Ertu að kaupa fasteign? Brynhildur Pétursdóttir og Hrannar Már Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2017 06:00 Í dag er það fremur regla en undantekning að kaupendur fasteigna þurfi að greiða svokallað umsýslugjald til fasteignasala við kaup á fasteign. Gjaldið er oft á bilinu 50 til 70 þúsund krónur en getur þó verið hærra. Þegar Neytendasamtökin hafa óskað eftir upplýsingum um það hvað sé innifalið í gjaldinu hafa svörin verið á þá leið að þar vegi skjalagerð og þinglýsing skjala þyngst en einnig hagsmunagæsla af hálfu fasteignasala fyrir hönd kaupanda. Það skal þó tekið fram að þinglýsingargjaldið sjálft er ekki innifalið í umsýslugjaldinu. Lögum samkvæmt ber fasteignasala að gæta hagsmuna beggja aðila. Þá segir enn fremur að fasteignasali verði að gera sérstakan samning um „aðra þjónustu“ sem hann sinnir fyrir hvorn aðila, en þá er átt við aðra þjónustu en sölu á viðkomandi fasteign. Það má hins vegar spyrja hvað teljist vera hluti af sölunni og hvað teljist vera „önnur þjónusta“.Hrannar Már Gunnarsson lögfræðingur NeytendasamtakannaÞar sem löggjafinn hefur ákveðið að fasteignasali skuli gæta hagsmuna beggja aðila er erfitt að færa rök fyrir því að umsýslugjald eigi að standa straum af kostnaði við hagsmunagæslu. Sú hagsmunagæsla ætti einfaldlega að vera hluti af söluferlinu og því greidd með söluþóknun. Þóknunin er iðulega á bilinu tvö til þrjú prósent af söluandvirði fasteignarinnar og því yfirleitt um töluverða fjárhæð að ræða. Þá telja Neytendasamtökin langsótt að skjalagerð teljist „önnur þjónusta“ þar sem engin sala gæti farið fram án skriflegra gagna og skjölin því ómissandi hluti af söluferlinu. Með hliðsjón af framangreindu má færa fyrir því rök að umsýslugjald fasteignasala sé fyrst og fremst greiðsla fyrir það viðvik að koma gögnum til þinglýsingar. Það er því mjög mikilvægt að kaupendur séu upplýstir um að þeir hafa val um það hvort þeir þinglýsa sínum gögnum sjálfir eða geri sérstakan samning við fasteignasala um að sinna því fyrir sig. Margir vilja spara sér umsýslugjaldið og sjá sjálfir um að koma gögnum til þinglýsingar á meðan öðrum finnst betra að fela fasteignasala að sjá um það. Það vekur furðu Neytendasamtakanna að sumir fasteignasalar láti hafa það eftir sér að þeir treysti ekki kaupendum til að sjá sjálfir um að fara með skjöl til þinglýsingar. Það bendir til þess að í einhverjum tilfellum séu kaupendur jafnvel þvingaðir til greiðslu gjaldsins, af ótta við að missa af viðkomandi fasteign. Sé það raunin getur slíkt varla talist til eðlilegra eða sanngjarnra viðskiptahátta.Höfundar eru framkvæmdastjóri og lögfræðingur Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag er það fremur regla en undantekning að kaupendur fasteigna þurfi að greiða svokallað umsýslugjald til fasteignasala við kaup á fasteign. Gjaldið er oft á bilinu 50 til 70 þúsund krónur en getur þó verið hærra. Þegar Neytendasamtökin hafa óskað eftir upplýsingum um það hvað sé innifalið í gjaldinu hafa svörin verið á þá leið að þar vegi skjalagerð og þinglýsing skjala þyngst en einnig hagsmunagæsla af hálfu fasteignasala fyrir hönd kaupanda. Það skal þó tekið fram að þinglýsingargjaldið sjálft er ekki innifalið í umsýslugjaldinu. Lögum samkvæmt ber fasteignasala að gæta hagsmuna beggja aðila. Þá segir enn fremur að fasteignasali verði að gera sérstakan samning um „aðra þjónustu“ sem hann sinnir fyrir hvorn aðila, en þá er átt við aðra þjónustu en sölu á viðkomandi fasteign. Það má hins vegar spyrja hvað teljist vera hluti af sölunni og hvað teljist vera „önnur þjónusta“.Hrannar Már Gunnarsson lögfræðingur NeytendasamtakannaÞar sem löggjafinn hefur ákveðið að fasteignasali skuli gæta hagsmuna beggja aðila er erfitt að færa rök fyrir því að umsýslugjald eigi að standa straum af kostnaði við hagsmunagæslu. Sú hagsmunagæsla ætti einfaldlega að vera hluti af söluferlinu og því greidd með söluþóknun. Þóknunin er iðulega á bilinu tvö til þrjú prósent af söluandvirði fasteignarinnar og því yfirleitt um töluverða fjárhæð að ræða. Þá telja Neytendasamtökin langsótt að skjalagerð teljist „önnur þjónusta“ þar sem engin sala gæti farið fram án skriflegra gagna og skjölin því ómissandi hluti af söluferlinu. Með hliðsjón af framangreindu má færa fyrir því rök að umsýslugjald fasteignasala sé fyrst og fremst greiðsla fyrir það viðvik að koma gögnum til þinglýsingar. Það er því mjög mikilvægt að kaupendur séu upplýstir um að þeir hafa val um það hvort þeir þinglýsa sínum gögnum sjálfir eða geri sérstakan samning við fasteignasala um að sinna því fyrir sig. Margir vilja spara sér umsýslugjaldið og sjá sjálfir um að koma gögnum til þinglýsingar á meðan öðrum finnst betra að fela fasteignasala að sjá um það. Það vekur furðu Neytendasamtakanna að sumir fasteignasalar láti hafa það eftir sér að þeir treysti ekki kaupendum til að sjá sjálfir um að fara með skjöl til þinglýsingar. Það bendir til þess að í einhverjum tilfellum séu kaupendur jafnvel þvingaðir til greiðslu gjaldsins, af ótta við að missa af viðkomandi fasteign. Sé það raunin getur slíkt varla talist til eðlilegra eða sanngjarnra viðskiptahátta.Höfundar eru framkvæmdastjóri og lögfræðingur Neytendasamtakanna.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar