3.000 km fyrir þrjár mínútur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ágúst Birgisson og félagar þurfa að leggja mikið á sig fyrir lítið. vísir/anton „Þetta er úrskurður sem við áttum ekki von á,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við íþróttadeild um úrskurð handboltadómstólsins í máli rússneska liðsins St. Pétursborgar sem það höfðaði eftir tapið fyrir Hafnafjarðarliðinu í 2. umferð EHF-bikarsins. FH vann einvígið samanlagt eftir framlengingu í seinni leiknum en það átti aldrei að framlengja heldur að fara beint í vítakastkeppni. Nú þurfa FH-ingar að ferðast aftur tæplega 3.000 kílómetra til að framkvæma vítakeppnina og missa mögulega sætið í 3. umferðinni. „Það kom fram degi fyrir leik á tæknifundi með eftirlitsmanni og fulltrúum félaganna að það yrði framlengt. Við meira að segja spurðum til öryggis hvort það væri ein eða tvær framlengingar og hann sagði tvær og svo vítakastkeppni,“ segir Ásgeir.Slæmt mál Þegar leikurinn endaði svo með samanlögðu jafntefli eftir báða leikina var það eina sem var rætt á milli þjálfara og eftirlitsmanns hvort útivallarmörkin væru enn þá í gildi. Aldrei var talað um að fara beint í vítakastskeppni þannig að mistökin liggja alfarið hjá EHF. „Því miður eru svona mál að koma upp þar sem reglur eru að breytast eftir á eða á meðan að leik stendur. Þetta er ekki gott mál fyrir íþróttina eða EHF og þá sem stjórna þar. Þetta er slæmt mál,“ segir Ásgeir.Íhuga að áfrýja Þrír meðlimir handboltadómstólsins með Kýpverja í fararbroddi tóku þessa ákvörðun en þegar íþróttadeild leitaði frekari upplýsinga hjá EHF um þá sem sátu í nefndinni var fátt um svör. „Ég veit hverjir sátu í þessari nefnd og er búinn að fá það uppgefið og niðurstöðu dóms og hvernig menn tóku á þessu máli. Það er eitthvað sem við félögin fáum upplýsingar um en er annars ekki gert opinbert,“ segir Ásgeir sem segir FH-inga nú íhuga hvort þeir áfrýi. „Þetta er rosalegur dómur að kyngja og hvað þá að fara hugsanlega út aftur. Þetta er alvarlegt fyrir okkur, hreyfinguna og íþróttina. Við ætlum að melta þetta aðeins og ræða við menn innan HSÍ og félagsins og taka svo ákvörðun um hvort við áfrýjum.“ FH fer með fullmannaðan hóp til Rússlands komi til þess að liðið þurfi að fara enda borgar EHF brúsann. „Við færum með óbreyttan 20 manna hóp út. Við lögðum mikið í þetta verkefni og fórum út til að vinna og gerum það aftur. Það tekur svona viku að fá vegabréfsáritun, ferðalagið tekur tvo til þrjá daga og svo mun þetta samt bara taka svona þrjár mínútur.“ Handbolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
„Þetta er úrskurður sem við áttum ekki von á,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við íþróttadeild um úrskurð handboltadómstólsins í máli rússneska liðsins St. Pétursborgar sem það höfðaði eftir tapið fyrir Hafnafjarðarliðinu í 2. umferð EHF-bikarsins. FH vann einvígið samanlagt eftir framlengingu í seinni leiknum en það átti aldrei að framlengja heldur að fara beint í vítakastkeppni. Nú þurfa FH-ingar að ferðast aftur tæplega 3.000 kílómetra til að framkvæma vítakeppnina og missa mögulega sætið í 3. umferðinni. „Það kom fram degi fyrir leik á tæknifundi með eftirlitsmanni og fulltrúum félaganna að það yrði framlengt. Við meira að segja spurðum til öryggis hvort það væri ein eða tvær framlengingar og hann sagði tvær og svo vítakastkeppni,“ segir Ásgeir.Slæmt mál Þegar leikurinn endaði svo með samanlögðu jafntefli eftir báða leikina var það eina sem var rætt á milli þjálfara og eftirlitsmanns hvort útivallarmörkin væru enn þá í gildi. Aldrei var talað um að fara beint í vítakastskeppni þannig að mistökin liggja alfarið hjá EHF. „Því miður eru svona mál að koma upp þar sem reglur eru að breytast eftir á eða á meðan að leik stendur. Þetta er ekki gott mál fyrir íþróttina eða EHF og þá sem stjórna þar. Þetta er slæmt mál,“ segir Ásgeir.Íhuga að áfrýja Þrír meðlimir handboltadómstólsins með Kýpverja í fararbroddi tóku þessa ákvörðun en þegar íþróttadeild leitaði frekari upplýsinga hjá EHF um þá sem sátu í nefndinni var fátt um svör. „Ég veit hverjir sátu í þessari nefnd og er búinn að fá það uppgefið og niðurstöðu dóms og hvernig menn tóku á þessu máli. Það er eitthvað sem við félögin fáum upplýsingar um en er annars ekki gert opinbert,“ segir Ásgeir sem segir FH-inga nú íhuga hvort þeir áfrýi. „Þetta er rosalegur dómur að kyngja og hvað þá að fara hugsanlega út aftur. Þetta er alvarlegt fyrir okkur, hreyfinguna og íþróttina. Við ætlum að melta þetta aðeins og ræða við menn innan HSÍ og félagsins og taka svo ákvörðun um hvort við áfrýjum.“ FH fer með fullmannaðan hóp til Rússlands komi til þess að liðið þurfi að fara enda borgar EHF brúsann. „Við færum með óbreyttan 20 manna hóp út. Við lögðum mikið í þetta verkefni og fórum út til að vinna og gerum það aftur. Það tekur svona viku að fá vegabréfsáritun, ferðalagið tekur tvo til þrjá daga og svo mun þetta samt bara taka svona þrjár mínútur.“
Handbolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira