum tíma risu þá lítil hús fyrir þetta fólk, svonefnd viðlagasjóðshús. Þetta voru ekki glæsihallir en notalegar litlar íbúðir sem uppfylltu þarfir manna um að fá þak yfir höfuðið. Við keyptum á sínum tíma slíkt hús, tæplega 100 m2 timburraðhús með litlum garði. Þetta eru finnsk einingahús þar sem hver krókur og kimi nýtist vel. Þarna höfum við hjón búið í 34 ár ásamt sonunum okkar tveimur. Okkur líður vel og við ætlum ekki að flytja héðan. Húsnæðisvandi unga fólksins er á allra vörum. Það þarf að byggja fleiri hús og íbúðir til að leysa þennan vanda. En hvað er að gerast og hefur gerst undanfarið? Okurfélög eins og Gamma og Heimavellir hafa séð sér leik á borði og keypt upp húsnæði í stórum stíl til að leigja út á uppsprengdu verði. Húsnæði sem er til sölu í dag er yfirleitt of stórt og of dýrt þannig að venjulegur launþegi á ekki nokkurn möguleika að fjárfesta í slíku. Fátt er í boði af litlum íbúðum og er með langhæsta fermetraverðið. Auðvitað, markaðurinn ræður. Við slíkri þróun er með öllu óskiljanlegt að Íbúðalánasjóður seldi stóran part af sínum íbúðum til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Unga fólkið sem ætlar að kaupa sína fyrsta íbúð verður verst úti, oft með námslán á herðunum og engan sparnað. Ef efnaðir foreldrar styðja ekki við bakið á þeim er dæmið alveg vonlaust. Þunglyndi meðal unga fólksins hefur aldrei verið jafn áberandi. Landflótti heldur áfram og við missum oft þau efnilegustu úr landi. En hvaða íbúðir er verið að byggja núna? Steinsteypuklumpa, oft með bílakjallara undir, sem hækkar verðið um nokkrar milljónir. Innanhúss stór rými sem nýtast illa, en flott skal það vera. Verktakar vilja yfirleitt ekki fara í að byggja litlar ódýrar íbúðir því ekki er hægt að græða nóg á því. Í fasteignaauglýsingum finnur maður varla íbúðir undir 35 – 40 milljónum. Þar fyrir neðan eru nokkrar ósamþykktar kjallaraholur í boði þar sem mygla og jafnvel meindýr er að finna. Og þegar maður skoðar leiguhúsnæði þá er villta vestrið alveg í hámarki, leigufélögin gera sér neyð fólksins að féþúfu. Leiguverðið gleypir að mestu leyti kaup venjulegs launafólks. Allar kjarabætur undanfarinna ára eru fyrir löngu farnar í þessa botnlausu hít. Nú spyr ég: Af hverju er enn þá verið að byggja húsnæði sem fáir hafa efni á að kaupa? Af hverju er ekki hægt að reisa lítil ódýr einingahús á steyptri plötu, ekki seinna en núna, til að vinna gegn þessum bráða húsnæðisvanda? Alveg eins og eftir Vestmannaeyjagosið á sínum tíma? Ríkið og sveitarfélög ættu að geta unnið saman að slíkum verkefnum. Ávinningurinn væri ekki beint í beinhörðum peningum. En það myndi efla samkeppni á húsnæðismarkaðnum, slá vopnin úr höndum leiguokrara og koma í veg fyrir landflótta og vanlíðan ungs fólks sem endar oftar en ekki í örorku. Ef ekki á að fara illa er þörf á markvissum aðgerðum núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
1973 varð eldgos í Vestmannaeyjum og fleiri þúsund manns sem höfðu búið í Heimaey urðu húsnæðislaus. Á mjög stuttum tíma risu þá lítil hús fyrir þetta fólk, svonefnd viðlagasjóðshús. Þetta voru ekki glæsihallir en notalegar litlar íbúðir sem uppfylltu þarfir manna um að fá þak yfir höfuðið. Við keyptum á sínum tíma slíkt hús, tæplega 100 m2 timburraðhús með litlum garði. Þetta eru finnsk einingahús þar sem hver krókur og kimi nýtist vel. Þarna höfum við hjón búið í 34 ár ásamt sonunum okkar tveimur. Okkur líður vel og við ætlum ekki að flytja héðan. Húsnæðisvandi unga fólksins er á allra vörum. Það þarf að byggja fleiri hús og íbúðir til að leysa þennan vanda. En hvað er að gerast og hefur gerst undanfarið? Okurfélög eins og Gamma og Heimavellir hafa séð sér leik á borði og keypt upp húsnæði í stórum stíl til að leigja út á uppsprengdu verði. Húsnæði sem er til sölu í dag er yfirleitt of stórt og of dýrt þannig að venjulegur launþegi á ekki nokkurn möguleika að fjárfesta í slíku. Fátt er í boði af litlum íbúðum og er með langhæsta fermetraverðið. Auðvitað, markaðurinn ræður. Við slíkri þróun er með öllu óskiljanlegt að Íbúðalánasjóður seldi stóran part af sínum íbúðum til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Unga fólkið sem ætlar að kaupa sína fyrsta íbúð verður verst úti, oft með námslán á herðunum og engan sparnað. Ef efnaðir foreldrar styðja ekki við bakið á þeim er dæmið alveg vonlaust. Þunglyndi meðal unga fólksins hefur aldrei verið jafn áberandi. Landflótti heldur áfram og við missum oft þau efnilegustu úr landi. En hvaða íbúðir er verið að byggja núna? Steinsteypuklumpa, oft með bílakjallara undir, sem hækkar verðið um nokkrar milljónir. Innanhúss stór rými sem nýtast illa, en flott skal það vera. Verktakar vilja yfirleitt ekki fara í að byggja litlar ódýrar íbúðir því ekki er hægt að græða nóg á því. Í fasteignaauglýsingum finnur maður varla íbúðir undir 35 – 40 milljónum. Þar fyrir neðan eru nokkrar ósamþykktar kjallaraholur í boði þar sem mygla og jafnvel meindýr er að finna. Og þegar maður skoðar leiguhúsnæði þá er villta vestrið alveg í hámarki, leigufélögin gera sér neyð fólksins að féþúfu. Leiguverðið gleypir að mestu leyti kaup venjulegs launafólks. Allar kjarabætur undanfarinna ára eru fyrir löngu farnar í þessa botnlausu hít. Nú spyr ég: Af hverju er enn þá verið að byggja húsnæði sem fáir hafa efni á að kaupa? Af hverju er ekki hægt að reisa lítil ódýr einingahús á steyptri plötu, ekki seinna en núna, til að vinna gegn þessum bráða húsnæðisvanda? Alveg eins og eftir Vestmannaeyjagosið á sínum tíma? Ríkið og sveitarfélög ættu að geta unnið saman að slíkum verkefnum. Ávinningurinn væri ekki beint í beinhörðum peningum. En það myndi efla samkeppni á húsnæðismarkaðnum, slá vopnin úr höndum leiguokrara og koma í veg fyrir landflótta og vanlíðan ungs fólks sem endar oftar en ekki í örorku. Ef ekki á að fara illa er þörf á markvissum aðgerðum núna.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun