Erlent

Lögðu hald á lyf fyrir 29 milljarða

Baldur Guðmundsson skrifar
Lögreglu-, tolla- og heilbrigðisyfirvöld í níu Evrópulöndum hafa lagt hald á 75 milljón töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum og handtekið 111 manns.
Lögreglu-, tolla- og heilbrigðisyfirvöld í níu Evrópulöndum hafa lagt hald á 75 milljón töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum og handtekið 111 manns.
Lögreglu-, tolla- og heilbrigðisyfirvöld í níu Evrópulöndum hafa lagt hald á 75 milljón töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum og handtekið 111 manns.

Þetta var gert í umfangsmestu aðgerð sem ráðist hefur verið í í Evrópu vegna ólöglegra viðskipta með læknadóp.

Um var að ræða samstarfsverkefni, stýrt af Europol, milli yfirvalda í Frakklandi, Finnlandi, Rúmeníu, Ungverjalandi, Grikklandi, á Spáni, Ítalíu, Bretlandi og Írlandi. Verðmæti lyfjanna er metið á tæpa 29 milljarða íslenskra króna.

Ráðist var í 205 sjálfstæðar rannsóknir innan verkefnisins, sem gekk undir nafninu MISMED, en 277 manns sættu rannsókn.

Um var að ræða róandi lyf, svefnlyf, ópíóðalyf og lyf við ofvirkni og athyglisbresti. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×