Leynir MAST upplýsingum um lúsasmit? Jón Helgi Björnsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Í desember síðastliðnum óskaði Landssamband veiðifélaga (LV) eftir því við Matvælastofnun (MAST) að fá afrit af öllum eftirlitsskýrslum frá sjókvíaeldi sem stofnunin hefði undir höndum. Beiðninni var hafnað á grundvelli þess að hún væri of víðtæk. Auðvitað var ástæða beiðninnar að LV hefur ekki fullt traust á þeim takmörkuðu upplýsingum sem MAST veitir um umrædda starfsemi. Hins vegar eru hagsmunir LV af því að fá afrit af upplýsingum miklir þar sem fjallað er um áform fyrirtækja að auka sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi upp í 200.000 tonn í öllum fjörðum þar sem slíkt eldi er heimilt. Í kjölfar þessarar neitunar á afhendingu gagna óskaði LV eftir upplýsingum um umfang lúsasmits frá 1. september 2016 til 15. febrúar 2017. Áður hafði komið fram í fjölmiðlum, m.a. hjá starfsmanni MAST, að óvenju mikið væri um lúsasýkingar í Arnarfirði. Í svari MAST, sem enn þá skilaði engum gögnum frekar en við fyrri fyrirspurn, kom eftirfarandi fram orðrétt: „Engin kvöð er á fiskeldisfyrirtækjum um að tilkynna nákvæmar tölur um lúsasmit, hvort sem er af völdum fiskilúsar eða laxalúsar og því hefur Matvælastofnun engar skrár eða skýrslur um lúsasmit á Austfjörðum eða Vestfjörðum.“ Þetta svar MAST er athyglisvert í ljósi þess að meðfylgjandi fyrra svari stofnunarinnar við erindi LV var leiðbeiningablað um lúsatalningu og lúsasmit í sjókvíum útgefið af Matvælastofnun sjálfri. Athygli vekur síðasta setning í þeim leiðbeiningum sem hljóðar svo; „Talningarniðurstöður skal senda til MAST sem heldur utan um upplýsingarnar.“ Um tíðni talningar segir í eyðublaðinu: „Einu sinni í mánuði á tímabilinu 1. apríl til 1. júní, að því gefnu að hitastig sjávar sé yfir 4°C. Frá 1. júní til 1. október skal telja 2. hverja viku, og svo aftur mánaðarlega þar til veður og hiti hindrar.“ Síðan er gefið upp netfang tiltekins starfsmanns MAST. Í þessu ljósi verður sú spurning áleitin, hvort MAST hefur í rauninni upplýsingar undir höndum en kýs að láta þær ekki í té. Hinn möguleikinn er að fyrirtækin hreinlega hundsi fyrirmæli MAST og upplýsi ekki um umfang lúsasmits í stöðvum sínum. Væri það enn einn áfellisdómur yfir eftirliti stofnunarinnar. Fyrir Landssamband veiðifélaga skiptir það ekki öllu máli. Aðalatriðið er að ekki fæst aðgangur að haldbærum upplýsingum um lúsasmit í íslensku fiskeldi. Staða LV til að gefa umsagnir um áform um allt að 200 þúsund tonna framleiðslu á norskum eldislaxi varðandi áhrif lúsasmits er því engin. Opinberir aðilar gefa ekki kost á upplýsingum, sem þeir þó augljóslega afla, og eiga að liggja til grundvallar mati á umhverfisáhrifum og útgáfu eldisleyfa. Við svo brotakennda stjórnsýslu verður ekki unað lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í desember síðastliðnum óskaði Landssamband veiðifélaga (LV) eftir því við Matvælastofnun (MAST) að fá afrit af öllum eftirlitsskýrslum frá sjókvíaeldi sem stofnunin hefði undir höndum. Beiðninni var hafnað á grundvelli þess að hún væri of víðtæk. Auðvitað var ástæða beiðninnar að LV hefur ekki fullt traust á þeim takmörkuðu upplýsingum sem MAST veitir um umrædda starfsemi. Hins vegar eru hagsmunir LV af því að fá afrit af upplýsingum miklir þar sem fjallað er um áform fyrirtækja að auka sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi upp í 200.000 tonn í öllum fjörðum þar sem slíkt eldi er heimilt. Í kjölfar þessarar neitunar á afhendingu gagna óskaði LV eftir upplýsingum um umfang lúsasmits frá 1. september 2016 til 15. febrúar 2017. Áður hafði komið fram í fjölmiðlum, m.a. hjá starfsmanni MAST, að óvenju mikið væri um lúsasýkingar í Arnarfirði. Í svari MAST, sem enn þá skilaði engum gögnum frekar en við fyrri fyrirspurn, kom eftirfarandi fram orðrétt: „Engin kvöð er á fiskeldisfyrirtækjum um að tilkynna nákvæmar tölur um lúsasmit, hvort sem er af völdum fiskilúsar eða laxalúsar og því hefur Matvælastofnun engar skrár eða skýrslur um lúsasmit á Austfjörðum eða Vestfjörðum.“ Þetta svar MAST er athyglisvert í ljósi þess að meðfylgjandi fyrra svari stofnunarinnar við erindi LV var leiðbeiningablað um lúsatalningu og lúsasmit í sjókvíum útgefið af Matvælastofnun sjálfri. Athygli vekur síðasta setning í þeim leiðbeiningum sem hljóðar svo; „Talningarniðurstöður skal senda til MAST sem heldur utan um upplýsingarnar.“ Um tíðni talningar segir í eyðublaðinu: „Einu sinni í mánuði á tímabilinu 1. apríl til 1. júní, að því gefnu að hitastig sjávar sé yfir 4°C. Frá 1. júní til 1. október skal telja 2. hverja viku, og svo aftur mánaðarlega þar til veður og hiti hindrar.“ Síðan er gefið upp netfang tiltekins starfsmanns MAST. Í þessu ljósi verður sú spurning áleitin, hvort MAST hefur í rauninni upplýsingar undir höndum en kýs að láta þær ekki í té. Hinn möguleikinn er að fyrirtækin hreinlega hundsi fyrirmæli MAST og upplýsi ekki um umfang lúsasmits í stöðvum sínum. Væri það enn einn áfellisdómur yfir eftirliti stofnunarinnar. Fyrir Landssamband veiðifélaga skiptir það ekki öllu máli. Aðalatriðið er að ekki fæst aðgangur að haldbærum upplýsingum um lúsasmit í íslensku fiskeldi. Staða LV til að gefa umsagnir um áform um allt að 200 þúsund tonna framleiðslu á norskum eldislaxi varðandi áhrif lúsasmits er því engin. Opinberir aðilar gefa ekki kost á upplýsingum, sem þeir þó augljóslega afla, og eiga að liggja til grundvallar mati á umhverfisáhrifum og útgáfu eldisleyfa. Við svo brotakennda stjórnsýslu verður ekki unað lengur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar