Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar 12. nóvember 2025 14:33 Síðastliðið mánudagskvöld ákvað ég að gerast svo frægur að horfa á úrslitakvöld Skrekks. Fyrir þau sem ekki vita er Skrekkur hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, haldin á vegum Reykjavíkurborgar síðan 1990. Mörg hundruð ungmenni í 24 skólum Reykjavíkurborgar með unglingadeild taka þátt. Úrslitakeppnin var í beinni útsendingu á RÚV. Þessi keppni er afar merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún hefur nú gengið í 35 ár, og verður bara vinsælli með hverju árinu. Það þarf ekki að deila um það að svona keppni hefur gríðarlega góð áhrif á forvarnarstarf í hverfum, því að þarna geta öll börn tjáð sig - líka þau sem eiga erfitt með bóklegt nám. Andinn á hátíðinni virtist virkilega góður, og þar voru öll að fagna með - sama hvaða skóla þau voru í. Allir dönsuðu með baksviðs og enginn rýgur milli skóla, eins og börnin sögðu sjálf. Þarna voru allskonar börn, börn með fatlanir, börn með dökkan húðlit, börn af erlendum uppruna - eflaust einhver sem eiga foreldra í Miðflokknum og önnur í Samfylkingunni. En öll stóðu þau saman og fyrir vikið má búast við að upplifunin verði margfalt betri. Gullmolar fyrir stjórnmálafólk (og alla aðra)! En það sem er eflaust markverðast við þessa keppni er tjáningin. Hvert atriði er gullmoli, sín eigin saga. Þarna sjást skoðanir barna best, án nokkura atbeina fullorðina einstaklinga. Enginn getur haft áhrif nema börnin sjálf. Í reglum Skrekks segir nefnilega: ,,Hugmynd að atriði verður að koma frá grunnskólanemendum en ekki frá utanaðkomandi aðila. Atriðin eiga að vera unnin af nemendum frá hugmynd til sviðsetningar. Hlutverk fullorðinna er að vera til halds og trausts fyrir hópinn og leiðbeina í gegnum ferlið.’’ Fjölbreytileikinn réði svoleiðis ríkjum. Viðfangsefnin voru mörg mjög þung: stress og kvíði, málefni trans einstaklinga, málefni náttúrunar og útrýmingarhætta dýra, áróður, og drykkjuskapur. En þau voru einnig mörg á léttari nótunum, meðal annars gátu áhorfendur bæði skyggst inn í sirkus og fest sig inn í tölvuleik. Þá er ég ekki búinn að telja upp allt sem að kom fram - enda voru undanúrslitin þrjú. Þrátt fyrir athyglina og áróður utan úr heimi - var ekki að sjá svo mikið sem dropa af skrekk í þessum börnum. Ég held að það væri gott fyrir stjórnmálamenn, sem að telja sig vinna að málefnum barna, að horfa á keppnina og sjá heiminn frá sjónarhóli þeirra. Þarna fer peningurinn alls ekki í vaskinn, og ánægjan sem skein úr andliti krakkanna var svoleiðis að maður táraðist. Það þarf ekki allt að vera vottað af ÍSÍ! Það mikilvæga í þessu líka er að það þarf ekki alltaf að vera íþrótt staðfest af ÍSÍ, sem kostar hundruði þúsunda króna, til þess að það sé gaman - og það má gerast innan skóla. Það eflir bekkjar- og skólabrag, skapar samvinnu og samkennd, sem nýtist líka í námi. Ég veit að eflaust eru ekki svona keppnir á áhugalista allra - en þá er gott að hafa einnig mörg önnur spennandi verkefni í boði - s.s. spurningakeppnir og tónlistarkeppnir. Nú er lag! Margar sambærilegar keppnir og Skrekkur hafa verið stofnaðar út á landi. Fiðringurinn er hæfileikakeppni á Norðurlandi Eystra, og Skjálftinn á Suðurlandi. En enginn slík keppni er t.d. haldinn í Kraganum. Nú er lag fyrir sveitarstjórnir Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, og Seltjarnarness, að sigrast á skrekknum og byrja að skipuleggja sameiginlega keppni í anda Skrekks, Fiðringsins, og Skjálftans. Við Reykjavík, Suðurland og Norðurland Eystra vil ég aftur á móti segja: Meira svona! [Upplýsingar um Skrekk eru sóttar af vef MAK, Skjálftans og Reykjavíkurborgar. Einnig var stuðst við útsendingar RÚV í tengslum við Skrekk] Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Síðastliðið mánudagskvöld ákvað ég að gerast svo frægur að horfa á úrslitakvöld Skrekks. Fyrir þau sem ekki vita er Skrekkur hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, haldin á vegum Reykjavíkurborgar síðan 1990. Mörg hundruð ungmenni í 24 skólum Reykjavíkurborgar með unglingadeild taka þátt. Úrslitakeppnin var í beinni útsendingu á RÚV. Þessi keppni er afar merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún hefur nú gengið í 35 ár, og verður bara vinsælli með hverju árinu. Það þarf ekki að deila um það að svona keppni hefur gríðarlega góð áhrif á forvarnarstarf í hverfum, því að þarna geta öll börn tjáð sig - líka þau sem eiga erfitt með bóklegt nám. Andinn á hátíðinni virtist virkilega góður, og þar voru öll að fagna með - sama hvaða skóla þau voru í. Allir dönsuðu með baksviðs og enginn rýgur milli skóla, eins og börnin sögðu sjálf. Þarna voru allskonar börn, börn með fatlanir, börn með dökkan húðlit, börn af erlendum uppruna - eflaust einhver sem eiga foreldra í Miðflokknum og önnur í Samfylkingunni. En öll stóðu þau saman og fyrir vikið má búast við að upplifunin verði margfalt betri. Gullmolar fyrir stjórnmálafólk (og alla aðra)! En það sem er eflaust markverðast við þessa keppni er tjáningin. Hvert atriði er gullmoli, sín eigin saga. Þarna sjást skoðanir barna best, án nokkura atbeina fullorðina einstaklinga. Enginn getur haft áhrif nema börnin sjálf. Í reglum Skrekks segir nefnilega: ,,Hugmynd að atriði verður að koma frá grunnskólanemendum en ekki frá utanaðkomandi aðila. Atriðin eiga að vera unnin af nemendum frá hugmynd til sviðsetningar. Hlutverk fullorðinna er að vera til halds og trausts fyrir hópinn og leiðbeina í gegnum ferlið.’’ Fjölbreytileikinn réði svoleiðis ríkjum. Viðfangsefnin voru mörg mjög þung: stress og kvíði, málefni trans einstaklinga, málefni náttúrunar og útrýmingarhætta dýra, áróður, og drykkjuskapur. En þau voru einnig mörg á léttari nótunum, meðal annars gátu áhorfendur bæði skyggst inn í sirkus og fest sig inn í tölvuleik. Þá er ég ekki búinn að telja upp allt sem að kom fram - enda voru undanúrslitin þrjú. Þrátt fyrir athyglina og áróður utan úr heimi - var ekki að sjá svo mikið sem dropa af skrekk í þessum börnum. Ég held að það væri gott fyrir stjórnmálamenn, sem að telja sig vinna að málefnum barna, að horfa á keppnina og sjá heiminn frá sjónarhóli þeirra. Þarna fer peningurinn alls ekki í vaskinn, og ánægjan sem skein úr andliti krakkanna var svoleiðis að maður táraðist. Það þarf ekki allt að vera vottað af ÍSÍ! Það mikilvæga í þessu líka er að það þarf ekki alltaf að vera íþrótt staðfest af ÍSÍ, sem kostar hundruði þúsunda króna, til þess að það sé gaman - og það má gerast innan skóla. Það eflir bekkjar- og skólabrag, skapar samvinnu og samkennd, sem nýtist líka í námi. Ég veit að eflaust eru ekki svona keppnir á áhugalista allra - en þá er gott að hafa einnig mörg önnur spennandi verkefni í boði - s.s. spurningakeppnir og tónlistarkeppnir. Nú er lag! Margar sambærilegar keppnir og Skrekkur hafa verið stofnaðar út á landi. Fiðringurinn er hæfileikakeppni á Norðurlandi Eystra, og Skjálftinn á Suðurlandi. En enginn slík keppni er t.d. haldinn í Kraganum. Nú er lag fyrir sveitarstjórnir Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, og Seltjarnarness, að sigrast á skrekknum og byrja að skipuleggja sameiginlega keppni í anda Skrekks, Fiðringsins, og Skjálftans. Við Reykjavík, Suðurland og Norðurland Eystra vil ég aftur á móti segja: Meira svona! [Upplýsingar um Skrekk eru sóttar af vef MAK, Skjálftans og Reykjavíkurborgar. Einnig var stuðst við útsendingar RÚV í tengslum við Skrekk] Höfundur er nemi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun