Kærasti George Michael segir að hann muni aldrei elska neinn annan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2017 15:45 Fjölmargir aðdáendur George Michael minntust hans þegar hann lést í fyrra með blómum, kortum og myndum. vísir/getty Fadi Fawaz, kærasti söngvarans George Michael sem lést á jóladag í fyrra, segir að hann muni aldrei elska neinn annan. Söngvarinn var aðeins 53 ára þegar hann lést og var það Fawaz sem kom að honum látnum í rúminu á heimili Michael í Goring-on-Thames í Oxfordshire. Fawaz og Michael voru búnir að vera saman í fimm ár þegar söngvarinn heimsþekkti lést. Fawaz ræddi við Sunday Mirror í aðdraganda þess að bráðum er liðið frá dauða Michael. Í viðtalinu lýsir hann Michael sem einstakri manneskju. „Ég missti einstakan mann og það verður aldrei neinn annar, það er sannleikurinn,“ segir Fawaz sem segir jólin nú vera erfið. Þá hefur fjölskylda George Michael einnig sagt að jólin nú verði erfið án hans. „Við vitum að við erum ekki ein í sorginni þegar við minnumst þess að ár er liðið frá dauða hans. Jólin eru ekki alltaf auðveld, lífið er ekki fullkomið og fjölskyldur eru flóknar. Svo ef þið getið, í minningu hans, tekið eitt augnablik, dregið djúpt andann og sagt ykkar nánustu að þið elskið þá,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar nú. Krufning leiddi í ljós að banamein George Michael var hjartasjúkdómur og fita í lifrinni sem getur verið afleiðing af mikilli drykkju og neyslu eiturlyfja. George Michael var listamannsnafn Georgios Kyriacos Panayiotou sem fæddist í Norður-London, 25. júní 1963. Hann seldi meira en 100 milljónir eintaka af plötum á tónlistarferli sem spannaði nærri fjörutíu ár. Söngvarinn sló fyrst í gegn á níunda áratugnum með hljómsveitinni Wham! Eftir að sú sveit hætti hóf Michael farsælan sólóferil en fyrsta sólóplata hans, Faith, kom út árið 1987 og seldist hún í yfir 20 milljónum eintaka. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra eitt vinsælasta jólalag allra tíma en það er einmitt með hljómsveitinni Wham! og heitir Last Christmas. Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Minnist George Michael á fallegan hátt: „Hann er ástæðan fyrir því að allir eru til í Carpool Karaoke“ Breski söngvarinn George Michael lést á jóladag, aðeins 53 ára aldri. Söngvarinn sló fyrst í gegn á níunda áratugnum með hljómsveitinni Wham. 4. janúar 2017 12:30 Góðmennska George Michael átti sér lítil takmörk Tugir einstaklinga og félagasamtaka hafa stigið fram og greint frá góðverkum söngvarans - sem hann gerði oftar en ekki nafnlaust. 27. desember 2016 12:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Fadi Fawaz, kærasti söngvarans George Michael sem lést á jóladag í fyrra, segir að hann muni aldrei elska neinn annan. Söngvarinn var aðeins 53 ára þegar hann lést og var það Fawaz sem kom að honum látnum í rúminu á heimili Michael í Goring-on-Thames í Oxfordshire. Fawaz og Michael voru búnir að vera saman í fimm ár þegar söngvarinn heimsþekkti lést. Fawaz ræddi við Sunday Mirror í aðdraganda þess að bráðum er liðið frá dauða Michael. Í viðtalinu lýsir hann Michael sem einstakri manneskju. „Ég missti einstakan mann og það verður aldrei neinn annar, það er sannleikurinn,“ segir Fawaz sem segir jólin nú vera erfið. Þá hefur fjölskylda George Michael einnig sagt að jólin nú verði erfið án hans. „Við vitum að við erum ekki ein í sorginni þegar við minnumst þess að ár er liðið frá dauða hans. Jólin eru ekki alltaf auðveld, lífið er ekki fullkomið og fjölskyldur eru flóknar. Svo ef þið getið, í minningu hans, tekið eitt augnablik, dregið djúpt andann og sagt ykkar nánustu að þið elskið þá,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar nú. Krufning leiddi í ljós að banamein George Michael var hjartasjúkdómur og fita í lifrinni sem getur verið afleiðing af mikilli drykkju og neyslu eiturlyfja. George Michael var listamannsnafn Georgios Kyriacos Panayiotou sem fæddist í Norður-London, 25. júní 1963. Hann seldi meira en 100 milljónir eintaka af plötum á tónlistarferli sem spannaði nærri fjörutíu ár. Söngvarinn sló fyrst í gegn á níunda áratugnum með hljómsveitinni Wham! Eftir að sú sveit hætti hóf Michael farsælan sólóferil en fyrsta sólóplata hans, Faith, kom út árið 1987 og seldist hún í yfir 20 milljónum eintaka. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra eitt vinsælasta jólalag allra tíma en það er einmitt með hljómsveitinni Wham! og heitir Last Christmas.
Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Minnist George Michael á fallegan hátt: „Hann er ástæðan fyrir því að allir eru til í Carpool Karaoke“ Breski söngvarinn George Michael lést á jóladag, aðeins 53 ára aldri. Söngvarinn sló fyrst í gegn á níunda áratugnum með hljómsveitinni Wham. 4. janúar 2017 12:30 Góðmennska George Michael átti sér lítil takmörk Tugir einstaklinga og félagasamtaka hafa stigið fram og greint frá góðverkum söngvarans - sem hann gerði oftar en ekki nafnlaust. 27. desember 2016 12:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30
Minnist George Michael á fallegan hátt: „Hann er ástæðan fyrir því að allir eru til í Carpool Karaoke“ Breski söngvarinn George Michael lést á jóladag, aðeins 53 ára aldri. Söngvarinn sló fyrst í gegn á níunda áratugnum með hljómsveitinni Wham. 4. janúar 2017 12:30
Góðmennska George Michael átti sér lítil takmörk Tugir einstaklinga og félagasamtaka hafa stigið fram og greint frá góðverkum söngvarans - sem hann gerði oftar en ekki nafnlaust. 27. desember 2016 12:00