Áskorun til Brynjars Níelssonar Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 10:55 Í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra stóð Félag um foreldrajafnrétti fyrir fundi með frambjóðendum, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna komu saman til að ræða málefni umgengnisforeldra, -einkum þau er varðar umgengnistálmanir. Kom fram á fundinum að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt ályktun þess efnis að skilgreina ætti ástæðulausar umgengnistálmanir sem ofbeldi í lögum. Fulltrúi Bjartrar framtíðar tók undir sjónarmið Framsóknarflokksins og sagði Brynjar Níelsson, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum, að hann hefði þá þegar samið frumvarp þess efnis. Ástæðulausar umgengnistálmanir eru gróft, kynbundið ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilis. Engin raunveruleg ráð eru til í lögum til að stemma stigu við því ofbeldi, og til að bæta gráu ofan á svart, hafa sýslumenn gerst sekir um að standa vörð um slíkt ofbeldi, -bæði með aðgerðarleysi sínu en einnig með ómálefnalegri málsmeðferð umgengnismála hjá sýslumannsembættunum. Það gera þeir án þess að byggja ákvarðanir og málsmeðferð á sjónarmiðum barnaverndaryfirvalda. Opinber gögn sýna að um 500 tálmunarmál veltast um hjá sýslumönnum á ári hverju, en óhætt er að áætla að fjöldi þeirra sé mun meiri. Samtök umgengnisforeldra telja brýnt að ástæðulausar umgengnistálmanir verði skilgreindar sem ofbeldi í lögum, þannig að tálmunarmál verði samstundis að barnaverndarmáli þegar þau koma á borð sýslumanns. Samtökin telja óhæft, og ekki í samræmi við reglur stjórnsýsluréttar um málefnaleg valdmörk, að sýslumaður sé að taka ákvarðanir út frá sjónarmiðum barnaverndar, heldur þurfa slíkar ákvarðanir að vera á hendi barnaverndaryfirvalda. Mikilvægt er að allar ákvarðanir um málefni skilnaðarbarna séu grundvallaðar á vandaðri málsmeðferð og málefnalegum sjónarmiðum. Sú er ekki raunin í dag! Samtök umgengnisforeldra skora á Brynjar Níelsson að leggja fram frumvarp sitt um umgengnistálmanir fram á Alþingi, svo það fái þinglega meðferð. Mikilvægi þess að slíkt frumvarp verði samþykkt á Alþingi er augljóst. Hins vegar er einnig mikilvægt að kjósendur fái að vita, hvaða stjórnmálamenn og hvaða stjórnmálaflokkar eru fylgjandi eða á móti slíku frumvarpi, og hvaða sjónarmið liggja þar að baki. Á framboðsfundinum fékk Brynjar standandi lófaklapp feðra vegna afstöðu sinnar til málaflokksins. Er hann nú hvattur til að standa við stóru orðin og leggja fram frumvarp gegn ástæðulausum umgengnistálmunum. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er stjórnsýslufræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldraGunnar Kristinn Þórðarson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra stóð Félag um foreldrajafnrétti fyrir fundi með frambjóðendum, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna komu saman til að ræða málefni umgengnisforeldra, -einkum þau er varðar umgengnistálmanir. Kom fram á fundinum að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt ályktun þess efnis að skilgreina ætti ástæðulausar umgengnistálmanir sem ofbeldi í lögum. Fulltrúi Bjartrar framtíðar tók undir sjónarmið Framsóknarflokksins og sagði Brynjar Níelsson, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum, að hann hefði þá þegar samið frumvarp þess efnis. Ástæðulausar umgengnistálmanir eru gróft, kynbundið ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilis. Engin raunveruleg ráð eru til í lögum til að stemma stigu við því ofbeldi, og til að bæta gráu ofan á svart, hafa sýslumenn gerst sekir um að standa vörð um slíkt ofbeldi, -bæði með aðgerðarleysi sínu en einnig með ómálefnalegri málsmeðferð umgengnismála hjá sýslumannsembættunum. Það gera þeir án þess að byggja ákvarðanir og málsmeðferð á sjónarmiðum barnaverndaryfirvalda. Opinber gögn sýna að um 500 tálmunarmál veltast um hjá sýslumönnum á ári hverju, en óhætt er að áætla að fjöldi þeirra sé mun meiri. Samtök umgengnisforeldra telja brýnt að ástæðulausar umgengnistálmanir verði skilgreindar sem ofbeldi í lögum, þannig að tálmunarmál verði samstundis að barnaverndarmáli þegar þau koma á borð sýslumanns. Samtökin telja óhæft, og ekki í samræmi við reglur stjórnsýsluréttar um málefnaleg valdmörk, að sýslumaður sé að taka ákvarðanir út frá sjónarmiðum barnaverndar, heldur þurfa slíkar ákvarðanir að vera á hendi barnaverndaryfirvalda. Mikilvægt er að allar ákvarðanir um málefni skilnaðarbarna séu grundvallaðar á vandaðri málsmeðferð og málefnalegum sjónarmiðum. Sú er ekki raunin í dag! Samtök umgengnisforeldra skora á Brynjar Níelsson að leggja fram frumvarp sitt um umgengnistálmanir fram á Alþingi, svo það fái þinglega meðferð. Mikilvægi þess að slíkt frumvarp verði samþykkt á Alþingi er augljóst. Hins vegar er einnig mikilvægt að kjósendur fái að vita, hvaða stjórnmálamenn og hvaða stjórnmálaflokkar eru fylgjandi eða á móti slíku frumvarpi, og hvaða sjónarmið liggja þar að baki. Á framboðsfundinum fékk Brynjar standandi lófaklapp feðra vegna afstöðu sinnar til málaflokksins. Er hann nú hvattur til að standa við stóru orðin og leggja fram frumvarp gegn ástæðulausum umgengnistálmunum. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er stjórnsýslufræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldraGunnar Kristinn Þórðarson
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar