Öryggismál á vinnustöðum – stóriðjuáhrifin Kristján Kristinsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Samfélagsábyrgð snýst um að hámarka jákvæð áhrif fyrirtækja á samfélag og umhverfi og draga úr þeim neikvæðu. Hún snýst einnig um að vinna á opinn hátt þannig að hagsmunaaðilar geti fylgst með og haft áhrif á það hvernig fyrirtæki vinna með samfélaginu. Mig langar í þessari grein að draga fram einn þátt þar sem stóriðjufyrirtæki hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið. Þar er um að ræða þau áhrif sem þessi fyrirtæki hafa haft á öryggismál og öryggisvitund á vinnustöðum. Starfsemi orkufreks iðnaðar er af þeim toga að þar má ekkert út af bregða í öryggismálum, aðstæður eru þannig vegna eðlis starfseminnar. Öryggismál hafa algjöran forgang og allt kapp er lagt á að starfsmenn tileinki sér öguð vinnubrögð og öryggismál eru innbyggð í alla verkferla. Sömu kröfur eru gerðar til þeirra sem vinna í verktöku fyrir fyrirtækin og því verða verktakar og þjónustuaðilar sem starfa fyrir stóriðjuna að tileinka sér sömu öguðu vinnubrögðin og fyrirtækin sem þeir vinna fyrir. Á þennan hátt breiðist öryggisvitundin óhjákvæmilega út til annarra fyrirtækja. Það má leiða líkur að því að þessi áhrif hafi fengið byr undir báða vængi við byggingu Fjarðaáls, þar sem mikill fjöldi starfsfólks kom að því verki, undir ströngum öryggiskröfum verktakans Bechtel. Hins vegar var þessi öryggisvitund þegar til staðar hjá þeim stóriðjufyrirtækjum sem fyrir voru í landinu. Við sem störfum í orku- og veitugeiranum höfum ekki farið varhluta af þessari þróun. Mikið starf hefur verið unnið í öryggismálum á undanförnum árum og fyrirtækin í þessum geira eiga í miklu samstarfi í þessum mikilvæga málaflokki, sem allt miðar að því að auka öryggi starfsmanna. Á nýliðnu vel heppnuðu Samorkuþingi á Akureyri mátti sjá að aðildarfyrirtækin leggja mikla áherslu á öryggismál í sinni starfsemi. Mikið af fólki sem hefur starfað við uppbyggingu, eftirlit eða rekstur stóriðjunnar hefur komið til starfa hjá orku- og veitufyrirtækjum, verkfræðistofum og þjónustufyrirtækjum. Með þessu fólki kemur öryggisvitundin sem það hefur vanist úr stóriðjunni og þetta hefur mjög jákvæð áhrif á öryggisstarfið innan þessara fyrirtækja. Fólki, sem hefur vanist því að öryggismál hafi algjöran forgang, finnst eðlilegt að slíkt sé líka gert á nýjum vinnustað. Þetta eru stóriðjuáhrifin í öryggismálum. Það er skylda fyrirtækja að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að starfsmenn slasist við vinnu. Öryggismál eru málaflokkur sem snertir alla enda eigum við öll að koma heil heim að loknum vinnudegi. Öryggismál eru hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Höfundur er öryggisstjóri Landsvirkjunar og formaður Öryggisráðs Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Samfélagsábyrgð snýst um að hámarka jákvæð áhrif fyrirtækja á samfélag og umhverfi og draga úr þeim neikvæðu. Hún snýst einnig um að vinna á opinn hátt þannig að hagsmunaaðilar geti fylgst með og haft áhrif á það hvernig fyrirtæki vinna með samfélaginu. Mig langar í þessari grein að draga fram einn þátt þar sem stóriðjufyrirtæki hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið. Þar er um að ræða þau áhrif sem þessi fyrirtæki hafa haft á öryggismál og öryggisvitund á vinnustöðum. Starfsemi orkufreks iðnaðar er af þeim toga að þar má ekkert út af bregða í öryggismálum, aðstæður eru þannig vegna eðlis starfseminnar. Öryggismál hafa algjöran forgang og allt kapp er lagt á að starfsmenn tileinki sér öguð vinnubrögð og öryggismál eru innbyggð í alla verkferla. Sömu kröfur eru gerðar til þeirra sem vinna í verktöku fyrir fyrirtækin og því verða verktakar og þjónustuaðilar sem starfa fyrir stóriðjuna að tileinka sér sömu öguðu vinnubrögðin og fyrirtækin sem þeir vinna fyrir. Á þennan hátt breiðist öryggisvitundin óhjákvæmilega út til annarra fyrirtækja. Það má leiða líkur að því að þessi áhrif hafi fengið byr undir báða vængi við byggingu Fjarðaáls, þar sem mikill fjöldi starfsfólks kom að því verki, undir ströngum öryggiskröfum verktakans Bechtel. Hins vegar var þessi öryggisvitund þegar til staðar hjá þeim stóriðjufyrirtækjum sem fyrir voru í landinu. Við sem störfum í orku- og veitugeiranum höfum ekki farið varhluta af þessari þróun. Mikið starf hefur verið unnið í öryggismálum á undanförnum árum og fyrirtækin í þessum geira eiga í miklu samstarfi í þessum mikilvæga málaflokki, sem allt miðar að því að auka öryggi starfsmanna. Á nýliðnu vel heppnuðu Samorkuþingi á Akureyri mátti sjá að aðildarfyrirtækin leggja mikla áherslu á öryggismál í sinni starfsemi. Mikið af fólki sem hefur starfað við uppbyggingu, eftirlit eða rekstur stóriðjunnar hefur komið til starfa hjá orku- og veitufyrirtækjum, verkfræðistofum og þjónustufyrirtækjum. Með þessu fólki kemur öryggisvitundin sem það hefur vanist úr stóriðjunni og þetta hefur mjög jákvæð áhrif á öryggisstarfið innan þessara fyrirtækja. Fólki, sem hefur vanist því að öryggismál hafi algjöran forgang, finnst eðlilegt að slíkt sé líka gert á nýjum vinnustað. Þetta eru stóriðjuáhrifin í öryggismálum. Það er skylda fyrirtækja að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að starfsmenn slasist við vinnu. Öryggismál eru málaflokkur sem snertir alla enda eigum við öll að koma heil heim að loknum vinnudegi. Öryggismál eru hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Höfundur er öryggisstjóri Landsvirkjunar og formaður Öryggisráðs Samorku.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar