Áskorun til Brynjars Níelssonar Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 10:55 Í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra stóð Félag um foreldrajafnrétti fyrir fundi með frambjóðendum, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna komu saman til að ræða málefni umgengnisforeldra, -einkum þau er varðar umgengnistálmanir. Kom fram á fundinum að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt ályktun þess efnis að skilgreina ætti ástæðulausar umgengnistálmanir sem ofbeldi í lögum. Fulltrúi Bjartrar framtíðar tók undir sjónarmið Framsóknarflokksins og sagði Brynjar Níelsson, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum, að hann hefði þá þegar samið frumvarp þess efnis. Ástæðulausar umgengnistálmanir eru gróft, kynbundið ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilis. Engin raunveruleg ráð eru til í lögum til að stemma stigu við því ofbeldi, og til að bæta gráu ofan á svart, hafa sýslumenn gerst sekir um að standa vörð um slíkt ofbeldi, -bæði með aðgerðarleysi sínu en einnig með ómálefnalegri málsmeðferð umgengnismála hjá sýslumannsembættunum. Það gera þeir án þess að byggja ákvarðanir og málsmeðferð á sjónarmiðum barnaverndaryfirvalda. Opinber gögn sýna að um 500 tálmunarmál veltast um hjá sýslumönnum á ári hverju, en óhætt er að áætla að fjöldi þeirra sé mun meiri. Samtök umgengnisforeldra telja brýnt að ástæðulausar umgengnistálmanir verði skilgreindar sem ofbeldi í lögum, þannig að tálmunarmál verði samstundis að barnaverndarmáli þegar þau koma á borð sýslumanns. Samtökin telja óhæft, og ekki í samræmi við reglur stjórnsýsluréttar um málefnaleg valdmörk, að sýslumaður sé að taka ákvarðanir út frá sjónarmiðum barnaverndar, heldur þurfa slíkar ákvarðanir að vera á hendi barnaverndaryfirvalda. Mikilvægt er að allar ákvarðanir um málefni skilnaðarbarna séu grundvallaðar á vandaðri málsmeðferð og málefnalegum sjónarmiðum. Sú er ekki raunin í dag! Samtök umgengnisforeldra skora á Brynjar Níelsson að leggja fram frumvarp sitt um umgengnistálmanir fram á Alþingi, svo það fái þinglega meðferð. Mikilvægi þess að slíkt frumvarp verði samþykkt á Alþingi er augljóst. Hins vegar er einnig mikilvægt að kjósendur fái að vita, hvaða stjórnmálamenn og hvaða stjórnmálaflokkar eru fylgjandi eða á móti slíku frumvarpi, og hvaða sjónarmið liggja þar að baki. Á framboðsfundinum fékk Brynjar standandi lófaklapp feðra vegna afstöðu sinnar til málaflokksins. Er hann nú hvattur til að standa við stóru orðin og leggja fram frumvarp gegn ástæðulausum umgengnistálmunum. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er stjórnsýslufræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldraGunnar Kristinn Þórðarson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra stóð Félag um foreldrajafnrétti fyrir fundi með frambjóðendum, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna komu saman til að ræða málefni umgengnisforeldra, -einkum þau er varðar umgengnistálmanir. Kom fram á fundinum að Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt ályktun þess efnis að skilgreina ætti ástæðulausar umgengnistálmanir sem ofbeldi í lögum. Fulltrúi Bjartrar framtíðar tók undir sjónarmið Framsóknarflokksins og sagði Brynjar Níelsson, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum, að hann hefði þá þegar samið frumvarp þess efnis. Ástæðulausar umgengnistálmanir eru gróft, kynbundið ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilis. Engin raunveruleg ráð eru til í lögum til að stemma stigu við því ofbeldi, og til að bæta gráu ofan á svart, hafa sýslumenn gerst sekir um að standa vörð um slíkt ofbeldi, -bæði með aðgerðarleysi sínu en einnig með ómálefnalegri málsmeðferð umgengnismála hjá sýslumannsembættunum. Það gera þeir án þess að byggja ákvarðanir og málsmeðferð á sjónarmiðum barnaverndaryfirvalda. Opinber gögn sýna að um 500 tálmunarmál veltast um hjá sýslumönnum á ári hverju, en óhætt er að áætla að fjöldi þeirra sé mun meiri. Samtök umgengnisforeldra telja brýnt að ástæðulausar umgengnistálmanir verði skilgreindar sem ofbeldi í lögum, þannig að tálmunarmál verði samstundis að barnaverndarmáli þegar þau koma á borð sýslumanns. Samtökin telja óhæft, og ekki í samræmi við reglur stjórnsýsluréttar um málefnaleg valdmörk, að sýslumaður sé að taka ákvarðanir út frá sjónarmiðum barnaverndar, heldur þurfa slíkar ákvarðanir að vera á hendi barnaverndaryfirvalda. Mikilvægt er að allar ákvarðanir um málefni skilnaðarbarna séu grundvallaðar á vandaðri málsmeðferð og málefnalegum sjónarmiðum. Sú er ekki raunin í dag! Samtök umgengnisforeldra skora á Brynjar Níelsson að leggja fram frumvarp sitt um umgengnistálmanir fram á Alþingi, svo það fái þinglega meðferð. Mikilvægi þess að slíkt frumvarp verði samþykkt á Alþingi er augljóst. Hins vegar er einnig mikilvægt að kjósendur fái að vita, hvaða stjórnmálamenn og hvaða stjórnmálaflokkar eru fylgjandi eða á móti slíku frumvarpi, og hvaða sjónarmið liggja þar að baki. Á framboðsfundinum fékk Brynjar standandi lófaklapp feðra vegna afstöðu sinnar til málaflokksins. Er hann nú hvattur til að standa við stóru orðin og leggja fram frumvarp gegn ástæðulausum umgengnistálmunum. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er stjórnsýslufræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldraGunnar Kristinn Þórðarson
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar