Erlent

Þrjú hundruð skotárásir í Svíþjóð á árinu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sænsk lögregla á vettvangi.
Sænsk lögregla á vettvangi. vísir/epa
Fjörutíu og einn lét lífið og 135 særðust í rúmlega 300 skotárásum sem gerðar hafa verið í Svíþjóð fram í miðjan desember á þessu ári. Fórnarlömb og gerendur eru oft ungir einstaklingar, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá lögregluyfirvöldum.

Skotárásirnar eiga sér oft stað á götum úti í þéttbýli og tengjast oft uppgjöri vegna fíkniefnaviðskipta. Einnig er um hefndaraðgerðir að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×