Dýrkeypt þróun í heilbrigðismálum Gunnar Alexander Ólafsson og Ólafur Ólafsson skrifar 19. október 2017 07:00 Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd. Undirritaðir hafa bent á að árið 2003 varði Ísland mest til heilbrigðismála (10,1%) af Norðurlöndum m.v. verga landsframleiðslu. Síðan þá hefur þróunin snúist við og árið 2015 varði Ísland minnst til heilbrigðismála af VLF meðal Norðurlanda (8,7%). Þegar þróun á útgjöldum til heilbrigðismála á Norðurlöndum er reiknuð í Bandaríkjadölum á svonefndu jafnvirðisgengi (Purchasing Power Parity-PPP), kemur í ljós að frá árinu 2000 hefur þessi aukning verið lægst á Íslandi. Ísland hefur aukið útgjöld sín til heilbrigðismála um 54% frá árinu 2000 til 2015 á meðan hin norrænu ríkin hafa aukið útgjöldin á bilinu 117% til 140%. Eins og taflan sýnir voru útgjöldin á Íslandi næst hæst árið 2000 mælt í PPP, en næst lægst árið 2015 (heimild: Talnagrunnur OECD).Ólafur Ólafsson, læknirÖllu alvarlegra er að þessi þróun virðist einnig fela í sér að heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur hrakað. Dánartíðni helstu sjúkdóma, m.a. kransæða- og æðasjúkdóma, hefur farið lækkandi í vestrænum ríkjum allt frá 1960 og ekki síst á Íslandi. Við nánari athugun kemur í ljós að dánartíðni í þessum sjúkdómum hefur frá 1990 lækkað marktækt minna á Íslandi (40%) en meðal hinna Norðurlandaþjóðanna (60%). Þessi alvarlega þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur leitt til hrakandi gæða, skorts á fagfólki, vöntun á fjárfestingum í nýjum byggingum og tækjum, ásamt því að innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur setið á hakanum. Að auki greiða Íslendingar meira úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en íbúar annarra norrænna ríkja. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu, hvort sem mælt er í PPP eða sem hlutfall af VLF, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Sú aukning á fjármunum sem ráðamenn staðhæfa að hafi runnið til heilbrigðisþjónustu hefur runnið nær eingöngu til að mæta launahækkunum. Við eigum langt í land þegar kemur að því að ná sambærilegri stöðu í heilbrigðismálum og ríkir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er mat okkar að við verðum sem þjóð að bretta upp ermar og gera stórátak til að auka hlut heilbrigðisþjónustu í VLF og þar með aukum við gæði í heilbrigðisþjónustunni. Við tökum undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11% af VLF eigi að renna til heilbrigðisþjónustunnar. Við erum handvissir um að Íslendingar séu tilbúnir til að að takast á við þá áskorun. Gunnar Alexander Ólafsson er heilsuhagfræðingur.Ólafur Ólafsson er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd. Undirritaðir hafa bent á að árið 2003 varði Ísland mest til heilbrigðismála (10,1%) af Norðurlöndum m.v. verga landsframleiðslu. Síðan þá hefur þróunin snúist við og árið 2015 varði Ísland minnst til heilbrigðismála af VLF meðal Norðurlanda (8,7%). Þegar þróun á útgjöldum til heilbrigðismála á Norðurlöndum er reiknuð í Bandaríkjadölum á svonefndu jafnvirðisgengi (Purchasing Power Parity-PPP), kemur í ljós að frá árinu 2000 hefur þessi aukning verið lægst á Íslandi. Ísland hefur aukið útgjöld sín til heilbrigðismála um 54% frá árinu 2000 til 2015 á meðan hin norrænu ríkin hafa aukið útgjöldin á bilinu 117% til 140%. Eins og taflan sýnir voru útgjöldin á Íslandi næst hæst árið 2000 mælt í PPP, en næst lægst árið 2015 (heimild: Talnagrunnur OECD).Ólafur Ólafsson, læknirÖllu alvarlegra er að þessi þróun virðist einnig fela í sér að heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur hrakað. Dánartíðni helstu sjúkdóma, m.a. kransæða- og æðasjúkdóma, hefur farið lækkandi í vestrænum ríkjum allt frá 1960 og ekki síst á Íslandi. Við nánari athugun kemur í ljós að dánartíðni í þessum sjúkdómum hefur frá 1990 lækkað marktækt minna á Íslandi (40%) en meðal hinna Norðurlandaþjóðanna (60%). Þessi alvarlega þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur leitt til hrakandi gæða, skorts á fagfólki, vöntun á fjárfestingum í nýjum byggingum og tækjum, ásamt því að innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur setið á hakanum. Að auki greiða Íslendingar meira úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en íbúar annarra norrænna ríkja. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu, hvort sem mælt er í PPP eða sem hlutfall af VLF, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Sú aukning á fjármunum sem ráðamenn staðhæfa að hafi runnið til heilbrigðisþjónustu hefur runnið nær eingöngu til að mæta launahækkunum. Við eigum langt í land þegar kemur að því að ná sambærilegri stöðu í heilbrigðismálum og ríkir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er mat okkar að við verðum sem þjóð að bretta upp ermar og gera stórátak til að auka hlut heilbrigðisþjónustu í VLF og þar með aukum við gæði í heilbrigðisþjónustunni. Við tökum undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11% af VLF eigi að renna til heilbrigðisþjónustunnar. Við erum handvissir um að Íslendingar séu tilbúnir til að að takast á við þá áskorun. Gunnar Alexander Ólafsson er heilsuhagfræðingur.Ólafur Ólafsson er læknir.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun