Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 29. júní 2017 07:00 Fregnir af válegum atburðum berast okkur í gegnum fjölmiðla daglega. Sá fjöldi fregna er aðeins brotabrot af þeim mikla fjölda útkalla sem sjúkraflutningamenn og aðrir viðbragðsaðilar koma að. Alvarleg veikindi samborgara okkar rata yfirleitt ekki í fjölmiðla, enda oft og tíðum persónuleg einkamál hvers og eins. Þetta veit ég úr starfi mínu sem lögreglumaður. Á undanförnum árum hefur útköllum fjölgað mikið, bæði þar sem alvarleg slys hafa orðið en einnig vegna alvarlegra veikinda. Þessum útköllum þarf að sinna og oft og tíðum eru þetta verkefni sem þola enga bið. Fyrstu viðbragðsaðilar í aðhlynningu slasaðra og veikra eru þeir aðilar sem sinna svokallaðri utanspítalaþjónustu, þ.e. þeir sem inna af hendi inngrip sitt bæði á vettvangi og á leið á sjúkrahús – hvort heldur sem er í sjúkrabifreið eða í sjúkraflugi. Fyrstu viðbrögð geta verið þau sem hafa mest áhrif og skipta sköpum fyrir bata og líf þess slasaða; hvort hann nái heilsu á ný eða jafnvel nái að lifa slys eða veikindi af. Við sem byggjum þetta land verðum að geta treyst því að utanspítalaþjónusta sé öflug og örugg. Þá verða einstaklingar sem starfa innan hennar að geta treyst því að bæði menntun þeirra og þjálfun sé eins góð og best verður á kosið. Enn fremur verða þessir aðilar að geta treyst því að sá búnaður sem nauðsynlegur er til aðhlynningar sé fullkominn og til staðar.Ekki eitthvert „hobbí“ Víða sinna sjúkraflutningamenn utanspítalaþjónustu til hliðar við sitt aðalstarf. Staðreyndin er sú að störf sjúkraflutningamanna eru ekki eitthvert „hobbí“ sem stjórnvöld geta ætlast til að einstaklingar sinni af áhuga til hliðar við sitt aðalstarf. Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara og hana ber að líta á sem slíka, bæði hvað varðar menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna, búnað þeirra og starfsskilyrði en ekki síður kjör þeirra. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa okkar borgaranna og þeirra er sækja landið okkar heim að geta treyst því að hér berist fullnægjandi aðstoð á sem stystum tíma er alvarleg veikindi eða slys bera að höndum. Til að fullnægjandi aðstoð berist í tíma er nauðsynlegt að tryggja að hlúð sé að utanspítalaþjónustu um allt land. Nú liggur á að fylla upp í þá bresti sem eru komnir í kerfið til að koma í veg fyrir frekara tjón. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem sinna þessari þjónustu hafi hana að aðalstarfi enda eru verkefnin ærin, krefjandi og erfið. Höfundur er stjórnmálafræðingur, MA í alþjóðasamskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Sjá meira
Fregnir af válegum atburðum berast okkur í gegnum fjölmiðla daglega. Sá fjöldi fregna er aðeins brotabrot af þeim mikla fjölda útkalla sem sjúkraflutningamenn og aðrir viðbragðsaðilar koma að. Alvarleg veikindi samborgara okkar rata yfirleitt ekki í fjölmiðla, enda oft og tíðum persónuleg einkamál hvers og eins. Þetta veit ég úr starfi mínu sem lögreglumaður. Á undanförnum árum hefur útköllum fjölgað mikið, bæði þar sem alvarleg slys hafa orðið en einnig vegna alvarlegra veikinda. Þessum útköllum þarf að sinna og oft og tíðum eru þetta verkefni sem þola enga bið. Fyrstu viðbragðsaðilar í aðhlynningu slasaðra og veikra eru þeir aðilar sem sinna svokallaðri utanspítalaþjónustu, þ.e. þeir sem inna af hendi inngrip sitt bæði á vettvangi og á leið á sjúkrahús – hvort heldur sem er í sjúkrabifreið eða í sjúkraflugi. Fyrstu viðbrögð geta verið þau sem hafa mest áhrif og skipta sköpum fyrir bata og líf þess slasaða; hvort hann nái heilsu á ný eða jafnvel nái að lifa slys eða veikindi af. Við sem byggjum þetta land verðum að geta treyst því að utanspítalaþjónusta sé öflug og örugg. Þá verða einstaklingar sem starfa innan hennar að geta treyst því að bæði menntun þeirra og þjálfun sé eins góð og best verður á kosið. Enn fremur verða þessir aðilar að geta treyst því að sá búnaður sem nauðsynlegur er til aðhlynningar sé fullkominn og til staðar.Ekki eitthvert „hobbí“ Víða sinna sjúkraflutningamenn utanspítalaþjónustu til hliðar við sitt aðalstarf. Staðreyndin er sú að störf sjúkraflutningamanna eru ekki eitthvert „hobbí“ sem stjórnvöld geta ætlast til að einstaklingar sinni af áhuga til hliðar við sitt aðalstarf. Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara og hana ber að líta á sem slíka, bæði hvað varðar menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna, búnað þeirra og starfsskilyrði en ekki síður kjör þeirra. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa okkar borgaranna og þeirra er sækja landið okkar heim að geta treyst því að hér berist fullnægjandi aðstoð á sem stystum tíma er alvarleg veikindi eða slys bera að höndum. Til að fullnægjandi aðstoð berist í tíma er nauðsynlegt að tryggja að hlúð sé að utanspítalaþjónustu um allt land. Nú liggur á að fylla upp í þá bresti sem eru komnir í kerfið til að koma í veg fyrir frekara tjón. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem sinna þessari þjónustu hafi hana að aðalstarfi enda eru verkefnin ærin, krefjandi og erfið. Höfundur er stjórnmálafræðingur, MA í alþjóðasamskiptum.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar