Upplýsingar um skoðanakúgun og ofbeldi útgerðarmanna Svanur Kristjánsson skrifar 29. júní 2017 07:00 „Það sem meira er að útgerðarmenn eru farnir að njósna markvisst um sjómenn um hvað þeir eru að segja og hverrar skoðunar þeir eru. Þetta fékkst ærlega staðfest í verkfallinu. Núna eru svo hreinsanir hafnar og sjómenn sem „gengu ekki í takt“ eins og það kallast eru þegar farnir að gjalda með atvinnumissi.“ (Úlfar Hauksson vélstjóri 27. júní 2017). Vorið 1990 gerðist Alþingi Íslendinga „þjófþing“ og samþykkti lög um frjálst framsal fiskveiðiheimilda. Þar með var íslensku þjóðfélagi skipt niður í tvær meginstéttir á grundvelli yfirráða yfir dýrmætustu sameign þjóðarinnar: Annars vegar gjafakvótaeigendur sem nýttu auðlind þjóðarinnar sjálfum sér til fénýtingar og brasks. Hins vegar venjulegir Íslendingar sem ekki nutu réttmætra eigna sinna. Allar götur síðan hefur krabbamein gjafakvótakerfisins nagað rætur íslenska lýðveldisins. Ráðamenn brugðust þjóð sinni en kusu að lúta útgerðarauðvaldinu og þiggja í staðinn fé og stuðning sægreifanna – eins og Styrmir Gunnarsson lýsir vel í bók sinni Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn (2009). Þorri Íslendinga hefur hins vegar aldrei fallist á gjafakvótakerfið og ægivald útgerðarmanna. Ítrekaðar skoðanakannanir sýna yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar. Ráðastéttin hefur samt ítrekað hundsað vilja fólksins um kerfisbreytingu. Þar halda engin loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar – nú síðast fyrir alþingiskosningar 2016. Illa fenginn auður virðist hins vegar skapa ótta meðal gjafakvótaeigenda um að missa núverandi forréttindi. Einkum skulu sjómenn lúta valdi þeirra og vilja í einu og öllu. Á nýliðnum vetri áttu sjómenn í langvarandi verkfallsátökum við útgerðarmenn. Samningurinn var umdeildur í röðum sjómanna en nærri helmingur greiddi atkvæði á móti. Sumir útgerðarmenn í röðum stærstu gjafakvótaeigenda hafa nú gripið til örþrifaþrifa: Laumuðu sér inn á lokaðar fésbókarsíður sjómanna þar sem skipst var á skoðunum og upplýsingum í verkfallinu. Síðan voru „óþægir“ sjómenn pikkaðir út og haldið í óvissu á uppsagnarfresti mánuðum saman án þess að vita hvort þeir haldi starfi sínu og lífsviðurværi. Sumir hafa þegar goldið fyrir skoðanir sínar með atvinnumissi. Íslenska lýðveldið er einfaldlega í siðferðilegri upplausn. Endurreisnin eftir Hrun er öll í molum. Því fer fjarri að þar sé fyrst og fremst við útgerðarmenn að sakast. Alþingi Íslendinga bjó til forréttindakerfi gjafakvótaeigenda. Réttarkerfið í landinu þarf einnig þegar í stað að rannsaka upplýsingar um að á Íslandi sé fólk svipt grundvallarmannréttindum. Réttarríkið á að vernda alla gegn hvers konar ofbeldi og kúgun. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
„Það sem meira er að útgerðarmenn eru farnir að njósna markvisst um sjómenn um hvað þeir eru að segja og hverrar skoðunar þeir eru. Þetta fékkst ærlega staðfest í verkfallinu. Núna eru svo hreinsanir hafnar og sjómenn sem „gengu ekki í takt“ eins og það kallast eru þegar farnir að gjalda með atvinnumissi.“ (Úlfar Hauksson vélstjóri 27. júní 2017). Vorið 1990 gerðist Alþingi Íslendinga „þjófþing“ og samþykkti lög um frjálst framsal fiskveiðiheimilda. Þar með var íslensku þjóðfélagi skipt niður í tvær meginstéttir á grundvelli yfirráða yfir dýrmætustu sameign þjóðarinnar: Annars vegar gjafakvótaeigendur sem nýttu auðlind þjóðarinnar sjálfum sér til fénýtingar og brasks. Hins vegar venjulegir Íslendingar sem ekki nutu réttmætra eigna sinna. Allar götur síðan hefur krabbamein gjafakvótakerfisins nagað rætur íslenska lýðveldisins. Ráðamenn brugðust þjóð sinni en kusu að lúta útgerðarauðvaldinu og þiggja í staðinn fé og stuðning sægreifanna – eins og Styrmir Gunnarsson lýsir vel í bók sinni Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn (2009). Þorri Íslendinga hefur hins vegar aldrei fallist á gjafakvótakerfið og ægivald útgerðarmanna. Ítrekaðar skoðanakannanir sýna yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar. Ráðastéttin hefur samt ítrekað hundsað vilja fólksins um kerfisbreytingu. Þar halda engin loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar – nú síðast fyrir alþingiskosningar 2016. Illa fenginn auður virðist hins vegar skapa ótta meðal gjafakvótaeigenda um að missa núverandi forréttindi. Einkum skulu sjómenn lúta valdi þeirra og vilja í einu og öllu. Á nýliðnum vetri áttu sjómenn í langvarandi verkfallsátökum við útgerðarmenn. Samningurinn var umdeildur í röðum sjómanna en nærri helmingur greiddi atkvæði á móti. Sumir útgerðarmenn í röðum stærstu gjafakvótaeigenda hafa nú gripið til örþrifaþrifa: Laumuðu sér inn á lokaðar fésbókarsíður sjómanna þar sem skipst var á skoðunum og upplýsingum í verkfallinu. Síðan voru „óþægir“ sjómenn pikkaðir út og haldið í óvissu á uppsagnarfresti mánuðum saman án þess að vita hvort þeir haldi starfi sínu og lífsviðurværi. Sumir hafa þegar goldið fyrir skoðanir sínar með atvinnumissi. Íslenska lýðveldið er einfaldlega í siðferðilegri upplausn. Endurreisnin eftir Hrun er öll í molum. Því fer fjarri að þar sé fyrst og fremst við útgerðarmenn að sakast. Alþingi Íslendinga bjó til forréttindakerfi gjafakvótaeigenda. Réttarkerfið í landinu þarf einnig þegar í stað að rannsaka upplýsingar um að á Íslandi sé fólk svipt grundvallarmannréttindum. Réttarríkið á að vernda alla gegn hvers konar ofbeldi og kúgun. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar