Byggjum betri spítala á betri stað og bætum 10 milljörðum á ári í heilbrigðiskerfið Guðjón Sigurbjartsson skrifar 25. október 2017 09:45 Þjóðin vill nýjan Landspítala á betri stað en Hringbraut er. Einnig meirihluti lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraflutningamanna sem og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Enda er uppbygging við Hringbraut misráðin. Þar er um að ræða bútasaum nýrra og mislélegra, sýktra gamalla bygginga, á þröngri lóð, í umferðarteppum í miðbæ, fjarri miðju höfuðborgarsvæðisins. Hagkvæmni þess að byggja nýjan spítala á nýjum stað er yfir 100 milljarðar króna. Það verður mun betra fyrir sjúklinga, starfsmenn og aðstandendur og hagkvæmara fyrir skattgreiðendur. Það eina sem eftir stendur af rökum fyrir Hringbraut er ótti sumra að ný staðsetning tefji komu spítalans um nokkur ár. En þessi tafaótti er ástæðulaus því það vilja nánast allir láta byggja nýjan spítala. Mun fljótlegra er að byggja frá grunni á opnu aðgengilegu svæði (green field) heldur en í þrengslum miðbæjarins við gamla spítalann. Þar þarf að taka tillit til viðkvæmrar sjúkrahússtarfsemi og tengingar við (myglaðar) eldri byggingar með undirgöngum og brúm. Tafir verða miklar vegna umferðarvanda sem mun ágerast með árunum. Þó að það taki um 5 ár að undirbúa byggingu á nýjum stað vinnst sá tími upp með meiri byggingarhraða. Í rauninni verður nýr spítali á nýjum stað tilbúinn nokkrum árum fyrr en nýbyggingum og endurbyggingum gamla húsnæðisins myndi ljúka við Hringbraut enda mun það taka samtals að minnsta kosti 12 ár en líklega verða þau ekki undir 18. Þörfin fyrir sjúkrahúsþjónustu vex um 1,7% á ári. Ef haldið verður áfram við Hringbraut mun Hringbrautarspítali verða um helmingi of lítill þegar hann kemur, ef starfsemi Fossvogsspítala flyst á Hringbraut. Árlegur sparnaður af sameiningunni er metinn á um þrjá milljarða króna sem var meginforsenda þess að sameina ætti sjúkrahúsin á einum stað. Sá sparnaður mun ekki nást og ekki verður hægt að leggja af Fossvogsspítala. Ef byggja ætti nægilega stóran Hringbrautarspítala yrði hann algert monster og myndi framlengja byggingarvinnuna við Hringbraut um 6 ár eða svo. Mun betra er að byggja strax á nýjum stað. Hagkvæmni nýrrar staðsetningar, þar sem sameina mætti spítalana strax í upphafi, er því á núvirði um 60 milljörðum kr. hærri en áður var talið, eða samtals um 160 milljarðar kr. á núvirði, umfram það að byggja við Hringbraut. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2017 og fjármálaáætlun ríkissjóðs til 5 ára er gert ráð fyrir uppbyggingu spítalans við Hringbraut og teknir frá um 50 milljarðar króna eða um 10 milljarðar kr. á ári að jafnaði. Ef við frestum spítalanum um 5 ár og hugum að uppbyggingu á nýjum stað getum við nýtt þessa peninga í að styrkja heilbrigðiskerfið strax svo um munar. Í rauninni þarf að huga að stóru línunum í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu áður en staðsetning nýs Landspítala verður ákveðin. Þétting byggðar, borgarlína, göng eða brú yfir Skerjafjörð, Sundabraut, Fluglest, byggð á uppfyllingum út frá Ártúnshöfða, staðsetning flugvallar … allt þetta og fleira þarf að skoða og meta saman. Það hefur ekki verið gert.Fengjum nýjan spítala fyrr Þegar stóru línurnar hafa verið lagðar mætti svo eftir 5-10 ár hefjast handa við byggingu betri spítala á betri stað og ljúka byggingu hans á 5 árum. Við fengjum þá nýjan spítala í raun fyrr en mun takast við Hringbraut og það getur verið nógu stór spítali með stækkunarmöguleikum til næstu áratuga. Að öðrum kosti verjum við ekki bara 50 milljörðum í vanhugsaða spítalabyggingu við Hringbraut heldur vantar þá 200-300 milljarða í að greiða úr samgönguvandanum sem þegar hefur myndast í miðbænum og mun stórvaxa með stækkun Hringbrautarsjúkrahússins. Samtök um betri spítala á betri stað telja að gera þurfi faglega staðarvalsgreiningu strax til að finna út bestu staðina fyrir framtíðarsjúkrahúsið og meta kostnað og ábata af mögulegu staðarvali. Á grundvelli vel fram settra niðurstaðna geta kjörnir fulltrúar valið milli bestu kostanna eða þjóðin í vandaðri skoðanakönnun eða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í komandi kosningunum gefst okkur kjósendum vonandi færi á að inna stjórnmálaflokkana eftir afstöðu til þessa máls og eftir atvikum velja þá flokka sem huga að þessum málum af einhverju viti í stað þess að fylgja stórgölluðum illa ígrunduðum áformum frá fyrri tíð. Höfundur er viðskiptafræðingur,Samtök um betri spítala á betri stað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjóðin vill nýjan Landspítala á betri stað en Hringbraut er. Einnig meirihluti lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraflutningamanna sem og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Enda er uppbygging við Hringbraut misráðin. Þar er um að ræða bútasaum nýrra og mislélegra, sýktra gamalla bygginga, á þröngri lóð, í umferðarteppum í miðbæ, fjarri miðju höfuðborgarsvæðisins. Hagkvæmni þess að byggja nýjan spítala á nýjum stað er yfir 100 milljarðar króna. Það verður mun betra fyrir sjúklinga, starfsmenn og aðstandendur og hagkvæmara fyrir skattgreiðendur. Það eina sem eftir stendur af rökum fyrir Hringbraut er ótti sumra að ný staðsetning tefji komu spítalans um nokkur ár. En þessi tafaótti er ástæðulaus því það vilja nánast allir láta byggja nýjan spítala. Mun fljótlegra er að byggja frá grunni á opnu aðgengilegu svæði (green field) heldur en í þrengslum miðbæjarins við gamla spítalann. Þar þarf að taka tillit til viðkvæmrar sjúkrahússtarfsemi og tengingar við (myglaðar) eldri byggingar með undirgöngum og brúm. Tafir verða miklar vegna umferðarvanda sem mun ágerast með árunum. Þó að það taki um 5 ár að undirbúa byggingu á nýjum stað vinnst sá tími upp með meiri byggingarhraða. Í rauninni verður nýr spítali á nýjum stað tilbúinn nokkrum árum fyrr en nýbyggingum og endurbyggingum gamla húsnæðisins myndi ljúka við Hringbraut enda mun það taka samtals að minnsta kosti 12 ár en líklega verða þau ekki undir 18. Þörfin fyrir sjúkrahúsþjónustu vex um 1,7% á ári. Ef haldið verður áfram við Hringbraut mun Hringbrautarspítali verða um helmingi of lítill þegar hann kemur, ef starfsemi Fossvogsspítala flyst á Hringbraut. Árlegur sparnaður af sameiningunni er metinn á um þrjá milljarða króna sem var meginforsenda þess að sameina ætti sjúkrahúsin á einum stað. Sá sparnaður mun ekki nást og ekki verður hægt að leggja af Fossvogsspítala. Ef byggja ætti nægilega stóran Hringbrautarspítala yrði hann algert monster og myndi framlengja byggingarvinnuna við Hringbraut um 6 ár eða svo. Mun betra er að byggja strax á nýjum stað. Hagkvæmni nýrrar staðsetningar, þar sem sameina mætti spítalana strax í upphafi, er því á núvirði um 60 milljörðum kr. hærri en áður var talið, eða samtals um 160 milljarðar kr. á núvirði, umfram það að byggja við Hringbraut. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2017 og fjármálaáætlun ríkissjóðs til 5 ára er gert ráð fyrir uppbyggingu spítalans við Hringbraut og teknir frá um 50 milljarðar króna eða um 10 milljarðar kr. á ári að jafnaði. Ef við frestum spítalanum um 5 ár og hugum að uppbyggingu á nýjum stað getum við nýtt þessa peninga í að styrkja heilbrigðiskerfið strax svo um munar. Í rauninni þarf að huga að stóru línunum í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu áður en staðsetning nýs Landspítala verður ákveðin. Þétting byggðar, borgarlína, göng eða brú yfir Skerjafjörð, Sundabraut, Fluglest, byggð á uppfyllingum út frá Ártúnshöfða, staðsetning flugvallar … allt þetta og fleira þarf að skoða og meta saman. Það hefur ekki verið gert.Fengjum nýjan spítala fyrr Þegar stóru línurnar hafa verið lagðar mætti svo eftir 5-10 ár hefjast handa við byggingu betri spítala á betri stað og ljúka byggingu hans á 5 árum. Við fengjum þá nýjan spítala í raun fyrr en mun takast við Hringbraut og það getur verið nógu stór spítali með stækkunarmöguleikum til næstu áratuga. Að öðrum kosti verjum við ekki bara 50 milljörðum í vanhugsaða spítalabyggingu við Hringbraut heldur vantar þá 200-300 milljarða í að greiða úr samgönguvandanum sem þegar hefur myndast í miðbænum og mun stórvaxa með stækkun Hringbrautarsjúkrahússins. Samtök um betri spítala á betri stað telja að gera þurfi faglega staðarvalsgreiningu strax til að finna út bestu staðina fyrir framtíðarsjúkrahúsið og meta kostnað og ábata af mögulegu staðarvali. Á grundvelli vel fram settra niðurstaðna geta kjörnir fulltrúar valið milli bestu kostanna eða þjóðin í vandaðri skoðanakönnun eða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í komandi kosningunum gefst okkur kjósendum vonandi færi á að inna stjórnmálaflokkana eftir afstöðu til þessa máls og eftir atvikum velja þá flokka sem huga að þessum málum af einhverju viti í stað þess að fylgja stórgölluðum illa ígrunduðum áformum frá fyrri tíð. Höfundur er viðskiptafræðingur,Samtök um betri spítala á betri stað
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun