Upplýsingar um skoðanakúgun og ofbeldi útgerðarmanna Svanur Kristjánsson skrifar 29. júní 2017 07:00 „Það sem meira er að útgerðarmenn eru farnir að njósna markvisst um sjómenn um hvað þeir eru að segja og hverrar skoðunar þeir eru. Þetta fékkst ærlega staðfest í verkfallinu. Núna eru svo hreinsanir hafnar og sjómenn sem „gengu ekki í takt“ eins og það kallast eru þegar farnir að gjalda með atvinnumissi.“ (Úlfar Hauksson vélstjóri 27. júní 2017). Vorið 1990 gerðist Alþingi Íslendinga „þjófþing“ og samþykkti lög um frjálst framsal fiskveiðiheimilda. Þar með var íslensku þjóðfélagi skipt niður í tvær meginstéttir á grundvelli yfirráða yfir dýrmætustu sameign þjóðarinnar: Annars vegar gjafakvótaeigendur sem nýttu auðlind þjóðarinnar sjálfum sér til fénýtingar og brasks. Hins vegar venjulegir Íslendingar sem ekki nutu réttmætra eigna sinna. Allar götur síðan hefur krabbamein gjafakvótakerfisins nagað rætur íslenska lýðveldisins. Ráðamenn brugðust þjóð sinni en kusu að lúta útgerðarauðvaldinu og þiggja í staðinn fé og stuðning sægreifanna – eins og Styrmir Gunnarsson lýsir vel í bók sinni Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn (2009). Þorri Íslendinga hefur hins vegar aldrei fallist á gjafakvótakerfið og ægivald útgerðarmanna. Ítrekaðar skoðanakannanir sýna yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar. Ráðastéttin hefur samt ítrekað hundsað vilja fólksins um kerfisbreytingu. Þar halda engin loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar – nú síðast fyrir alþingiskosningar 2016. Illa fenginn auður virðist hins vegar skapa ótta meðal gjafakvótaeigenda um að missa núverandi forréttindi. Einkum skulu sjómenn lúta valdi þeirra og vilja í einu og öllu. Á nýliðnum vetri áttu sjómenn í langvarandi verkfallsátökum við útgerðarmenn. Samningurinn var umdeildur í röðum sjómanna en nærri helmingur greiddi atkvæði á móti. Sumir útgerðarmenn í röðum stærstu gjafakvótaeigenda hafa nú gripið til örþrifaþrifa: Laumuðu sér inn á lokaðar fésbókarsíður sjómanna þar sem skipst var á skoðunum og upplýsingum í verkfallinu. Síðan voru „óþægir“ sjómenn pikkaðir út og haldið í óvissu á uppsagnarfresti mánuðum saman án þess að vita hvort þeir haldi starfi sínu og lífsviðurværi. Sumir hafa þegar goldið fyrir skoðanir sínar með atvinnumissi. Íslenska lýðveldið er einfaldlega í siðferðilegri upplausn. Endurreisnin eftir Hrun er öll í molum. Því fer fjarri að þar sé fyrst og fremst við útgerðarmenn að sakast. Alþingi Íslendinga bjó til forréttindakerfi gjafakvótaeigenda. Réttarkerfið í landinu þarf einnig þegar í stað að rannsaka upplýsingar um að á Íslandi sé fólk svipt grundvallarmannréttindum. Réttarríkið á að vernda alla gegn hvers konar ofbeldi og kúgun. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
„Það sem meira er að útgerðarmenn eru farnir að njósna markvisst um sjómenn um hvað þeir eru að segja og hverrar skoðunar þeir eru. Þetta fékkst ærlega staðfest í verkfallinu. Núna eru svo hreinsanir hafnar og sjómenn sem „gengu ekki í takt“ eins og það kallast eru þegar farnir að gjalda með atvinnumissi.“ (Úlfar Hauksson vélstjóri 27. júní 2017). Vorið 1990 gerðist Alþingi Íslendinga „þjófþing“ og samþykkti lög um frjálst framsal fiskveiðiheimilda. Þar með var íslensku þjóðfélagi skipt niður í tvær meginstéttir á grundvelli yfirráða yfir dýrmætustu sameign þjóðarinnar: Annars vegar gjafakvótaeigendur sem nýttu auðlind þjóðarinnar sjálfum sér til fénýtingar og brasks. Hins vegar venjulegir Íslendingar sem ekki nutu réttmætra eigna sinna. Allar götur síðan hefur krabbamein gjafakvótakerfisins nagað rætur íslenska lýðveldisins. Ráðamenn brugðust þjóð sinni en kusu að lúta útgerðarauðvaldinu og þiggja í staðinn fé og stuðning sægreifanna – eins og Styrmir Gunnarsson lýsir vel í bók sinni Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn (2009). Þorri Íslendinga hefur hins vegar aldrei fallist á gjafakvótakerfið og ægivald útgerðarmanna. Ítrekaðar skoðanakannanir sýna yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar. Ráðastéttin hefur samt ítrekað hundsað vilja fólksins um kerfisbreytingu. Þar halda engin loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar – nú síðast fyrir alþingiskosningar 2016. Illa fenginn auður virðist hins vegar skapa ótta meðal gjafakvótaeigenda um að missa núverandi forréttindi. Einkum skulu sjómenn lúta valdi þeirra og vilja í einu og öllu. Á nýliðnum vetri áttu sjómenn í langvarandi verkfallsátökum við útgerðarmenn. Samningurinn var umdeildur í röðum sjómanna en nærri helmingur greiddi atkvæði á móti. Sumir útgerðarmenn í röðum stærstu gjafakvótaeigenda hafa nú gripið til örþrifaþrifa: Laumuðu sér inn á lokaðar fésbókarsíður sjómanna þar sem skipst var á skoðunum og upplýsingum í verkfallinu. Síðan voru „óþægir“ sjómenn pikkaðir út og haldið í óvissu á uppsagnarfresti mánuðum saman án þess að vita hvort þeir haldi starfi sínu og lífsviðurværi. Sumir hafa þegar goldið fyrir skoðanir sínar með atvinnumissi. Íslenska lýðveldið er einfaldlega í siðferðilegri upplausn. Endurreisnin eftir Hrun er öll í molum. Því fer fjarri að þar sé fyrst og fremst við útgerðarmenn að sakast. Alþingi Íslendinga bjó til forréttindakerfi gjafakvótaeigenda. Réttarkerfið í landinu þarf einnig þegar í stað að rannsaka upplýsingar um að á Íslandi sé fólk svipt grundvallarmannréttindum. Réttarríkið á að vernda alla gegn hvers konar ofbeldi og kúgun. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar