Magna og Ford smíða saman koltrefjayfirbyggingu Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2017 12:32 Ford Mondeo bíll sem að stórum hluta er smíðaður úr koltrefjum. Kanadíski hluti Magna og Ford hafa smíðað yfirbyggingu á Ford Mondeo bíl sem minnkar vigt hans um 34% og kemur til með að minnka eyðsluna umtalsvert. Með því að skipta út 45 pörtum bílsins sem áður voru smíðaðir úr stáli með koltrefjum hefur íhlutunum verið fækkað um 87% og eru koltrefjahlutarnir límdir saman en ekki soðnir. Miklar prófanir hafa nú þegar farið fram á þessari nýju yfirbyggingu þar sem nýjustu tölvutækni er beitt. Þessi þróun Magna og Ford er drifin áfram af sífellt harðari kröfum um eyðslu bíla og mikið er unnið með því að létta bíla. Forvitnilegt verður að sjá hvort brátt sjáist bílar frá Ford sem byggja á þessum tilraunum, en víst er að margir bílaframleiðendur horfa til aukinnar notkunar á koltrefjum, sem og áli, til að létta bíla sína. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent
Kanadíski hluti Magna og Ford hafa smíðað yfirbyggingu á Ford Mondeo bíl sem minnkar vigt hans um 34% og kemur til með að minnka eyðsluna umtalsvert. Með því að skipta út 45 pörtum bílsins sem áður voru smíðaðir úr stáli með koltrefjum hefur íhlutunum verið fækkað um 87% og eru koltrefjahlutarnir límdir saman en ekki soðnir. Miklar prófanir hafa nú þegar farið fram á þessari nýju yfirbyggingu þar sem nýjustu tölvutækni er beitt. Þessi þróun Magna og Ford er drifin áfram af sífellt harðari kröfum um eyðslu bíla og mikið er unnið með því að létta bíla. Forvitnilegt verður að sjá hvort brátt sjáist bílar frá Ford sem byggja á þessum tilraunum, en víst er að margir bílaframleiðendur horfa til aukinnar notkunar á koltrefjum, sem og áli, til að létta bíla sína.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent