Um húsnæðismál Úrsúla Jünemann skrifar 28. apríl 2017 07:00 1973 varð eldgos í Vestmannaeyjum og fleiri þúsund manns sem höfðu búið í Heimaey urðu húsnæðislaus. Á mjög stuttum tíma risu þá lítil hús fyrir þetta fólk, svonefnd viðlagasjóðshús. Þetta voru ekki glæsihallir en notalegar litlar íbúðir sem uppfylltu þarfir manna um að fá þak yfir höfuðið. Við keyptum á sínum tíma slíkt hús, tæplega 100 m2 timburraðhús með litlum garði. Þetta eru finnsk einingahús þar sem hver krókur og kimi nýtist vel. Þarna höfum við hjón búið í 34 ár ásamt sonunum okkar tveimur. Okkur líður vel og við ætlum ekki að flytja héðan. Húsnæðisvandi unga fólksins er á allra vörum. Það þarf að byggja fleiri hús og íbúðir til að leysa þennan vanda. En hvað er að gerast og hefur gerst undanfarið? Okurfélög eins og Gamma og Heimavellir hafa séð sér leik á borði og keypt upp húsnæði í stórum stíl til að leigja út á uppsprengdu verði. Húsnæði sem er til sölu í dag er yfirleitt of stórt og of dýrt þannig að venjulegur launþegi á ekki nokkurn möguleika að fjárfesta í slíku. Fátt er í boði af litlum íbúðum og er með langhæsta fermetraverðið. Auðvitað, markaðurinn ræður. Við slíkri þróun er með öllu óskiljanlegt að Íbúðalánasjóður seldi stóran part af sínum íbúðum til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Unga fólkið sem ætlar að kaupa sína fyrsta íbúð verður verst úti, oft með námslán á herðunum og engan sparnað. Ef efnaðir foreldrar styðja ekki við bakið á þeim er dæmið alveg vonlaust. Þunglyndi meðal unga fólksins hefur aldrei verið jafn áberandi. Landflótti heldur áfram og við missum oft þau efnilegustu úr landi. En hvaða íbúðir er verið að byggja núna? Steinsteypuklumpa, oft með bílakjallara undir, sem hækkar verðið um nokkrar milljónir. Innanhúss stór rými sem nýtast illa, en flott skal það vera. Verktakar vilja yfirleitt ekki fara í að byggja litlar ódýrar íbúðir því ekki er hægt að græða nóg á því. Í fasteignaauglýsingum finnur maður varla íbúðir undir 35 – 40 milljónum. Þar fyrir neðan eru nokkrar ósamþykktar kjallaraholur í boði þar sem mygla og jafnvel meindýr er að finna. Og þegar maður skoðar leiguhúsnæði þá er villta vestrið alveg í hámarki, leigufélögin gera sér neyð fólksins að féþúfu. Leiguverðið gleypir að mestu leyti kaup venjulegs launafólks. Allar kjarabætur undanfarinna ára eru fyrir löngu farnar í þessa botnlausu hít. Nú spyr ég: Af hverju er enn þá verið að byggja húsnæði sem fáir hafa efni á að kaupa? Af hverju er ekki hægt að reisa lítil ódýr einingahús á steyptri plötu, ekki seinna en núna, til að vinna gegn þessum bráða húsnæðisvanda? Alveg eins og eftir Vestmannaeyjagosið á sínum tíma? Ríkið og sveitarfélög ættu að geta unnið saman að slíkum verkefnum. Ávinningurinn væri ekki beint í beinhörðum peningum. En það myndi efla samkeppni á húsnæðismarkaðnum, slá vopnin úr höndum leiguokrara og koma í veg fyrir landflótta og vanlíðan ungs fólks sem endar oftar en ekki í örorku. Ef ekki á að fara illa er þörf á markvissum aðgerðum núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
1973 varð eldgos í Vestmannaeyjum og fleiri þúsund manns sem höfðu búið í Heimaey urðu húsnæðislaus. Á mjög stuttum tíma risu þá lítil hús fyrir þetta fólk, svonefnd viðlagasjóðshús. Þetta voru ekki glæsihallir en notalegar litlar íbúðir sem uppfylltu þarfir manna um að fá þak yfir höfuðið. Við keyptum á sínum tíma slíkt hús, tæplega 100 m2 timburraðhús með litlum garði. Þetta eru finnsk einingahús þar sem hver krókur og kimi nýtist vel. Þarna höfum við hjón búið í 34 ár ásamt sonunum okkar tveimur. Okkur líður vel og við ætlum ekki að flytja héðan. Húsnæðisvandi unga fólksins er á allra vörum. Það þarf að byggja fleiri hús og íbúðir til að leysa þennan vanda. En hvað er að gerast og hefur gerst undanfarið? Okurfélög eins og Gamma og Heimavellir hafa séð sér leik á borði og keypt upp húsnæði í stórum stíl til að leigja út á uppsprengdu verði. Húsnæði sem er til sölu í dag er yfirleitt of stórt og of dýrt þannig að venjulegur launþegi á ekki nokkurn möguleika að fjárfesta í slíku. Fátt er í boði af litlum íbúðum og er með langhæsta fermetraverðið. Auðvitað, markaðurinn ræður. Við slíkri þróun er með öllu óskiljanlegt að Íbúðalánasjóður seldi stóran part af sínum íbúðum til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Unga fólkið sem ætlar að kaupa sína fyrsta íbúð verður verst úti, oft með námslán á herðunum og engan sparnað. Ef efnaðir foreldrar styðja ekki við bakið á þeim er dæmið alveg vonlaust. Þunglyndi meðal unga fólksins hefur aldrei verið jafn áberandi. Landflótti heldur áfram og við missum oft þau efnilegustu úr landi. En hvaða íbúðir er verið að byggja núna? Steinsteypuklumpa, oft með bílakjallara undir, sem hækkar verðið um nokkrar milljónir. Innanhúss stór rými sem nýtast illa, en flott skal það vera. Verktakar vilja yfirleitt ekki fara í að byggja litlar ódýrar íbúðir því ekki er hægt að græða nóg á því. Í fasteignaauglýsingum finnur maður varla íbúðir undir 35 – 40 milljónum. Þar fyrir neðan eru nokkrar ósamþykktar kjallaraholur í boði þar sem mygla og jafnvel meindýr er að finna. Og þegar maður skoðar leiguhúsnæði þá er villta vestrið alveg í hámarki, leigufélögin gera sér neyð fólksins að féþúfu. Leiguverðið gleypir að mestu leyti kaup venjulegs launafólks. Allar kjarabætur undanfarinna ára eru fyrir löngu farnar í þessa botnlausu hít. Nú spyr ég: Af hverju er enn þá verið að byggja húsnæði sem fáir hafa efni á að kaupa? Af hverju er ekki hægt að reisa lítil ódýr einingahús á steyptri plötu, ekki seinna en núna, til að vinna gegn þessum bráða húsnæðisvanda? Alveg eins og eftir Vestmannaeyjagosið á sínum tíma? Ríkið og sveitarfélög ættu að geta unnið saman að slíkum verkefnum. Ávinningurinn væri ekki beint í beinhörðum peningum. En það myndi efla samkeppni á húsnæðismarkaðnum, slá vopnin úr höndum leiguokrara og koma í veg fyrir landflótta og vanlíðan ungs fólks sem endar oftar en ekki í örorku. Ef ekki á að fara illa er þörf á markvissum aðgerðum núna.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun