Leynir MAST upplýsingum um lúsasmit? Jón Helgi Björnsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Í desember síðastliðnum óskaði Landssamband veiðifélaga (LV) eftir því við Matvælastofnun (MAST) að fá afrit af öllum eftirlitsskýrslum frá sjókvíaeldi sem stofnunin hefði undir höndum. Beiðninni var hafnað á grundvelli þess að hún væri of víðtæk. Auðvitað var ástæða beiðninnar að LV hefur ekki fullt traust á þeim takmörkuðu upplýsingum sem MAST veitir um umrædda starfsemi. Hins vegar eru hagsmunir LV af því að fá afrit af upplýsingum miklir þar sem fjallað er um áform fyrirtækja að auka sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi upp í 200.000 tonn í öllum fjörðum þar sem slíkt eldi er heimilt. Í kjölfar þessarar neitunar á afhendingu gagna óskaði LV eftir upplýsingum um umfang lúsasmits frá 1. september 2016 til 15. febrúar 2017. Áður hafði komið fram í fjölmiðlum, m.a. hjá starfsmanni MAST, að óvenju mikið væri um lúsasýkingar í Arnarfirði. Í svari MAST, sem enn þá skilaði engum gögnum frekar en við fyrri fyrirspurn, kom eftirfarandi fram orðrétt: „Engin kvöð er á fiskeldisfyrirtækjum um að tilkynna nákvæmar tölur um lúsasmit, hvort sem er af völdum fiskilúsar eða laxalúsar og því hefur Matvælastofnun engar skrár eða skýrslur um lúsasmit á Austfjörðum eða Vestfjörðum.“ Þetta svar MAST er athyglisvert í ljósi þess að meðfylgjandi fyrra svari stofnunarinnar við erindi LV var leiðbeiningablað um lúsatalningu og lúsasmit í sjókvíum útgefið af Matvælastofnun sjálfri. Athygli vekur síðasta setning í þeim leiðbeiningum sem hljóðar svo; „Talningarniðurstöður skal senda til MAST sem heldur utan um upplýsingarnar.“ Um tíðni talningar segir í eyðublaðinu: „Einu sinni í mánuði á tímabilinu 1. apríl til 1. júní, að því gefnu að hitastig sjávar sé yfir 4°C. Frá 1. júní til 1. október skal telja 2. hverja viku, og svo aftur mánaðarlega þar til veður og hiti hindrar.“ Síðan er gefið upp netfang tiltekins starfsmanns MAST. Í þessu ljósi verður sú spurning áleitin, hvort MAST hefur í rauninni upplýsingar undir höndum en kýs að láta þær ekki í té. Hinn möguleikinn er að fyrirtækin hreinlega hundsi fyrirmæli MAST og upplýsi ekki um umfang lúsasmits í stöðvum sínum. Væri það enn einn áfellisdómur yfir eftirliti stofnunarinnar. Fyrir Landssamband veiðifélaga skiptir það ekki öllu máli. Aðalatriðið er að ekki fæst aðgangur að haldbærum upplýsingum um lúsasmit í íslensku fiskeldi. Staða LV til að gefa umsagnir um áform um allt að 200 þúsund tonna framleiðslu á norskum eldislaxi varðandi áhrif lúsasmits er því engin. Opinberir aðilar gefa ekki kost á upplýsingum, sem þeir þó augljóslega afla, og eiga að liggja til grundvallar mati á umhverfisáhrifum og útgáfu eldisleyfa. Við svo brotakennda stjórnsýslu verður ekki unað lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í desember síðastliðnum óskaði Landssamband veiðifélaga (LV) eftir því við Matvælastofnun (MAST) að fá afrit af öllum eftirlitsskýrslum frá sjókvíaeldi sem stofnunin hefði undir höndum. Beiðninni var hafnað á grundvelli þess að hún væri of víðtæk. Auðvitað var ástæða beiðninnar að LV hefur ekki fullt traust á þeim takmörkuðu upplýsingum sem MAST veitir um umrædda starfsemi. Hins vegar eru hagsmunir LV af því að fá afrit af upplýsingum miklir þar sem fjallað er um áform fyrirtækja að auka sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi upp í 200.000 tonn í öllum fjörðum þar sem slíkt eldi er heimilt. Í kjölfar þessarar neitunar á afhendingu gagna óskaði LV eftir upplýsingum um umfang lúsasmits frá 1. september 2016 til 15. febrúar 2017. Áður hafði komið fram í fjölmiðlum, m.a. hjá starfsmanni MAST, að óvenju mikið væri um lúsasýkingar í Arnarfirði. Í svari MAST, sem enn þá skilaði engum gögnum frekar en við fyrri fyrirspurn, kom eftirfarandi fram orðrétt: „Engin kvöð er á fiskeldisfyrirtækjum um að tilkynna nákvæmar tölur um lúsasmit, hvort sem er af völdum fiskilúsar eða laxalúsar og því hefur Matvælastofnun engar skrár eða skýrslur um lúsasmit á Austfjörðum eða Vestfjörðum.“ Þetta svar MAST er athyglisvert í ljósi þess að meðfylgjandi fyrra svari stofnunarinnar við erindi LV var leiðbeiningablað um lúsatalningu og lúsasmit í sjókvíum útgefið af Matvælastofnun sjálfri. Athygli vekur síðasta setning í þeim leiðbeiningum sem hljóðar svo; „Talningarniðurstöður skal senda til MAST sem heldur utan um upplýsingarnar.“ Um tíðni talningar segir í eyðublaðinu: „Einu sinni í mánuði á tímabilinu 1. apríl til 1. júní, að því gefnu að hitastig sjávar sé yfir 4°C. Frá 1. júní til 1. október skal telja 2. hverja viku, og svo aftur mánaðarlega þar til veður og hiti hindrar.“ Síðan er gefið upp netfang tiltekins starfsmanns MAST. Í þessu ljósi verður sú spurning áleitin, hvort MAST hefur í rauninni upplýsingar undir höndum en kýs að láta þær ekki í té. Hinn möguleikinn er að fyrirtækin hreinlega hundsi fyrirmæli MAST og upplýsi ekki um umfang lúsasmits í stöðvum sínum. Væri það enn einn áfellisdómur yfir eftirliti stofnunarinnar. Fyrir Landssamband veiðifélaga skiptir það ekki öllu máli. Aðalatriðið er að ekki fæst aðgangur að haldbærum upplýsingum um lúsasmit í íslensku fiskeldi. Staða LV til að gefa umsagnir um áform um allt að 200 þúsund tonna framleiðslu á norskum eldislaxi varðandi áhrif lúsasmits er því engin. Opinberir aðilar gefa ekki kost á upplýsingum, sem þeir þó augljóslega afla, og eiga að liggja til grundvallar mati á umhverfisáhrifum og útgáfu eldisleyfa. Við svo brotakennda stjórnsýslu verður ekki unað lengur.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar