Kvikmyndaiðnaður ræktar vörumerkið Ísland Sigurður Hannesson skrifar 21. desember 2017 07:00 Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni er umfangsmikil atvinnugrein hér á landi sem hefur víðtæk og jákvæð áhrif á samfélagið allt. Það efni sem framleitt er styrkir stöðu tungumálsins okkar, laðar erlenda ferðamenn til landsins og skapar ótal störf og önnur verðmæti í samfélaginu. Velta í þessari grein hugverkaiðnaðar nam tæplega 20 milljörðum króna í fyrra og hefur hún aldrei áður verið meiri. Hefur veltan í greininni fjórfaldast frá árinu 2010 og er samanlögð velta á tímabilinu 2009-2016 orðin tæplega 100 milljarðar króna. Fjöldi ferðamanna sækir landið heim eftir að hafa dáðst að íslenskri náttúru í alþjóðlegum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Einn af hverjum sex erlendum ferðamönnum sækir Ísland heim vegna alþjóðlegra kvikmynda, heimildarmynda, sjónvarpsþátta og tónlistarmyndbanda sem sýna íslenska náttúru, samkvæmt könnun á ferðavenjum erlendra ferðamanna. Þessu til viðbótar segja 4,4% að hugmyndin hafi vaknað við að horfa á íslenskar kvikmyndir. Það er því hægt að fullyrða að stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma gerir það vegna þeirrar öflugu starfsemi sem hér er á þessum vettvangi hugverkaiðnaðar. Greinin skilar þannig talsvert meiru til þjóðarbúsins en ofangreindar veltutölur einar bera með sér og er þannig stór þáttur í gjaldeyrissköpun landsins, hagvexti síðustu ára og atvinnusköpun. Um síðustu áramót tók gildi breyting á lögum um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar og hækkaði endurgreiðslan úr 20% í 25%. Það var mikil sátt á Alþingi með afgreiðslu málsins og voru allir flokkar sammála um mikilvægi þess. Einstök náttúra, íslenskt fagfólk með reynslu og skattalegir hvatar skapa Íslandi sérstöðu til að laða til sín erlend verkefni og ætti ekki að setja hömlur á endurgreiðslurnar líkt og greint hefur verið frá í fréttum. Þá ætti að stefna að því að auka enn frekar framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Þannig ræktum við vörumerkið Ísland og aukum eftirspurn eftir Íslandi og því sem frá landinu kemur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni er umfangsmikil atvinnugrein hér á landi sem hefur víðtæk og jákvæð áhrif á samfélagið allt. Það efni sem framleitt er styrkir stöðu tungumálsins okkar, laðar erlenda ferðamenn til landsins og skapar ótal störf og önnur verðmæti í samfélaginu. Velta í þessari grein hugverkaiðnaðar nam tæplega 20 milljörðum króna í fyrra og hefur hún aldrei áður verið meiri. Hefur veltan í greininni fjórfaldast frá árinu 2010 og er samanlögð velta á tímabilinu 2009-2016 orðin tæplega 100 milljarðar króna. Fjöldi ferðamanna sækir landið heim eftir að hafa dáðst að íslenskri náttúru í alþjóðlegum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Einn af hverjum sex erlendum ferðamönnum sækir Ísland heim vegna alþjóðlegra kvikmynda, heimildarmynda, sjónvarpsþátta og tónlistarmyndbanda sem sýna íslenska náttúru, samkvæmt könnun á ferðavenjum erlendra ferðamanna. Þessu til viðbótar segja 4,4% að hugmyndin hafi vaknað við að horfa á íslenskar kvikmyndir. Það er því hægt að fullyrða að stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma gerir það vegna þeirrar öflugu starfsemi sem hér er á þessum vettvangi hugverkaiðnaðar. Greinin skilar þannig talsvert meiru til þjóðarbúsins en ofangreindar veltutölur einar bera með sér og er þannig stór þáttur í gjaldeyrissköpun landsins, hagvexti síðustu ára og atvinnusköpun. Um síðustu áramót tók gildi breyting á lögum um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar og hækkaði endurgreiðslan úr 20% í 25%. Það var mikil sátt á Alþingi með afgreiðslu málsins og voru allir flokkar sammála um mikilvægi þess. Einstök náttúra, íslenskt fagfólk með reynslu og skattalegir hvatar skapa Íslandi sérstöðu til að laða til sín erlend verkefni og ætti ekki að setja hömlur á endurgreiðslurnar líkt og greint hefur verið frá í fréttum. Þá ætti að stefna að því að auka enn frekar framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Þannig ræktum við vörumerkið Ísland og aukum eftirspurn eftir Íslandi og því sem frá landinu kemur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun