Leynir MAST upplýsingum um lúsasmit? Jón Helgi Björnsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Í desember síðastliðnum óskaði Landssamband veiðifélaga (LV) eftir því við Matvælastofnun (MAST) að fá afrit af öllum eftirlitsskýrslum frá sjókvíaeldi sem stofnunin hefði undir höndum. Beiðninni var hafnað á grundvelli þess að hún væri of víðtæk. Auðvitað var ástæða beiðninnar að LV hefur ekki fullt traust á þeim takmörkuðu upplýsingum sem MAST veitir um umrædda starfsemi. Hins vegar eru hagsmunir LV af því að fá afrit af upplýsingum miklir þar sem fjallað er um áform fyrirtækja að auka sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi upp í 200.000 tonn í öllum fjörðum þar sem slíkt eldi er heimilt. Í kjölfar þessarar neitunar á afhendingu gagna óskaði LV eftir upplýsingum um umfang lúsasmits frá 1. september 2016 til 15. febrúar 2017. Áður hafði komið fram í fjölmiðlum, m.a. hjá starfsmanni MAST, að óvenju mikið væri um lúsasýkingar í Arnarfirði. Í svari MAST, sem enn þá skilaði engum gögnum frekar en við fyrri fyrirspurn, kom eftirfarandi fram orðrétt: „Engin kvöð er á fiskeldisfyrirtækjum um að tilkynna nákvæmar tölur um lúsasmit, hvort sem er af völdum fiskilúsar eða laxalúsar og því hefur Matvælastofnun engar skrár eða skýrslur um lúsasmit á Austfjörðum eða Vestfjörðum.“ Þetta svar MAST er athyglisvert í ljósi þess að meðfylgjandi fyrra svari stofnunarinnar við erindi LV var leiðbeiningablað um lúsatalningu og lúsasmit í sjókvíum útgefið af Matvælastofnun sjálfri. Athygli vekur síðasta setning í þeim leiðbeiningum sem hljóðar svo; „Talningarniðurstöður skal senda til MAST sem heldur utan um upplýsingarnar.“ Um tíðni talningar segir í eyðublaðinu: „Einu sinni í mánuði á tímabilinu 1. apríl til 1. júní, að því gefnu að hitastig sjávar sé yfir 4°C. Frá 1. júní til 1. október skal telja 2. hverja viku, og svo aftur mánaðarlega þar til veður og hiti hindrar.“ Síðan er gefið upp netfang tiltekins starfsmanns MAST. Í þessu ljósi verður sú spurning áleitin, hvort MAST hefur í rauninni upplýsingar undir höndum en kýs að láta þær ekki í té. Hinn möguleikinn er að fyrirtækin hreinlega hundsi fyrirmæli MAST og upplýsi ekki um umfang lúsasmits í stöðvum sínum. Væri það enn einn áfellisdómur yfir eftirliti stofnunarinnar. Fyrir Landssamband veiðifélaga skiptir það ekki öllu máli. Aðalatriðið er að ekki fæst aðgangur að haldbærum upplýsingum um lúsasmit í íslensku fiskeldi. Staða LV til að gefa umsagnir um áform um allt að 200 þúsund tonna framleiðslu á norskum eldislaxi varðandi áhrif lúsasmits er því engin. Opinberir aðilar gefa ekki kost á upplýsingum, sem þeir þó augljóslega afla, og eiga að liggja til grundvallar mati á umhverfisáhrifum og útgáfu eldisleyfa. Við svo brotakennda stjórnsýslu verður ekki unað lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í desember síðastliðnum óskaði Landssamband veiðifélaga (LV) eftir því við Matvælastofnun (MAST) að fá afrit af öllum eftirlitsskýrslum frá sjókvíaeldi sem stofnunin hefði undir höndum. Beiðninni var hafnað á grundvelli þess að hún væri of víðtæk. Auðvitað var ástæða beiðninnar að LV hefur ekki fullt traust á þeim takmörkuðu upplýsingum sem MAST veitir um umrædda starfsemi. Hins vegar eru hagsmunir LV af því að fá afrit af upplýsingum miklir þar sem fjallað er um áform fyrirtækja að auka sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi upp í 200.000 tonn í öllum fjörðum þar sem slíkt eldi er heimilt. Í kjölfar þessarar neitunar á afhendingu gagna óskaði LV eftir upplýsingum um umfang lúsasmits frá 1. september 2016 til 15. febrúar 2017. Áður hafði komið fram í fjölmiðlum, m.a. hjá starfsmanni MAST, að óvenju mikið væri um lúsasýkingar í Arnarfirði. Í svari MAST, sem enn þá skilaði engum gögnum frekar en við fyrri fyrirspurn, kom eftirfarandi fram orðrétt: „Engin kvöð er á fiskeldisfyrirtækjum um að tilkynna nákvæmar tölur um lúsasmit, hvort sem er af völdum fiskilúsar eða laxalúsar og því hefur Matvælastofnun engar skrár eða skýrslur um lúsasmit á Austfjörðum eða Vestfjörðum.“ Þetta svar MAST er athyglisvert í ljósi þess að meðfylgjandi fyrra svari stofnunarinnar við erindi LV var leiðbeiningablað um lúsatalningu og lúsasmit í sjókvíum útgefið af Matvælastofnun sjálfri. Athygli vekur síðasta setning í þeim leiðbeiningum sem hljóðar svo; „Talningarniðurstöður skal senda til MAST sem heldur utan um upplýsingarnar.“ Um tíðni talningar segir í eyðublaðinu: „Einu sinni í mánuði á tímabilinu 1. apríl til 1. júní, að því gefnu að hitastig sjávar sé yfir 4°C. Frá 1. júní til 1. október skal telja 2. hverja viku, og svo aftur mánaðarlega þar til veður og hiti hindrar.“ Síðan er gefið upp netfang tiltekins starfsmanns MAST. Í þessu ljósi verður sú spurning áleitin, hvort MAST hefur í rauninni upplýsingar undir höndum en kýs að láta þær ekki í té. Hinn möguleikinn er að fyrirtækin hreinlega hundsi fyrirmæli MAST og upplýsi ekki um umfang lúsasmits í stöðvum sínum. Væri það enn einn áfellisdómur yfir eftirliti stofnunarinnar. Fyrir Landssamband veiðifélaga skiptir það ekki öllu máli. Aðalatriðið er að ekki fæst aðgangur að haldbærum upplýsingum um lúsasmit í íslensku fiskeldi. Staða LV til að gefa umsagnir um áform um allt að 200 þúsund tonna framleiðslu á norskum eldislaxi varðandi áhrif lúsasmits er því engin. Opinberir aðilar gefa ekki kost á upplýsingum, sem þeir þó augljóslega afla, og eiga að liggja til grundvallar mati á umhverfisáhrifum og útgáfu eldisleyfa. Við svo brotakennda stjórnsýslu verður ekki unað lengur.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun