Um húsnæðismál Úrsúla Jünemann skrifar 28. apríl 2017 07:00 1973 varð eldgos í Vestmannaeyjum og fleiri þúsund manns sem höfðu búið í Heimaey urðu húsnæðislaus. Á mjög stuttum tíma risu þá lítil hús fyrir þetta fólk, svonefnd viðlagasjóðshús. Þetta voru ekki glæsihallir en notalegar litlar íbúðir sem uppfylltu þarfir manna um að fá þak yfir höfuðið. Við keyptum á sínum tíma slíkt hús, tæplega 100 m2 timburraðhús með litlum garði. Þetta eru finnsk einingahús þar sem hver krókur og kimi nýtist vel. Þarna höfum við hjón búið í 34 ár ásamt sonunum okkar tveimur. Okkur líður vel og við ætlum ekki að flytja héðan. Húsnæðisvandi unga fólksins er á allra vörum. Það þarf að byggja fleiri hús og íbúðir til að leysa þennan vanda. En hvað er að gerast og hefur gerst undanfarið? Okurfélög eins og Gamma og Heimavellir hafa séð sér leik á borði og keypt upp húsnæði í stórum stíl til að leigja út á uppsprengdu verði. Húsnæði sem er til sölu í dag er yfirleitt of stórt og of dýrt þannig að venjulegur launþegi á ekki nokkurn möguleika að fjárfesta í slíku. Fátt er í boði af litlum íbúðum og er með langhæsta fermetraverðið. Auðvitað, markaðurinn ræður. Við slíkri þróun er með öllu óskiljanlegt að Íbúðalánasjóður seldi stóran part af sínum íbúðum til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Unga fólkið sem ætlar að kaupa sína fyrsta íbúð verður verst úti, oft með námslán á herðunum og engan sparnað. Ef efnaðir foreldrar styðja ekki við bakið á þeim er dæmið alveg vonlaust. Þunglyndi meðal unga fólksins hefur aldrei verið jafn áberandi. Landflótti heldur áfram og við missum oft þau efnilegustu úr landi. En hvaða íbúðir er verið að byggja núna? Steinsteypuklumpa, oft með bílakjallara undir, sem hækkar verðið um nokkrar milljónir. Innanhúss stór rými sem nýtast illa, en flott skal það vera. Verktakar vilja yfirleitt ekki fara í að byggja litlar ódýrar íbúðir því ekki er hægt að græða nóg á því. Í fasteignaauglýsingum finnur maður varla íbúðir undir 35 – 40 milljónum. Þar fyrir neðan eru nokkrar ósamþykktar kjallaraholur í boði þar sem mygla og jafnvel meindýr er að finna. Og þegar maður skoðar leiguhúsnæði þá er villta vestrið alveg í hámarki, leigufélögin gera sér neyð fólksins að féþúfu. Leiguverðið gleypir að mestu leyti kaup venjulegs launafólks. Allar kjarabætur undanfarinna ára eru fyrir löngu farnar í þessa botnlausu hít. Nú spyr ég: Af hverju er enn þá verið að byggja húsnæði sem fáir hafa efni á að kaupa? Af hverju er ekki hægt að reisa lítil ódýr einingahús á steyptri plötu, ekki seinna en núna, til að vinna gegn þessum bráða húsnæðisvanda? Alveg eins og eftir Vestmannaeyjagosið á sínum tíma? Ríkið og sveitarfélög ættu að geta unnið saman að slíkum verkefnum. Ávinningurinn væri ekki beint í beinhörðum peningum. En það myndi efla samkeppni á húsnæðismarkaðnum, slá vopnin úr höndum leiguokrara og koma í veg fyrir landflótta og vanlíðan ungs fólks sem endar oftar en ekki í örorku. Ef ekki á að fara illa er þörf á markvissum aðgerðum núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
1973 varð eldgos í Vestmannaeyjum og fleiri þúsund manns sem höfðu búið í Heimaey urðu húsnæðislaus. Á mjög stuttum tíma risu þá lítil hús fyrir þetta fólk, svonefnd viðlagasjóðshús. Þetta voru ekki glæsihallir en notalegar litlar íbúðir sem uppfylltu þarfir manna um að fá þak yfir höfuðið. Við keyptum á sínum tíma slíkt hús, tæplega 100 m2 timburraðhús með litlum garði. Þetta eru finnsk einingahús þar sem hver krókur og kimi nýtist vel. Þarna höfum við hjón búið í 34 ár ásamt sonunum okkar tveimur. Okkur líður vel og við ætlum ekki að flytja héðan. Húsnæðisvandi unga fólksins er á allra vörum. Það þarf að byggja fleiri hús og íbúðir til að leysa þennan vanda. En hvað er að gerast og hefur gerst undanfarið? Okurfélög eins og Gamma og Heimavellir hafa séð sér leik á borði og keypt upp húsnæði í stórum stíl til að leigja út á uppsprengdu verði. Húsnæði sem er til sölu í dag er yfirleitt of stórt og of dýrt þannig að venjulegur launþegi á ekki nokkurn möguleika að fjárfesta í slíku. Fátt er í boði af litlum íbúðum og er með langhæsta fermetraverðið. Auðvitað, markaðurinn ræður. Við slíkri þróun er með öllu óskiljanlegt að Íbúðalánasjóður seldi stóran part af sínum íbúðum til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Unga fólkið sem ætlar að kaupa sína fyrsta íbúð verður verst úti, oft með námslán á herðunum og engan sparnað. Ef efnaðir foreldrar styðja ekki við bakið á þeim er dæmið alveg vonlaust. Þunglyndi meðal unga fólksins hefur aldrei verið jafn áberandi. Landflótti heldur áfram og við missum oft þau efnilegustu úr landi. En hvaða íbúðir er verið að byggja núna? Steinsteypuklumpa, oft með bílakjallara undir, sem hækkar verðið um nokkrar milljónir. Innanhúss stór rými sem nýtast illa, en flott skal það vera. Verktakar vilja yfirleitt ekki fara í að byggja litlar ódýrar íbúðir því ekki er hægt að græða nóg á því. Í fasteignaauglýsingum finnur maður varla íbúðir undir 35 – 40 milljónum. Þar fyrir neðan eru nokkrar ósamþykktar kjallaraholur í boði þar sem mygla og jafnvel meindýr er að finna. Og þegar maður skoðar leiguhúsnæði þá er villta vestrið alveg í hámarki, leigufélögin gera sér neyð fólksins að féþúfu. Leiguverðið gleypir að mestu leyti kaup venjulegs launafólks. Allar kjarabætur undanfarinna ára eru fyrir löngu farnar í þessa botnlausu hít. Nú spyr ég: Af hverju er enn þá verið að byggja húsnæði sem fáir hafa efni á að kaupa? Af hverju er ekki hægt að reisa lítil ódýr einingahús á steyptri plötu, ekki seinna en núna, til að vinna gegn þessum bráða húsnæðisvanda? Alveg eins og eftir Vestmannaeyjagosið á sínum tíma? Ríkið og sveitarfélög ættu að geta unnið saman að slíkum verkefnum. Ávinningurinn væri ekki beint í beinhörðum peningum. En það myndi efla samkeppni á húsnæðismarkaðnum, slá vopnin úr höndum leiguokrara og koma í veg fyrir landflótta og vanlíðan ungs fólks sem endar oftar en ekki í örorku. Ef ekki á að fara illa er þörf á markvissum aðgerðum núna.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar