Opið bréf til Skipulagsstofnunar og Alþingis - Hvammsvirkjun Borghildur Óskarsdóttir skrifar 29. júní 2017 07:00 Ég geri athugasemdir við auglýsingu Skipulagsstofnunar á skýrslu vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjanir í Þjórsá eru gríðarmiklar og umdeildar framkvæmdir, sem breyta ásýnd landsins og koma okkur almenningi mikið við. Starfsmenn Skipulagsstofnunar hafa farið eftir reglum og skyldum um hvernig skuli auglýsa kynningu á svona skýrslum, en ég sakna þess að engin sérstök áhersla virtist lögð á að auglýsingarnar næðu til almennings. Tilviljun var að auglýsing í lok hádegisfrétta 26. maí náði eyrum mínum. Þar var sagt að frummatsskýrsla vegna Hvammsvirkjunar væri í endurskoðun og almenningi boðið að kynna sér skýrsluna og gera athugasemdir næstu sex vikur. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað nákvæmlega fælist í orðinu frummatsskýrsla en gat mér þess þó til. Skýrara hefði verið að tala um endurskoðun skýrslu frá árinu 2004 um mat á umhverfisáhrifum. Ég var svo heppin að heyra þessa auglýsingu og tók eftir henni vegna þess að ég þekki það svæði sem áformað er að fari undir virkjun og lón og áttaði mig á alvöru málsins. Ýmsir þeir sem ég hef spurt og láta sig þessi mál varða höfðu ekki heyrt skýrsluna auglýsta né kynningarfundina. Ég hringdi í verkefnastjóra Landsvirkjunar og bað um að fá skýrsluna í hendur, það var auðsótt. Mér var í leiðinni bent á kynningarfundina þrjá, sem ég hafði ekki haft hugmynd um.Athugasemdir fyrir 6. júlí Mín skoðun er að Skipulagsstofnun ætti að bera ábyrgð á að mikilvæg mál sem þessi komist örugglega til skila til almennings og að stofnunin mælist til þess við fjölmiðla að þeir taki málið til umfjöllunar. Eflaust hefur Ríkissjónvarpið fengið þessa tilkynningu eins og Ríkisútvarpið, en hvort þar hafi auglýsingunni verið komið á framfæri veit ég ekki, þeim ber víst ekki skylda til þess. Skipulagsstofnun ætti að sjá til þess að ríkisreknir fjölmiðlar, eins og útvarp og sjónvarp, hefðu góðar kynningar og umræður um jafn umdeilda og óafturkræfa framkvæmd. Kynningarfundir Landsvirkjunar voru auglýstir á vef stofnunarinnar og í Lögbirtingablaðinu og ýmsum dagblöðum sem gefin eru út á landsvísu, einnig í fjölmiðli sem þeir ætla að nái til þeirra sem búa nærri framkvæmdasvæði. Gott er að taka mið af þeim sem búa nálægt svæðinu og bendi ég á að mjög mikil andstaða við þessa virkjun er í Gnúpverjahreppi. www.verndumthjorsa.is. Við búum í lýðræðisríki og sanngjarnt væri að gagnrýnendur virkjunarinnar gætu kosið sína fulltrúa sem væru á launum hjá hinu opinbera eins og hönnuðir og verkefnastjórar framkvæmdaaðilanna. Þeir gætu þá kynnt sér málin vel og unnið faglega og án fordóma og þannig kæmist jafnvægi í mikilvæga orðræðu. En almenningi er boðið að kynna sér framkvæmd virkjunarinnar á sex vikum nú í byrjun sumars í vel gerðri, 144 blaðsíðna langri frummatsskýrslu. Þar eru metin sérstaklega áhrif virkjunar á útivist og landslag og ásýnd lands. Athugasemdum þarf að skila til Skipulagsstofnunar fyrir 6. júlí.Fjársjóður til framtíðar Í skýrslunni er mikið af ljósmyndum af fyrirhuguðu virkjunarsvæði. Sama ljósmyndin er endurtekin tvisvar til að sýna framkvæmdasvæðið fyrir og eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Önnur myndin er „fótósjoppuð“ til að sýna framtíðarásýndina. En ég geri athugasemdir við að miklu færri myndir í skýrslunni sýna ásýnd frá Landsveit vestur yfir, frá grónum bökkum Þjórsár norðan Skarðsfjalls, þar sem fyrirhugað er að byggja stíflugarð. Þar væri fróðlegt að sjá samanburð mynda, fyrir og eftir fyrirhugaðan garð. Hann verður margra kílómetra langur og um 5 metra hár mælt frá núverandi landhæð, þar sem Skarðsselstóftir kúra enn. Tóftirnar munu fara undir stíflugarðinn og einnig mun garðurinn byrgja sýn vestur yfir, þar sem nú er fagurt útsýni yfir straumþungt fljótið, kjarrivaxnar eyjar og sker, yfir á fellin handan fljótsins og búsældarlega sveitina. Og ef við horfum í aðrar áttir þá tekur við í fjarska fjallahringur. Það segir sig sjálft að þarna mun hljóðheimurinn einnig gjörbreytast. Undanfarin sumur hef ég komið á þetta svæði. Það er í einkaeign; hagi fyrir búpening og lítil umferð manna síðan byggð lagðist af í Skarðsseli fyrir miðja síðustu öld. Þar sjást ekki erlendir ferðamenn, en við vitum að landið er ekki síður verðmætt þótt öngvir séu ferðamennirnir. Fagurt óspillt landslag er verðmætt í sjálfu sér og fjársjóður til framtíðar. Þetta svæði býr yfir töfrum, sem verða nú dýrmætari með hverju ári sem líður. Þar sem við erum öll vörslumenn náttúrunnar með þá skyldu að koma henni sem heilbrigðastri áfram til næstu kynslóða, þá höfum við ekki heimild til að eyðileggja þessa fallegu landslagsheild, þar sem rætur okkar og saga liðinna kynslóða liggur í jörðu og fléttast saman við sögu náttúruaflanna. Eða erum við sem búum á Íslandi svo fátæk og aðframkomin að fórna verði fegurð landsins vegna áætlaðrar vöntunar á rafmagni eftir 10 ár? Væri ekki betra að loka einu álveri, til dæmis? Því ef við eyðileggjum dýrmætin sem við eigum þá verðum við fátæk. Höfundur er myndlistarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég geri athugasemdir við auglýsingu Skipulagsstofnunar á skýrslu vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjanir í Þjórsá eru gríðarmiklar og umdeildar framkvæmdir, sem breyta ásýnd landsins og koma okkur almenningi mikið við. Starfsmenn Skipulagsstofnunar hafa farið eftir reglum og skyldum um hvernig skuli auglýsa kynningu á svona skýrslum, en ég sakna þess að engin sérstök áhersla virtist lögð á að auglýsingarnar næðu til almennings. Tilviljun var að auglýsing í lok hádegisfrétta 26. maí náði eyrum mínum. Þar var sagt að frummatsskýrsla vegna Hvammsvirkjunar væri í endurskoðun og almenningi boðið að kynna sér skýrsluna og gera athugasemdir næstu sex vikur. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað nákvæmlega fælist í orðinu frummatsskýrsla en gat mér þess þó til. Skýrara hefði verið að tala um endurskoðun skýrslu frá árinu 2004 um mat á umhverfisáhrifum. Ég var svo heppin að heyra þessa auglýsingu og tók eftir henni vegna þess að ég þekki það svæði sem áformað er að fari undir virkjun og lón og áttaði mig á alvöru málsins. Ýmsir þeir sem ég hef spurt og láta sig þessi mál varða höfðu ekki heyrt skýrsluna auglýsta né kynningarfundina. Ég hringdi í verkefnastjóra Landsvirkjunar og bað um að fá skýrsluna í hendur, það var auðsótt. Mér var í leiðinni bent á kynningarfundina þrjá, sem ég hafði ekki haft hugmynd um.Athugasemdir fyrir 6. júlí Mín skoðun er að Skipulagsstofnun ætti að bera ábyrgð á að mikilvæg mál sem þessi komist örugglega til skila til almennings og að stofnunin mælist til þess við fjölmiðla að þeir taki málið til umfjöllunar. Eflaust hefur Ríkissjónvarpið fengið þessa tilkynningu eins og Ríkisútvarpið, en hvort þar hafi auglýsingunni verið komið á framfæri veit ég ekki, þeim ber víst ekki skylda til þess. Skipulagsstofnun ætti að sjá til þess að ríkisreknir fjölmiðlar, eins og útvarp og sjónvarp, hefðu góðar kynningar og umræður um jafn umdeilda og óafturkræfa framkvæmd. Kynningarfundir Landsvirkjunar voru auglýstir á vef stofnunarinnar og í Lögbirtingablaðinu og ýmsum dagblöðum sem gefin eru út á landsvísu, einnig í fjölmiðli sem þeir ætla að nái til þeirra sem búa nærri framkvæmdasvæði. Gott er að taka mið af þeim sem búa nálægt svæðinu og bendi ég á að mjög mikil andstaða við þessa virkjun er í Gnúpverjahreppi. www.verndumthjorsa.is. Við búum í lýðræðisríki og sanngjarnt væri að gagnrýnendur virkjunarinnar gætu kosið sína fulltrúa sem væru á launum hjá hinu opinbera eins og hönnuðir og verkefnastjórar framkvæmdaaðilanna. Þeir gætu þá kynnt sér málin vel og unnið faglega og án fordóma og þannig kæmist jafnvægi í mikilvæga orðræðu. En almenningi er boðið að kynna sér framkvæmd virkjunarinnar á sex vikum nú í byrjun sumars í vel gerðri, 144 blaðsíðna langri frummatsskýrslu. Þar eru metin sérstaklega áhrif virkjunar á útivist og landslag og ásýnd lands. Athugasemdum þarf að skila til Skipulagsstofnunar fyrir 6. júlí.Fjársjóður til framtíðar Í skýrslunni er mikið af ljósmyndum af fyrirhuguðu virkjunarsvæði. Sama ljósmyndin er endurtekin tvisvar til að sýna framkvæmdasvæðið fyrir og eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Önnur myndin er „fótósjoppuð“ til að sýna framtíðarásýndina. En ég geri athugasemdir við að miklu færri myndir í skýrslunni sýna ásýnd frá Landsveit vestur yfir, frá grónum bökkum Þjórsár norðan Skarðsfjalls, þar sem fyrirhugað er að byggja stíflugarð. Þar væri fróðlegt að sjá samanburð mynda, fyrir og eftir fyrirhugaðan garð. Hann verður margra kílómetra langur og um 5 metra hár mælt frá núverandi landhæð, þar sem Skarðsselstóftir kúra enn. Tóftirnar munu fara undir stíflugarðinn og einnig mun garðurinn byrgja sýn vestur yfir, þar sem nú er fagurt útsýni yfir straumþungt fljótið, kjarrivaxnar eyjar og sker, yfir á fellin handan fljótsins og búsældarlega sveitina. Og ef við horfum í aðrar áttir þá tekur við í fjarska fjallahringur. Það segir sig sjálft að þarna mun hljóðheimurinn einnig gjörbreytast. Undanfarin sumur hef ég komið á þetta svæði. Það er í einkaeign; hagi fyrir búpening og lítil umferð manna síðan byggð lagðist af í Skarðsseli fyrir miðja síðustu öld. Þar sjást ekki erlendir ferðamenn, en við vitum að landið er ekki síður verðmætt þótt öngvir séu ferðamennirnir. Fagurt óspillt landslag er verðmætt í sjálfu sér og fjársjóður til framtíðar. Þetta svæði býr yfir töfrum, sem verða nú dýrmætari með hverju ári sem líður. Þar sem við erum öll vörslumenn náttúrunnar með þá skyldu að koma henni sem heilbrigðastri áfram til næstu kynslóða, þá höfum við ekki heimild til að eyðileggja þessa fallegu landslagsheild, þar sem rætur okkar og saga liðinna kynslóða liggur í jörðu og fléttast saman við sögu náttúruaflanna. Eða erum við sem búum á Íslandi svo fátæk og aðframkomin að fórna verði fegurð landsins vegna áætlaðrar vöntunar á rafmagni eftir 10 ár? Væri ekki betra að loka einu álveri, til dæmis? Því ef við eyðileggjum dýrmætin sem við eigum þá verðum við fátæk. Höfundur er myndlistarkona.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar