Erlent

Siðalögreglan í Íran handtók 230 manns í sólstöðuteitum

Kjartan Kjartansson skrifar
Bannað er að neyta áfengis í Íran. Áfengi er hellt niður þegar lögregla leggur hald á það. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Bannað er að neyta áfengis í Íran. Áfengi er hellt niður þegar lögregla leggur hald á það. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/AFP
Á þriðja hundrað manns hafa verið handteknir í rassíum írönsku siðalögreglunnar á tveimur vetrarsólstöðuhátíðum í höfuðborginni Teheran. Yfirmaður siðalögreglunnar segir að hátíðargestir af báðum kynjum hafi drukkið áfengi og dansað.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að vetrarsólstöðum sé jafnan fagnað í Íran. Ólöglegt er hins vegar að neyta áfengis í landinu og geta þeir sem gerast sekur um drykkju verið dæmdir tið húðstrýkingar. Í seinni tíð hafa brotlegir þó yfirleitt aðeins verið sektaðir.

Lögreglan segir að 230 manns hafi verið handteknir á tveimur stöðum. Tveir söngvarar sem komu fram á hátíðunum voru handteknir og hald var lagt á áfengi og eiturlyf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×