Kerfisfíklarnir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. desember 2017 07:00 Einn undarlegasti eiginleiki mannsins er að þrá tiltekið fyrirbæri, en um leið hata það og afleiðingar þess. Við verðum ástfangin þegar við vitum að líkur eru á að við munum annaðhvort átta okkur á því að ástin er ekki endurgoldin eða að ástin muni valda okkur ástarsorg. Þessi sérkennilega tilhneiging okkar kristallast einnig í annars konar ástsýki: fíkn. Nútímamaðurinn er á marga vegu aðeins summa fíknar sinnar. Fíknar sinnar í ást, kynlíf, sykur, vímuna, og samþykki og viðurkenningu hinna. Sem vímugjafar eru samfélagsmiðlar í algjörum sérflokki. Aldrei í sögunni hefur vímugjafi klófest fórnarlömb sín hraðar og í meiri mæli en á síðustu árum. Áhrif þessara miðla, sér í lagi Facebook, eru slík að þau ógna hinni lýðræðislegu hugsjón sem við byggjum samfélag okkar á, rétt eins og dópið étur heila fíkilsins. Það er óskandi að árið sem senn er á enda verði einhvers konar vendipunktur í því hvernig við umgöngumst samfélagsmiðla. Á síðustu tólf mánuðum höfum við ítrekað séð hvernig þessir miðlar hafa verið vopnvæddir í pólitískum eða félagslegum tilgangi af þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu. Á árinu var hulunni svipt af því hvernig Facebook var notað til að dreifa fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Freedom House voru slíkar aðferðir notaðar í sextán öðrum ríkjum þar sem kosningar fóru fram. Oftar en ekki njóta þessar aðferðir stuðnings ríkjandi yfirvalda, stundum er þeim ætlað að greiða leið tiltekinna stjórnmálamanna eða styrkja grundvöll tiltekinnar hugmyndafræði. Tveir milljarðar manna nota Facebook í dag, en þá aðeins í þeim skilningi að þessir einstaklingar leggja upplýsingar sínar, skoðanir og læk í púkkið. Hin raunverulega virkni Facebook felst í algríminu sem notar þessar upplýsingar til að birta meira af sams konar efni. Við erum ekki þátttakendur, heldur breyturnar sem gefa reikniritinu tilgang. Að launum fáum við vænan skammt af dópamíni þegar við fáum staðfestingu á skoðunum okkar. Stjórnendur Facebook eru fyrst núna að viðurkenna það lýðræðislega hlutverk sem miðillinn gegnir sem fjölmiðill, og mun ef heldur sem horfir þurfa að gegna sem Fjölmiðillinn. Facebook hefur nú þegar gleypt fjölmiðla og ógnar nú stjórnmálunum. Upphafleg hugmynd Marks Zuckerberg og þeirra sem komu að þróun Facebook var að bjóða upp á vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti og að efla tengsl milli fólks. Þannig sjáum við öðru hverju hversu öflugt tól Facebook getur verið þegar því er beitt sem andófi gegn úreltum stöðlum og hugsunarhætti. Árið sem gengur í garð ætti að verða árið sem við spyrnum við fótum og vinnum bug á fíkninni, krefjumst þess að höfundarnir beri ábyrgð á miðlum sínum, og freistum þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í heilbrigðum samfélagsmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Einn undarlegasti eiginleiki mannsins er að þrá tiltekið fyrirbæri, en um leið hata það og afleiðingar þess. Við verðum ástfangin þegar við vitum að líkur eru á að við munum annaðhvort átta okkur á því að ástin er ekki endurgoldin eða að ástin muni valda okkur ástarsorg. Þessi sérkennilega tilhneiging okkar kristallast einnig í annars konar ástsýki: fíkn. Nútímamaðurinn er á marga vegu aðeins summa fíknar sinnar. Fíknar sinnar í ást, kynlíf, sykur, vímuna, og samþykki og viðurkenningu hinna. Sem vímugjafar eru samfélagsmiðlar í algjörum sérflokki. Aldrei í sögunni hefur vímugjafi klófest fórnarlömb sín hraðar og í meiri mæli en á síðustu árum. Áhrif þessara miðla, sér í lagi Facebook, eru slík að þau ógna hinni lýðræðislegu hugsjón sem við byggjum samfélag okkar á, rétt eins og dópið étur heila fíkilsins. Það er óskandi að árið sem senn er á enda verði einhvers konar vendipunktur í því hvernig við umgöngumst samfélagsmiðla. Á síðustu tólf mánuðum höfum við ítrekað séð hvernig þessir miðlar hafa verið vopnvæddir í pólitískum eða félagslegum tilgangi af þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu. Á árinu var hulunni svipt af því hvernig Facebook var notað til að dreifa fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Freedom House voru slíkar aðferðir notaðar í sextán öðrum ríkjum þar sem kosningar fóru fram. Oftar en ekki njóta þessar aðferðir stuðnings ríkjandi yfirvalda, stundum er þeim ætlað að greiða leið tiltekinna stjórnmálamanna eða styrkja grundvöll tiltekinnar hugmyndafræði. Tveir milljarðar manna nota Facebook í dag, en þá aðeins í þeim skilningi að þessir einstaklingar leggja upplýsingar sínar, skoðanir og læk í púkkið. Hin raunverulega virkni Facebook felst í algríminu sem notar þessar upplýsingar til að birta meira af sams konar efni. Við erum ekki þátttakendur, heldur breyturnar sem gefa reikniritinu tilgang. Að launum fáum við vænan skammt af dópamíni þegar við fáum staðfestingu á skoðunum okkar. Stjórnendur Facebook eru fyrst núna að viðurkenna það lýðræðislega hlutverk sem miðillinn gegnir sem fjölmiðill, og mun ef heldur sem horfir þurfa að gegna sem Fjölmiðillinn. Facebook hefur nú þegar gleypt fjölmiðla og ógnar nú stjórnmálunum. Upphafleg hugmynd Marks Zuckerberg og þeirra sem komu að þróun Facebook var að bjóða upp á vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti og að efla tengsl milli fólks. Þannig sjáum við öðru hverju hversu öflugt tól Facebook getur verið þegar því er beitt sem andófi gegn úreltum stöðlum og hugsunarhætti. Árið sem gengur í garð ætti að verða árið sem við spyrnum við fótum og vinnum bug á fíkninni, krefjumst þess að höfundarnir beri ábyrgð á miðlum sínum, og freistum þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í heilbrigðum samfélagsmiðlum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun