Velferðarráðuneytið hnýtir í Barnaverndarstofu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2017 15:18 Velferðarráðuneytið segir það ekki rétt sem Barnaverndarstofa haldi fram að erfiðlega hafi gengið að fá gögn er snúa að "meintum“ kvörtunum barnaverndarnefnda í garð Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. vísir/valli Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna yfirlýsingar sem Barnaverndarstofa sendi frá sér síðdegis á föstudag. Ekki er hægt að segja annað en að ráðuneytið hnýti í Barnaverndarstofu í tilkynningu sinni þar sem segir að ráðuneytið telji mikilvægt „að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum um samskipti þess og Barnaverndarstofu vegna alvarlegra athugasemda sem barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa gert við háttsemi og framgöngu forstjóra stofnunarinnar og starfsfólks hennar.“ Í tilkynningu ráðuneytisins segir að sú fullyrðing í yfirlýsingu Barnaverndarstofu að erfiðlega hafi gengið að fá gögn málsins, ekki síst þau sem snúa að „meintum“ kvörtunum frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu, sé röng. „Það liggur ljóst fyrir að kvartanir hafa verið gerðar, samanber minnisblað formanns barnaverndar Reykjavíkur sem getið er um í yfirlýsingu Barnaverndarstofu og fleiri gögn sem ráðuneytið hefur látið Barnaverndarstofu í té, þar með taldar upplýsingar frá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar. Í bréfi ráðuneytisins til forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 21. nóvember síðastliðinn, eru raktar efnislega þær athugasemdir og umkvartanir sem formenn barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar höfðu komið á framfæri í kjölfar fundar þeirra og formanns barnaverndarnefndar Kópavogs sem þeir áttu með félags- og jafnréttismálaráðherra 10. nóvember. Að mati ráðuneytisins voru þær athugasemdir efnislega skýrar og vel afmarkaðar og vandséð að Barnaverndarstofa þarfnaðist frekari gagna til að gera ráðuneytinu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra. Þegar Barnaverndarstofa óskaði eftir lengri fresti til að bregðast við bréfi ráðuneytisins var orðið við því í ljósi þess að stofan taldi sig þurfa lengri tíma til að skoða viðbótargögnin frá ráðuneytinu. Síðastliðinn föstudag var Barnaverndarstofu enn á ný veittur frestur vegna greinargerðar til ráðuneytisins sem stofan er að vinna og var þá litið til þess að um nýja málsástæðu væri að ræða þar sem Barnaverndarstofa hafði kynnt fyrir ráðuneytinu að stofunni væri nauðsynlegt að skoða gögn sem hún sjálf býr yfir allt aftur til ársins 2002. Barnaverndarstofa hefur frest til að skila greinargerð gerð sinni til ráðuneytisins til hádegis 14. desember næstkomandi. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Barnaverndarstofu að þetta mál verði sett í forgang vegna þess hve brýnt það er. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu kemur fram að stofan hafi óskað eftir að lagt verði mat á hvort skrifstofustjórinn sem fer með málefni barnaverndar í ráðuneytinu kunni að vera vanhæfur vegna fyrri starfa sinna hjá Reykjavíkurborg. Slíkt mat verður gert og ætti að liggja fyrir á næstu dögum,“ segir í tilkynningu velferðarráðuneytisins sem sjá má í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna yfirlýsingar sem Barnaverndarstofa sendi frá sér síðdegis á föstudag. Ekki er hægt að segja annað en að ráðuneytið hnýti í Barnaverndarstofu í tilkynningu sinni þar sem segir að ráðuneytið telji mikilvægt „að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum um samskipti þess og Barnaverndarstofu vegna alvarlegra athugasemda sem barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa gert við háttsemi og framgöngu forstjóra stofnunarinnar og starfsfólks hennar.“ Í tilkynningu ráðuneytisins segir að sú fullyrðing í yfirlýsingu Barnaverndarstofu að erfiðlega hafi gengið að fá gögn málsins, ekki síst þau sem snúa að „meintum“ kvörtunum frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu, sé röng. „Það liggur ljóst fyrir að kvartanir hafa verið gerðar, samanber minnisblað formanns barnaverndar Reykjavíkur sem getið er um í yfirlýsingu Barnaverndarstofu og fleiri gögn sem ráðuneytið hefur látið Barnaverndarstofu í té, þar með taldar upplýsingar frá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar. Í bréfi ráðuneytisins til forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 21. nóvember síðastliðinn, eru raktar efnislega þær athugasemdir og umkvartanir sem formenn barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar höfðu komið á framfæri í kjölfar fundar þeirra og formanns barnaverndarnefndar Kópavogs sem þeir áttu með félags- og jafnréttismálaráðherra 10. nóvember. Að mati ráðuneytisins voru þær athugasemdir efnislega skýrar og vel afmarkaðar og vandséð að Barnaverndarstofa þarfnaðist frekari gagna til að gera ráðuneytinu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra. Þegar Barnaverndarstofa óskaði eftir lengri fresti til að bregðast við bréfi ráðuneytisins var orðið við því í ljósi þess að stofan taldi sig þurfa lengri tíma til að skoða viðbótargögnin frá ráðuneytinu. Síðastliðinn föstudag var Barnaverndarstofu enn á ný veittur frestur vegna greinargerðar til ráðuneytisins sem stofan er að vinna og var þá litið til þess að um nýja málsástæðu væri að ræða þar sem Barnaverndarstofa hafði kynnt fyrir ráðuneytinu að stofunni væri nauðsynlegt að skoða gögn sem hún sjálf býr yfir allt aftur til ársins 2002. Barnaverndarstofa hefur frest til að skila greinargerð gerð sinni til ráðuneytisins til hádegis 14. desember næstkomandi. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Barnaverndarstofu að þetta mál verði sett í forgang vegna þess hve brýnt það er. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu kemur fram að stofan hafi óskað eftir að lagt verði mat á hvort skrifstofustjórinn sem fer með málefni barnaverndar í ráðuneytinu kunni að vera vanhæfur vegna fyrri starfa sinna hjá Reykjavíkurborg. Slíkt mat verður gert og ætti að liggja fyrir á næstu dögum,“ segir í tilkynningu velferðarráðuneytisins sem sjá má í heild sinni á vef stjórnarráðsins.
Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00