Kerfisfíklarnir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. desember 2017 07:00 Einn undarlegasti eiginleiki mannsins er að þrá tiltekið fyrirbæri, en um leið hata það og afleiðingar þess. Við verðum ástfangin þegar við vitum að líkur eru á að við munum annaðhvort átta okkur á því að ástin er ekki endurgoldin eða að ástin muni valda okkur ástarsorg. Þessi sérkennilega tilhneiging okkar kristallast einnig í annars konar ástsýki: fíkn. Nútímamaðurinn er á marga vegu aðeins summa fíknar sinnar. Fíknar sinnar í ást, kynlíf, sykur, vímuna, og samþykki og viðurkenningu hinna. Sem vímugjafar eru samfélagsmiðlar í algjörum sérflokki. Aldrei í sögunni hefur vímugjafi klófest fórnarlömb sín hraðar og í meiri mæli en á síðustu árum. Áhrif þessara miðla, sér í lagi Facebook, eru slík að þau ógna hinni lýðræðislegu hugsjón sem við byggjum samfélag okkar á, rétt eins og dópið étur heila fíkilsins. Það er óskandi að árið sem senn er á enda verði einhvers konar vendipunktur í því hvernig við umgöngumst samfélagsmiðla. Á síðustu tólf mánuðum höfum við ítrekað séð hvernig þessir miðlar hafa verið vopnvæddir í pólitískum eða félagslegum tilgangi af þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu. Á árinu var hulunni svipt af því hvernig Facebook var notað til að dreifa fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Freedom House voru slíkar aðferðir notaðar í sextán öðrum ríkjum þar sem kosningar fóru fram. Oftar en ekki njóta þessar aðferðir stuðnings ríkjandi yfirvalda, stundum er þeim ætlað að greiða leið tiltekinna stjórnmálamanna eða styrkja grundvöll tiltekinnar hugmyndafræði. Tveir milljarðar manna nota Facebook í dag, en þá aðeins í þeim skilningi að þessir einstaklingar leggja upplýsingar sínar, skoðanir og læk í púkkið. Hin raunverulega virkni Facebook felst í algríminu sem notar þessar upplýsingar til að birta meira af sams konar efni. Við erum ekki þátttakendur, heldur breyturnar sem gefa reikniritinu tilgang. Að launum fáum við vænan skammt af dópamíni þegar við fáum staðfestingu á skoðunum okkar. Stjórnendur Facebook eru fyrst núna að viðurkenna það lýðræðislega hlutverk sem miðillinn gegnir sem fjölmiðill, og mun ef heldur sem horfir þurfa að gegna sem Fjölmiðillinn. Facebook hefur nú þegar gleypt fjölmiðla og ógnar nú stjórnmálunum. Upphafleg hugmynd Marks Zuckerberg og þeirra sem komu að þróun Facebook var að bjóða upp á vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti og að efla tengsl milli fólks. Þannig sjáum við öðru hverju hversu öflugt tól Facebook getur verið þegar því er beitt sem andófi gegn úreltum stöðlum og hugsunarhætti. Árið sem gengur í garð ætti að verða árið sem við spyrnum við fótum og vinnum bug á fíkninni, krefjumst þess að höfundarnir beri ábyrgð á miðlum sínum, og freistum þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í heilbrigðum samfélagsmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Einn undarlegasti eiginleiki mannsins er að þrá tiltekið fyrirbæri, en um leið hata það og afleiðingar þess. Við verðum ástfangin þegar við vitum að líkur eru á að við munum annaðhvort átta okkur á því að ástin er ekki endurgoldin eða að ástin muni valda okkur ástarsorg. Þessi sérkennilega tilhneiging okkar kristallast einnig í annars konar ástsýki: fíkn. Nútímamaðurinn er á marga vegu aðeins summa fíknar sinnar. Fíknar sinnar í ást, kynlíf, sykur, vímuna, og samþykki og viðurkenningu hinna. Sem vímugjafar eru samfélagsmiðlar í algjörum sérflokki. Aldrei í sögunni hefur vímugjafi klófest fórnarlömb sín hraðar og í meiri mæli en á síðustu árum. Áhrif þessara miðla, sér í lagi Facebook, eru slík að þau ógna hinni lýðræðislegu hugsjón sem við byggjum samfélag okkar á, rétt eins og dópið étur heila fíkilsins. Það er óskandi að árið sem senn er á enda verði einhvers konar vendipunktur í því hvernig við umgöngumst samfélagsmiðla. Á síðustu tólf mánuðum höfum við ítrekað séð hvernig þessir miðlar hafa verið vopnvæddir í pólitískum eða félagslegum tilgangi af þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu. Á árinu var hulunni svipt af því hvernig Facebook var notað til að dreifa fölskum fréttum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Freedom House voru slíkar aðferðir notaðar í sextán öðrum ríkjum þar sem kosningar fóru fram. Oftar en ekki njóta þessar aðferðir stuðnings ríkjandi yfirvalda, stundum er þeim ætlað að greiða leið tiltekinna stjórnmálamanna eða styrkja grundvöll tiltekinnar hugmyndafræði. Tveir milljarðar manna nota Facebook í dag, en þá aðeins í þeim skilningi að þessir einstaklingar leggja upplýsingar sínar, skoðanir og læk í púkkið. Hin raunverulega virkni Facebook felst í algríminu sem notar þessar upplýsingar til að birta meira af sams konar efni. Við erum ekki þátttakendur, heldur breyturnar sem gefa reikniritinu tilgang. Að launum fáum við vænan skammt af dópamíni þegar við fáum staðfestingu á skoðunum okkar. Stjórnendur Facebook eru fyrst núna að viðurkenna það lýðræðislega hlutverk sem miðillinn gegnir sem fjölmiðill, og mun ef heldur sem horfir þurfa að gegna sem Fjölmiðillinn. Facebook hefur nú þegar gleypt fjölmiðla og ógnar nú stjórnmálunum. Upphafleg hugmynd Marks Zuckerberg og þeirra sem komu að þróun Facebook var að bjóða upp á vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti og að efla tengsl milli fólks. Þannig sjáum við öðru hverju hversu öflugt tól Facebook getur verið þegar því er beitt sem andófi gegn úreltum stöðlum og hugsunarhætti. Árið sem gengur í garð ætti að verða árið sem við spyrnum við fótum og vinnum bug á fíkninni, krefjumst þess að höfundarnir beri ábyrgð á miðlum sínum, og freistum þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í heilbrigðum samfélagsmiðlum.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar