Framleiðsla á BMW X7 hafin Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 09:40 Fyrstu eintökin af BMW X7 á færiböndunum í Spartanburg. Stærsti jeppi sem BMW hefur framleitt fram að þessu er X5 jeppinn sem kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999. Hann er náttúrulega ekki nógu stór bíll fyrir kaupendur í Bandaríkjunum sem gjarna velja risastóra bíla með þremur sætaröðum og því er BMW nú að koma með mun stærri X7 jeppa á markað. Hann verður eðlilega framleiddur í Bandaríkjunum, enda stærsti markaðurinn fyrir þennan bíl þar. Verksmiðjan sem jeppinn verður framleiddur í er Spartanburg verksmiðju BMW í S-Karolínuríki og þar er fyrsta framleiðsla á bílnum hafin. Í fyrstu þó aðeins á þeim bílum sem fara nú í heilmiklar prófanir fram að eiginlegri markaðssetningu bílsins sem verður eftir um 12 mánuði. Í Spartanburg eru framleiddir X5 og X6 jepparnir, auk X3 og X4 jepplinganna. Á meðfylgjandi mynd sést ekki mikið af smáatriðum hvað útlit hans varðar vegna varnarfilmanna sem umlykja bílinn, en búast má við að hann verði að mestu eins og X7 Concept bíllinn sem BMW hefur þegar sýnt. Nokkrir X7 eru nú fullsmíðaðir og fara þeir bílar nú í prufanir. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent
Stærsti jeppi sem BMW hefur framleitt fram að þessu er X5 jeppinn sem kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999. Hann er náttúrulega ekki nógu stór bíll fyrir kaupendur í Bandaríkjunum sem gjarna velja risastóra bíla með þremur sætaröðum og því er BMW nú að koma með mun stærri X7 jeppa á markað. Hann verður eðlilega framleiddur í Bandaríkjunum, enda stærsti markaðurinn fyrir þennan bíl þar. Verksmiðjan sem jeppinn verður framleiddur í er Spartanburg verksmiðju BMW í S-Karolínuríki og þar er fyrsta framleiðsla á bílnum hafin. Í fyrstu þó aðeins á þeim bílum sem fara nú í heilmiklar prófanir fram að eiginlegri markaðssetningu bílsins sem verður eftir um 12 mánuði. Í Spartanburg eru framleiddir X5 og X6 jepparnir, auk X3 og X4 jepplinganna. Á meðfylgjandi mynd sést ekki mikið af smáatriðum hvað útlit hans varðar vegna varnarfilmanna sem umlykja bílinn, en búast má við að hann verði að mestu eins og X7 Concept bíllinn sem BMW hefur þegar sýnt. Nokkrir X7 eru nú fullsmíðaðir og fara þeir bílar nú í prufanir.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent