Sprotar í sókn Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2017 07:00 Við eigum ekki að líta á skattívilnanir sem kostnað heldur leið til að auka tekjur okkar til framtíðar. Þar sem hagsveiflur tengdar auðlindagreinum hafa verið umtalsverðar er eftirsóknarvert að byggja upp iðnað, sem felur í sér meiri fjölbreytileika og er minna háður auðlindum jarðar. Rannsóknir sýna að 60% af framtíðarstörfum barna okkar eru óskilgreind í dag, því er mikilvægt fyrir stjórnvöld að leggja grunn að því að þessi nýju störf geti þróast hér á landi. Uppgangur hugverkaiðnaðarins á Íslandi sem fjórða stoðin í hagkerfinu, til viðbótar við ferðaþjónustu, stóriðju og sjávarútveg, býður Íslendingum upp á þann möguleika að efla stoð sem ekki er háð takmörkuðum auðlindum. Stoðin þróar í eðli sínu þekkingu og eftirsóknarverð hálaunastörf með vörum og lausnum, sem skila miklum virðisauka, fyrir viðskiptavini á alþjóðlegum markaði. Hér á landi eru fjölmörg sprotafyrirtæki sem og stærri nýsköpunarfyrirtæki eins og CCP, Marel og Össur, sem eru stöðugt að þróa framúrstefnuleg verkefni á heimsmælikvarða. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl 2016 voru afar jákvætt skref en þau eru takmörkuð þar sem skattaívilnandi þakið er of lágt, en í Bretlandi t.d. er ekkert þak á skattaívilnanir til þróunarverkefna. Nú er staðan þessi að stærri nýsköpunarfyrirtæki þurfa sum hver að færa þróunarverkefni sín til annarra landa, ef þau hafa tækifæri til þess, þar sem það er mun hagkvæmara fyrir þau. Ef við ætlum að verða samkeppnishæf þá verðum við að beita sértækum aðgerðum og stuðningi þar sem gengissveiflur eru íslenskum fyrirtækjum erfiðar, við erum langt frá mörkuðum og það er oft erfitt að fá hæft starfsfólk í þau störf sem um ræðir. Í ljósi þessa þá er ánægjulegt að lesa sáttmála nýrrar ríkisstjórnar og sjá að þar er áhersla lögð á nýsköpun, rannsóknir og þróun. Móta á heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í nánu samráði við atvinnulífið og vísindasamfélagið. Hún verður samþætt við framtíðarsýn í menntamálum, frá leikskóla til háskóla, í samráði við skólasamfélagið. Að auki á að endurskoða fyrirkomulag endurgreiðslna vegna þróunarverkefna í því skyni að afnema þak sem verið hefur á slíkum endurgreiðslum.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Við eigum ekki að líta á skattívilnanir sem kostnað heldur leið til að auka tekjur okkar til framtíðar. Þar sem hagsveiflur tengdar auðlindagreinum hafa verið umtalsverðar er eftirsóknarvert að byggja upp iðnað, sem felur í sér meiri fjölbreytileika og er minna háður auðlindum jarðar. Rannsóknir sýna að 60% af framtíðarstörfum barna okkar eru óskilgreind í dag, því er mikilvægt fyrir stjórnvöld að leggja grunn að því að þessi nýju störf geti þróast hér á landi. Uppgangur hugverkaiðnaðarins á Íslandi sem fjórða stoðin í hagkerfinu, til viðbótar við ferðaþjónustu, stóriðju og sjávarútveg, býður Íslendingum upp á þann möguleika að efla stoð sem ekki er háð takmörkuðum auðlindum. Stoðin þróar í eðli sínu þekkingu og eftirsóknarverð hálaunastörf með vörum og lausnum, sem skila miklum virðisauka, fyrir viðskiptavini á alþjóðlegum markaði. Hér á landi eru fjölmörg sprotafyrirtæki sem og stærri nýsköpunarfyrirtæki eins og CCP, Marel og Össur, sem eru stöðugt að þróa framúrstefnuleg verkefni á heimsmælikvarða. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl 2016 voru afar jákvætt skref en þau eru takmörkuð þar sem skattaívilnandi þakið er of lágt, en í Bretlandi t.d. er ekkert þak á skattaívilnanir til þróunarverkefna. Nú er staðan þessi að stærri nýsköpunarfyrirtæki þurfa sum hver að færa þróunarverkefni sín til annarra landa, ef þau hafa tækifæri til þess, þar sem það er mun hagkvæmara fyrir þau. Ef við ætlum að verða samkeppnishæf þá verðum við að beita sértækum aðgerðum og stuðningi þar sem gengissveiflur eru íslenskum fyrirtækjum erfiðar, við erum langt frá mörkuðum og það er oft erfitt að fá hæft starfsfólk í þau störf sem um ræðir. Í ljósi þessa þá er ánægjulegt að lesa sáttmála nýrrar ríkisstjórnar og sjá að þar er áhersla lögð á nýsköpun, rannsóknir og þróun. Móta á heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í nánu samráði við atvinnulífið og vísindasamfélagið. Hún verður samþætt við framtíðarsýn í menntamálum, frá leikskóla til háskóla, í samráði við skólasamfélagið. Að auki á að endurskoða fyrirkomulag endurgreiðslna vegna þróunarverkefna í því skyni að afnema þak sem verið hefur á slíkum endurgreiðslum.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun